Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 4
RttotJ&rar: Gylft Gröndal (4b.) og Bcnedlkt Gröndal. — Rltatíómartull- trúl: ElBur GuBnaaon. — Slinar: 14900-14903 — Auglýalngasíml: 14908. ASsetur AlþýBuhúalB viO Hvcrflsgötu, Reykjavflc. — PrentsmlBJa AlþýBu bUBslna. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 etntaklG. Otgefandl AlþýBuflokkurlniL GATNABYLTINGIN ÞAÐ HEFUH til skamms tíma verið einkenni á Reykjavík jafnt sem kaupstöðum og kauptúnum um allt land, hversu götur hafa verið slæmar, aur og óhreinindi áberandi, mikið um kofarusl og víða illa gengið frá lóðum. í heild hefur þetta verið hinn mesti löstur á þjóðinni og hefur gefið allt aðra hugmynd um íslendinga en íbúðirnar gera innan veggja. Má raun- ar oft kenna því um, að menn hafa lagt svo mikið í að eignast rúmgóða og fullkomna íbúð, að þeir hafa ekki haft fjárhagslega getu til að ljúka húsinu að utan eða gera lóðina vel úr garði. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting til 'batnaðar í þessum efnum. Varanlegar götur, steypt- ar eða malbikaðar, hafa verið gerðar í stórum stíl um land allt, og þeim hefur yfirleitt fylgt aukið hreinlæti. Bæjarstjó/rnir hafia lagt meiri áherzlu á snyrtilegt útlit byggðarinnar og reynt að láta gera fagra, græna bletti hér og þar. Þessar framfarir bera vott um aukna velmegun þjóðarinnar og nýjar kröfur fólksins. Nú láta menn sér ekki nægja, að íbúðir séu viðunandi hið innra, -heldur vflja búa í fögru umhverfi, þar sem garðar eru umhverfis byggingar, götur og gangstéttir eru varanlegar og hreinlegar. Segja má, að bylting hafi orðið í gatnagerð. Keypt hafa verið stórvirk tæki og í flestum kaup- stöðum hafa aðalgötur verið malbikaðar. Þá hefur ríkisvaldið lagt mikið fé til þessara mála með hin- um nýju vegalögum og hefur þannig stuðlað að þess ari ágætu þróun. Reykjavík er að sjálfsögðu kapftuli fyrir sig i þessu efni. Verður að viðurkenna þá staðreynd, að stjórnendur Reykjavíkur náðu ekki valdi á gatnagerð ínni áratugum saman og háði það stórlega heil- forigðum vexti borgarinnar. Aðeins fá ár eru síðan •negin umferðaæðar eins og Miklabraut voru malhik aðar, og er þó ekki lokið enn. Rétt er að viðurkenna, að mikið hefur verið mal bikað í Reykjavík nokkur síðustu ár, en verkefnið ið var gífurlegt sökum margra áratuga vanrækslu. Nú gengur allvel að setja malbikið á, en skortur á vinnuafli og fjármagni tefur fyrir frágangi á gangstéttum og vejg'arkantum. Einnig er rétt að taka eftir því, að endurbygging á götum í eldri hverfunum er orðin brennandi vandamál, sem þol ir ekki langa bið, en verður því miður að bíða af því að mikið er enn ómalbikað í úthverfunum. 4 13. mí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skútugarn 10 teg. Hjartagarn 6 teg. Sönderborgargarn 6 teg. Nevedagarn 4 teg. Parleygarn 5 teg. Ryagarn Nylongarn Orlongarn Angórugarn Bómullargarn Laugav. 4. FÉLAGSLÍF f' rá Ferðafé Íagi íslands Ferðafélag íslands fer tvær ferð ir á sunnudaginn. Önnur ferðin að Tröllafossi og gengið á Mó- skarðshnjúka. Hin ferðin er út á Krísuvíkurberg og um Selatanga. Lagt af stað í báðar ferðirnar kl. T30 frá Austurvelli. Upp.ýsingar í skrifstofu félagsins símar 19533 og 11798. M.s. Esja fer vestur um land til Akureyrar 16. þ.m. — Vörumóttaka á föstu dag til Patreksfjarðar, Tálknafjarð ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Suðureyrar, Bolungarvikur, ísa fjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar. — Farseðlar seld- ir á föstudag. M.s. Skjaldbreið fer austur um land í hringferð 17. iþ.m. — Vörumóttaka á föstu dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, — Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjaröar, Bakkafjarðar, Þórshafnar Kópa- skers. — Farseðlar seldir á mánu dag. Nýkomnar T.anaerma kvenbíússur Einnig smábarnafatnaður, hentugur í sængurgjafir. Verzlunin Snót Vesturgötu 17. Kðupfélðg austanlands vill ráða mann til gjaldkera- og skrifstofu- starfa. Ennfremur mann til að annast inn- kaup og verzlunarstjórn. Upplýsingar gefur Gunnar Grímsson. starfsmannastjóri SÍS. Auglýsing frá Bæjarsímanum í Beykjavík tiS símnotenda. SÉR - SÍMASKRÁR GÖTUSKRÁ fyrir Reykjavík og Kópavog símnotendum raðað eftir götunöfnum og NÚMERASKRÁ fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog, símnotend- um raðað í númeraröð, eru til sölu hjá Innheimtu landssímans í Reykjavík. Upplag er takmarkað. Verð götu skrárinnar er kr. 250.00 eintakið. Verð númeraskrárinnar er kr. 30.00 eintakið. Bæjarsíminn í Reykjavík, Forskóli fyrir prentnám Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í lðnskól- anum í Reykjavík, að öllu forfallalausu um mán- aðamótin maí-júní. Forskóli þessi er ætlaður fyrir nemendur, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næstunni, og einn- ig bsim nemendum sem eru komnir að í prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skólaném. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans fyrir 28. maí n.k Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar verða látnar í té á sama stað. Iðnskólinn í Reykjavík Félag íslenzkra Prentsmiðjueiganda. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótrn maí-júní og starfar til mánaða móta ágúst-september. í skólann verða teknir unglingar, sem hér segir: Drengir 13—15 ára incl., og stúlkur 14—15 ára incl., miðað við 15 júlí n.k. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára fyrir n.k. áramót. — Umsækjendur á beim aldri verða þó því aðeins teknir í skólann, að nemendafjöldi og aðrar ástæður leyfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar Hafnarbúðum v/Tryggva- götu, og sé umsóknum skilað þangað fyrir 22. maí n.k. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.