Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 5
I Minningarorð: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson VINUR MINN, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur er lát- inn. Útför hans fer fram í dag. Fregnin um lát þitt, kæri vinur, 'kom óvænt, sem reiðarslag. Dag- inn áður en þú varst kallaður burt héðan úr heimi, áttum við tal saman í síma. Hvorugan okkar mun hafa grunað að það yrði okkar síðasta samtal. En örlögin eru á stundum miskunnarlaus og grimm. Kynni okkar hófust fyrir 30 árum síðan. Þau kynni leiddu til vináttu. Þá þegar varst þú orðinn áhriíamikill blaðamaður, en áttir eftir að verða það enn meira. Þú áttir eftir að verða einhver skeleggasti, traustasti og áhrifa- mesti blaðamaður landsins, á mið- þriðjungi þessarar aldar. Og þú áttir eftir að verða óvenjusnjall rithöfundur, sem auðgaðir bók- menntir íslendinga með sagnarit- un þinni, frá harðri lífsbaráttu og þreklegri karlmennsku fólksins í landinu, sem vann hörðum, sigg- grónum höndum fyrir lífstilveru sinni, bæði til sjávar og sveita, oft við þröngan kost og illa að- búð. Bækur þínar, bæði endur- minningabækur og skáldsögur, voru aufúsugestir allra þeirra, sem yndi hafa af fróðleik um hið Vinnandi fólk. Þær voru og eru vinsælar meðal þjóðarinnar. Rit- snilld þín, skilningur og þroski var rauði þráðurinn í ritverkum þínum, hvort heldur þau birtust I bókarformi, blaða- og tímarits- greinum, eða mæltu máli í út- ýárpserindum og víðar. Þú varst eldri að árum en ég, og þú miðlaðir mér oft af vand- 'virkni þinni, samviízkusemi og réttsýni í sambandi við ritstörf. Þú gafst mér oft góðar ábending- ar og ráðleggingar, á þvl sviði, allt frá upphafi kynna okkar. Ég man live þú áttir oft langan vinnudag, bæði þá og síðar, og enda þótt þú gengir ekki heill til skógar, var þrek þitt og vilja- Styrkur óbugandi, svo — að ævin- týri var Iíkast. Þú varst fæddur og alinn upp 1 litla sjávarþorpinu fyrir austan ósa Ölfusár, þar sem brimið svarr- ar við óvarða strönd aðra stund- ina, en lognsær leikur sér í skerjóttu fjöruborðinu hina. Þar kynntist þú, þegar á bernsku- skeiði harðri lífsbaráttu fólksins, sem vinnur þreyttum höndum og lúnu baki fyrir lífsbrauði sínu og sem þú helgaðlr ævistarf þitt. — Þar greyptu dulin mögn sál þína í mót sitt, svo að þú bjóst ætíð yfir ólgandi Hfsskynjun. Þar tendraðist hinn mikli kyndill, er brann innra með þér, með ó- slökkvandi funa, svo að þú varst alla tíð undantekningarlaust heil- steyptur, trúr og sannur málsvari þess fólks, er minna mátti sín, í yfirþyrmandi hrottaleik lífsins, málsvari hinna vinnandi stétta, Flestar gerðir seljast upp jafnóðum. — Sívaxandi fjöldi Skeda- bíia á götum og vegum sannar évéfengjanSega vinsældir þeirra. OeriÖ pantanir strax TÉKKNESKA BIFRE IÐAUMB OÐÍÐ H.F. sem. raunverulega eru lífæð þjóð- félagsins, kyndill, sem leysti úr læðingi margt umrót í þjóðlífinu. Þú talaðir og ritaðir í anda þessa fólks, af ritsnilld þinni, sem mörgum andstæðingum þínum í skoðunum voru oft sár í kaunum og kvikum. En þú varst hvergi smeykur. og lézt aldrei bilbug á þér finna, hver sem í hlut átti, enda varst þú sannur hugsjóna- maður, sem eygðir færar leiðir til bátnandi lífskjara og lífsaf- komu þessa fólks. Þú hafðir lifandi áhuga á öllu því, sem þú tókst þér fyrir hend- ur, og vannst ótrauður að hugð- arefnum þíhum, á hverju sem gekk. í iífi þinu var ailt starf þitt hljómur, hræróig, farfi. Þar réði ríkjum óvenjvleg hjálpsemi og óendanleg seigla, sem mörgu góðu kom til leiðar, fyrir land og þjóð, og þá ckki sízt því fólki, sem lífsstarf bitt var helgað, börnum, gamalmennum. sjúkum, einstæð- ingum, lítilmögnum. Þú fylgdir réttlæti og sannleika af einskærrl einurð, varst fórnfús og sannur maður, sem án hiks gekkst í ber- högg við hvern sem var, ef því var að skipta. í meðvitund minni ljómar minningin um þig, í sterk- um skærleik, með alskæru ívafi sannleika og réttlætis, lijálpsemi og einurð, festu og viljastyrk, fórnfvsi og heiðarleika. Nú þegar þú ert genginn, er horfinn af sjónarsviðinu sá mað- ur, sem ávallt var reiðubúinn að leggja hvorju góðu máli lið, og lét aldrei á sér standa, að taka upp vörn fyrir litilmagnann, — vörn, sem þú ætíð snérir upp í sókn. Slíkur maður, sem þú, er sjaldgæfur. Rödd þín er hljóðnuð, kæri vin- ur minn. Penni þinn ritar ekki fleiri orð og setningar, en með starfi þínu reistir þú þér óbrot- gjarnan minnisvarða, — þann minnísvarða, sem lengi mun léiftra af, í íslenzku þjóðlífi. Þegar ég nú kveð þig hinztu kveðju, er mér harmur í hug. Samt ætti ekki svo að vera, held- ur þakka og gleðjast yfir tilvist þinni hérna megin grafar, þakka fyrir óeigingjarnt starf þitt, unn- ið af fórnfýsi, sannleika, heiðar- leik og eldmóði hugsjóna. Aðstandendum vinar míns, Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar rithöf- undar, votta ég dýpstu og inni- legustu samúð mína. 11. maí 1966. Jónas St. Lúövíksson. SMURT 8RAUÐ Snittur Opið frá kl. 9—23,30 Braö^stofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Hafnarfjörður Vegna malbikunar framkvæmda, verður Reykja- víkurvegi lokað, föstudaginn 13. maí og munu «trætis- vagnar aka Norðurbraut, meðan á því verki stendur. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði. Leiðrétting við Kosninga- * í; handbók Fjölvíss Vrllur varðandi listabókstafi á Blönduósi og í Borg- arnesi eru í nýútkominni Kosningahandbók Fjölvíss. Á Blönduósi er listi sjálfstæðismanna o. fl. sagð- ur H listi, en á- að vera I Iisti. Listi framsóknarmanna o. fl. er sagður I listi, en á að vera H listi. í Borgarnesi er listi Framsóknarflokksins sagður F listi, en á að vera B listi. Notendur bókarinnar eru beðnir að leiðrétta þelta. BÓKAÚTGÁFAN FJÖLVÍS. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. maí 1966 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.