Alþýðublaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 3
Hongkong, 13. júní. (ntb-reut. Umfangsmiklar björgunarað- gerðir voru skipulagðar í Hong- kong í dag eftir hin miklu flóð og skriðuföll um helgina er kostað hafa að minnsta kosti 44 manns lífið. Varað hefur verið við áfram haldandi úrkomu og hættu á nýj- um skriðuföllum. í þessari boi’g offjölgunar leit- AÐFARANÓTT laugardagsins 4. júni sl. féll færeyskur maður í Reykjavíkurhöfn og drukknaði. Rannsóknarlögreglan biður leigu- bílstjóra, sem ók þessum manni og félaga hans út á Faxagarð, rétt áður en slysið skeði, að hafa sam band við sig sem fyrst. Kristinn Árrnanns son, fyrrverandi rektor, látinn ar fólk að ættingjum sínum í leðju og moldarhaugum, sem flóð in og skriðuföllin hafa skilið eft- ir sig. Óttazt er að margir hafi farizt þegar skriður féllu yfir litla og óhrjálega kofa, sem margar fjölskyldur bjuggu í. Yfirvöldin og líknarfélög liafa ekkert til sparað í björgunarstarf- inu. í sumum hverfum eru mat- væli á þrotum þar sem skriðuföll hafa lokað vegum og járnbrautum. Brezka flugvélarskipið „Eagle”, sem er í heimsókn, sendi þyrlur með vistir til einangraðra svæða samtímis því sem unnið var að því að. opna vegina. Útvarpið hvetur fólk til að halda sig innan dyra og skólum og nokkrum skrifstofum hefur verið lokað. í miðborginni ríkir hálfgert öngþveiti, djúp leðja er á götun- um og bifreiðar eins og forar- haugar. Víða er rafma(gnslaust og vatnslaust. KUISTINN Ármannsson, fyrrver- andi rektar Menntaskólans í Reykjavík lézt í fyrradag á sjúkra húsi í London. Banamein hans var hjartabilun. Var hann að koma úr Grikklandsför ásamt konu sinni og liafði kennt lasleika í ferðinni. Kristinn Ármannsson var fædd ur 28. september 1895 að Sax hóli í Breiðuvík. Hann lauk stúd entsprófi 1915 og cand. mag. prófi í latínu, grísku og ensku frá Kaup ínannahafnarháskóla 1923. Sama ár var Iiann skipaður kennari við' Menntaskólann í Reykjavík. Yfir kennari var hann þar um margra ára skeið og rektor 1957 — 1965 er hann lét af störfum sökum ald uris. Ilann kenndi jafnframt grísku og latínu við Háskóla íslands og um margra ára skeið annaðist hann dönskukennslu í Ríkisútvarp inu. Hann sanidi kennslubækur bæði í dösku og latínu. Kristinn Ármannsson Iætur eftii’ sig konu, Þóru Árnadóttur, og þrjú uppkomin börn. Heiídaraflinn tvo fyrstu mánuðina í SKÝRSLU Fiskifélags íslands sem nær yfir tvo fyrstu mánuði áranna 1965 og 1966, getur að líta yfirlit yfir veiðiskap landsmanna umrætt tímabil, bæði eftir tegund- um og verkunaraðferðum. í jan. og febr. 1965 var heildar- aflinn 129,480,291 kíló, miðað við fisk upp úr sjó. Þar af er togara- fiskur 8,479,698 kíló. Veiðin fyrstu tvo mánuði ársins 1966 er sam- tals 113,866.526 kíló, þar af 6,868,- 576 kíló togarafiskur. í tölunum frá fyrra ári er síldarmagnið 48,- 765,212 kíló og loðna 30,734,497 kg. Fyrstu tvo mánuði þessa árs varí síldveiði 17,248,056 kg. og loðna 63,971,106 kg. Á fyrra ári fóru 34,348,436 kg. af þorskaflanum í frystingu og söltun, en 49,750,113 kg. fóru í herzlu, niðursuðu, mjölvinnslu, innlenda neyzlu og ísfisk. Humar- og rækjuafli var samtals 230,469 kg„ en fyrstu tvo mánuði þessa árs 305,209 kg. Konungskórónan mátuð á Gunnar Björnstrand, en hann leikur Sigvarð í kvikmyndini um Hag- barð og Signýu Hægra megin við hann er Eva Dahlbeck, sem leikur drottningu hans. Bæði eru þau þekkt fyrir fjölmörg hlutverk í sænskum myndum. Með þeim á myndinni er Gitta Hænning. sem leikur Signýu. Gitte er aðallega þekkt sem söngkona. Hefur hún m. a. sungið hér á landi, Kvikmyndun Rauðu skikkj- unnar hefst í næsta mán. FJÖLDI leikara frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð komu saman í Asa kvikmyndaverinu í Lyngby sl. fimmtudag, ásamt framkvæmdastjórum þriggja kvikmyndafélaga. Verið er að leggja síðustu hönd á undir- búning kvikmyndunar á sög- unni um Hagbarð og Signýju, sem tekin verður á íslandi í sumar. Búið er að skipa í öll stærri hlutverk sem flest eru í höndum frægra leikara. Eins og áður hefur verið sagt frá verður Gabriel Axel leikstjóri og samdi hann einnig handritið í samvinnu við Frank Jæger. Lokið er við að byggja tvo konungsgarða sem bráðlega vei’ða fluttir til íslands og sett- ir hér upp, en öll útiatriði myndarinnar verða tekin liér- lendis. en inniatriði í Stokk- hólmi. Myndatökurnar hér fara fram í júlí og ágúst. Alls koma um 60 manns liing Frh. á 14. síðu. Sænsku leikaramir HSkon Jahnberg og Lisbeth Movin eru hér ásamt danska leikaranum Johannes ! > Meyer og leikstjóranum Gabriel Axel Aðalfundi Sambandsins lokið Aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Bifröst lauk á laugardaginn 11. júní. Á föstudag stóð fundur allt til miðnættis. — Ui’ðu miklar umræður í tilefni af skýrslum forstjóra og framkvæmda stjóra hinna ýmsu deilda. Snérust þær einkum um þá miklu ei'fið- leika sem sívaxandi verðbólga veldur í rekstri kaupfélaganna og Sambandsins. Á fundinum flutti forstjórinn Erlendur Einarsson erindi sem hann nefndi Nýja strauma í samvinnustarfi og fjall- aði einkum um athuganir, sem fram hafa farið á vegum Alþjóða sambands samvinnufélaganna á þeim breytingum, sem verið er að gera á skipulagi og rekstri kaup- félaganna í mörgum löndum heims til þess að mæta nýjum viðhorfum og vaxandi samkeppni og gera reksturinn hagkvæmari og auka þjónustu. Þá flutti einnig erindi Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, sem var gestur fundarins. Fjallaði það um land- bxinaðarmál og einkum um þær ráðstafanir, sem verðlagsráð land- búnaðarvara hefur nýverið gert um innvigtunargjald á mjólk, verð lækkanir á smjöri og fleira. Á laugardag hófst fundur kl. 9 með umræðum í tilefni af erindi Gunnars Guðbjartssonar. Tóku margir til máls. Snérust ræður manna einkum um verðbólguna og þá miklu erfiðleika, sem verð- bólgan veldur landbúnaðinum. Lögð var fram eftirfarandi til- laga og samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Sambands ís- ( lenzkra samvinnufélaga haldinn að Bifröst 10,—11. júní 1966', beinir þeim eindregnu tilmælum til Seðlabanka íslands og viðr skiptabankanna, að þeir hækki afurðalán vegna landbúnaðaraf- urða upp í það hlutfall er gilti um þær á sl. ári. Frh. á 13. síðu. ALÞÝUBLAÐIÐ - 14. júní 1966 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.