Alþýðublaðið - 24.04.1966, Qupperneq 2
eimsfréttir
sidastlidna nótt
WASHINGTON: Jöhnson forseti hefur lýst 'því yfir, að ekk-
<jrt bendi til þess að kommúnistar séu fúsir að hætta ár*ás sinni
á Suður-Víetnam og hefja samningaviðræður. Kommúnistar séu
önn staðráðnir að brjóta suður-visetnamísku þjóðina á bak aft-
iir með valdi.
! WASHiNGTÖN: Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerk
TM', sagði að oknum viðræðum við bandaríska ráðherra, að Víet-
Cóng ætti að taka þátt í friðarviðræðum og að bandarískir röða-
inenn séu ekki ófúsir að fallast á það. Krag lét í ljós áhyggjur
lim þróun mála í Víetnam. Á Norðurlöndum vonuðu menn að
samningslausn fyndist á þessu ári.
VÍN: Soyézki landvarnaráðherrann, Rodion Malinovsky, hef
ijjr lýst yfir aa sögn ungversku fréttastofunnar MTI, að Rússar
I
I;
hafi tekið i notkun nýtt .varnarvopn gegn langdrægum eldflaug
um samtímis því sem framleidd haf iverið eldflaugavopn. Mál-
inovsky á að hafa sagt í ræðu í Búdaprest, að Rússar hafi aukið
birgðir sínav af ýmsum kjarnorkueldflaugum á undanförnum fimm
árum.
'BERLÍN: Borgarstjóri Vestur-Berlínar, Willy Brandt, sem er
formaður Jafnaðarmannaflokks Vestur-Þýzkalands, hefur lýst því
yfir, að sterkar líkur séu á 'bví að Kommúnistaflokkur Austur-
Þýzkalands og SPD haldi með sér umræðufund.
BERLÍN: Landamæraverðir við Berlínarmúrinn skiptust á
skotum í íyrrinótt er tveir austur-þýzkir landamærahermenn
klifruðu yfir múrinn og flúðu til V-Berlínar.
BÚKAREST: Birtingu tilkynningar um Rúmeníuheimsókn
Tito Júgóslavíuforseta hefur seinkað sökum ágreinings landanna
um hugkerfideilu Rússa og Kínverja, herma góðar heimildir í
Búkarest.
DJAKARTA: Indónesíski flugherinn tilkynnti í gær, að rúm
lega 300 liðsforingjar hefðu verið handteknir, ákærðir fyrir
hlutdeild í byltingartilrauninni í fyrrahaust. Samgöngumála-
ráðuneytð hefur sagt upp 500 starfsmönnum, þar af 120 starfs
mönnum Garuda-flugfélagsins, af sömu ástæðu.
Fyrirlestur í
Háskólanum
Danski prófessorinn, dr. phil.
Hákon Stangerup, kemur hingað
til lands 24. apríl í boði Heim-
spekideildar Háskóla íslands og
mun dveljast hér í vikutíma.
Prófessor Stangerup mun halda
tvo fyrirlestra um bókmenntaleg
efni við Háskóla íslands. Fyrir-
lestrarnir, sem verða fluttir á
dönsku, verða haldnir í I. kennslu
stofu Háskólans, þriðjudag 26. og
miðvikudag 27. apríl báða dagana
kl. 5,30. — Öllum er heimill að-
gangur.
KsíSííiííí
»z-yýMíii0P$ýýZM.
GLASGOW - LONDOM * K08ENHAVNOSLO ■ BERGEN
AMSTERDAM • BRUXcLLES ■ PARIS - LUXEMBURG
HAMBURG • FRANKFURT ■ BERLIN • HELSINKI
STAVANGER • G0TEBORG • STOCKHOLM
FARGJOLDIN LÆKKA USV3 FJORDUNG
Vorfargjöld Flugfélagsins gera yður kleift að fljúga
fyrir fjórðungi lægra verð til 16 borga í Evrópu.
Á vorin er bezt aS ferBast — fegursti árstíminn
í suBlægum löndum og lægstu fargjöldin.
Fljúgið /neð Flugféiaginu yður til ánægju og ábata.
FLUGFELAG ISLANBS
iCELANDAIR
2 24. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ