Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 6
EIKA SER Leikfélag Kópavogs: ÓBOÐINN GESTUR Gamanleikur í 2 þáttum eftir Svein Halldórsson Leikstjóri: Klemens Jónsson Lögin útsett af Jan Morávek Undirleik annast Kjartan Sigurjónsson Leiktjöld: Þorgrímur Einarsson ■ Leikfélag Kópavogs sýndi á niánudagskvöld stuttan gamanleik eftir einn forgöngumanna sinna og stofnencía, og heiðursfélaga fé- lagsins, Svein Halldórsson, fyrrum skólastjóra. Sveinn mun hafa leik- ið mcð félaginu flest ár frá stofn- un þess fyrir tíu árum síðan, en hann á sér að vísu miklu lengri léiksögu að baki og mun hafa féngizt við leiklist mestalla ævina, fijumkvöðull leikstarfa hvar sem hann hefur verið búsettur. Upp úr slíku áhugastarfi hvarvetna um lándið, með ekkert í aðra hönd nema ánægjuna að leika, er nú- timaloiklist okkar sprottin, og það eý hinn sami leiklistaráhugi al- nlennings sem ber hana uppi við þroskaðri smekk og viðhorf. Sveinn Halldórsson lýsti því sjálfur i blaðaviðtal nýlega hvern- ig leikrit hans sé tilkomið; það er skrifað til að leysa úr þörf leik- ejndanna vestur í Bolungarvík, þar sbm Iiann bjó í 30 ár, þegar öll ijandhæg verkefni voru uppgengin. Ættarmótið er auðséð við danska vaudeville-leiki sem vinsælastir voru hér á landi um og eftir alda- mótin, stöðug viðfangsefni ung- menna-, bindindis-, íþrótta- og annarra leikfélaga fram undir þennan dag; þessarar ættar er lika Ævintýri á gönguför sem enn reynist í góðu gildi. Þar fer sam- an einfalt, ærslafengið skop og lýsing saklausra ásta og saknæmra í atvikaflækju sem stefnir í ó- leysanlega bendu unz greiðist úr á síðustu stundu, svo allt fer vel að lokum; tegundinni heyra einn- ig til innlagðar söngvísur í leik- inn, bæði ljóðræn ástamál og gam- ankviðlingar undir kunnum söng- lögum. Ættarmótið er auðséð, en ó- neitanlega er leikrit Sveins Hall- dórssonar næsta frumstæð smíð og annmarkar hennar auðsénir þó þess beri að gæta að hér er ekki leitast við að semja skáldskap heldur einungis nothæfa dægra- styttingu á sviðinu. Óneitanlega er mannavillusagan í leiknum harla klúðruð, og fyndnin klúr með köflum, veigamikill þáttur hennar að karlmennirnir í leiknum hátta sig á sviðinu; orðræður eru sjaldn- ast sérlega hnyttnar þó glettnum hugmyndum bregði fyrir. Höfund- ur á í stöðugum vandræðum með að halda samhengi leiksins ljósu fyrir áhorfendum, og þrjótinn í leiknum, brjálæðinginn frá Kleppi sem kemur allri bendunni af stað, missir hann úr höndum sér eftir fyrsta þátt sem er mesta eftirsjá. En höfundinum nægir sem sagt að koma af stað kátlegum uppá- tækjum á sviðinu, gefa leikendun- um tilefni að leika sér; og það má ætla að honum hafi tekizt; ýmis viðbrögð, atvik, tilsvör eru til þess fallin að vekja kátínu. Theodór Halldórsson fer með aðalhlutverkið í leiknum, Geir strokumann, og leikur hressilega og kímilega þó röddin sé æði-stirð með köflum. Aðrir leikendur eru flestir kunnir af fyrri sýningum Framhald á 10. síðu. Sveinn Halldórsson í hlutverki sínu. Ungur læknir á Akureyri spyr: ERUM VIÐ EKKIÖLL SÖMUL JAFNAÐARMENNINNSTINNI? Auður Jónsdóttir og Júlíus Kolbeins. HVERNIG er frá þínum sjónar hól, ástandið í heilbrigðis- og sjúkramálum á Akureyri í dag, og hvað telur þú brýnast er gera þarf í þessum efnum? Astandið er gott en þarf að verða betra að mörgu leyti. Okk ur vantar bæði fleiri sérlærða lækna og almenna lækna. í vor kemur hingað ungur læknir, Guðmundur T. Magnússon, sem vinna mun á sjúkrahúsinu og vonandi einnig hafa sína eigin lækningastofu í bænum. Vænt- um við mikils af liðveizlu hans. Mér segja ábyrgir aðitar að Gissur Pétursson mundi koma hingað að ári, til að starfa hér sem augnlæknir. Hingað vantar mjög tilfinnanlega lærðan svæf- ingalækni og eins h'áls-, nef og eyrnalækni. Við bindum vonir okkar við ákveðna lækna, sem reyndar hafa enn ekki lokið sér námi, svo að of snemmt er að ræða um hvenær þeir eru vænt anlegir. Hér er þörf fyrir sér- fræðing í tauga- og geðsjúkdóm um, en líklega of snemmt að fal ast eftir slíkum, meðan ekki er starfsaðstaða fyrir hann á sjúkrahúsinu. Heilbrigðiseftir- Iitið í bænum er rekið við mjög lélegar aðstæður, sérstaklega hvað húsakynni snertir. Bærinn á að byggja myndarlega heilsu verndarstöð, sem hann lögum samkvæmt á að njóta mikils rík isstyrks til. Þar myndi eftirlit moð barnshafandi konum, ung- barnaeftirlit, berklaeftirlit og al Halldór Halldórsson Framboð Alþýðuflokksins í kaupstöðum og kauptúnxun á Norðurlandi hafa vakið at- hygli meffal annars af þeirri ástæðu, aff margir og myndár legir ungir menn eru þar á listum. Einu þeirra er Hall- dór Halldórssoon læknir á Akureyri. Ritstjóri Alþýffu mannsins liefxu- átt vifftal viff líalldór og birtum við hér meff síðari hluta þess. mennar ónæmisaðgerðir fara fram og ef til vill fleira, svo sem krabbameinsleit og hjart.avernd. Mér er kunnugt um að hér- aðslæknir okkar hefir unnið að undirbúningi slíkrar stöðvar, en ókunnugt um að hið opinbex-a hafi nokkuð aðliafzt enn. Mér. er sagt að Elliheimili Ak’ireyrar hafi verið reist og tekið í notk- un, án þess að leitað væri eftir ráðum eða leiðbeiningum nokk- ui-s læknis. Sennilega er það satt, því að mér vitanlega er eng in aðstaða þar né í Skjaldarvík til að hjúkra sjúklirtgum Elli- heimili Akureyrar er fyrirmynd ah„hfimili*?, en þar er brýn, þörf fyrir sjúkradeild fyrir gam alt fólk og ætti þá að sjáifsögðu að fastráða lækni við E A. Starfsbróðir minn sem er við nám erlendis, ski-ifaði heim á þessa leið: „Eftir því sem ég sé fleiri spítala verður mér stöðugt ljósari sú staðreynd hve FSA er mikil fyrirmyndarstofnun“. Vissulega hlýtur ,þetta að gleðja okkur öll. En gott skal verða betra. Þegar er meira en ár liðið síðan því var lýst yfir opinber- lega að undirbúningur væri haf- inn að stækkun spítalans þó verða byggingarframkvæmdir ekki hafnar á ’þessu ári, eftir því sem ég bezt veit. Vonandi verður viðbyggingin langt kom- in áður en fú bæjarstjórn er við kjósum í vor fer frá völdum. Reyndar yrði það methraði á siúkrahússbyggingu hérl endis, l en nú er lika tími til kominn að sýna betri vinnubrögð á því sviði. Tilfinnanlegastur er skort ur sjúkrahússins á vinnuplássi, Framhald á 10. síffu. 6 13. maí 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.