Alþýðublaðið - 14.06.1966, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.06.1966, Qupperneq 4
ED££MI> Btiatjórar: Cylfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstí5marfuU- trúl: EiOur GuOnaaoo. — Simar: 14900-14903 — Auglýaingaaimi: 14900. ASae'.ur AlþýOuhúsiO vlO Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmlöja Alþýöu bUOalna. — AakrUtargJald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 6.00 elntakitt Utgefandi AlþýOuflokkurind. Bæöi meÖ og móti Fyrir nokkrum dögum mátti enn lesa í Tímanum þá fjarstæðu kenningu, að Framsóknarflokkurinn hafi að miklu leyti tekið við því hlutverki hér á landi, !sem jafnaðarmenn gegna á hinum Norðurlöndun- !um. Hefur áður bólað á þessum draumórum. en sjaldan hafa þeir verið eins fjarri veruleikanum !og nú. Framsókna.rflokkurinn var upphaflega stofnaður sem frjálslyndur umbótaflokkur, en hann hefur orðið íhaldssamari og meiri hentistefnuflokkur með hverju ári. Það er höfuðeinkenni á Framsóknarflokknum í \ dag, að hann hefur enga stefnu, en reynir að vera báðum megin í öllum meiri háttar málum. Þannig voru framsóknarmenn á Alþingi bæði með og á móti ólbræðslunni og kísilgúrverksmiðjunni. Þeir þykjast vera á móti verðbólgunni, en heimta meiri útlán, ’meiri framkvæmdir, hærri álagningu, hærra mjólk- urverð og margvíslegar aðrar ráðstafanir, sem magna verðbólguna. Framsóknarmen'n er af mörgum ástæðum óskildir norrænum jafnaðarmönnum, hversu mjög sem rit- stjórar Tímans gera sér dátt við þá. Framsóknar- menn hafa í 35 ár barizt á móti þeim mannréttind- um að atkvæði allra landsmanna séu jafn áhrifamikil í kosningum. Framsóknarmenn hafa aldrei staðið að meiri háttar breytingum á tyggingalöggjöf eða öðr- um áhugamálum jafnaðarmanna, nema fyrir kröfu Alþýðuflokksins. Hafi Alþýðuflokkurinn ekki verið jí ríkisstjórn, eins og á sjórnarárum Framsóknar- og jSjálfstæðismanna, voru tryggingamálin látin sitja á 'hakanum. Þá hafa Framsóknarmenn verið reikulir í l utanríkismálum og reynt að vera bæði þjóðvarnar- menn og NATO-menn. Allt eru þetta einkenni á stjórnmálaflokki, sem ^alls ekki geta átt við jafnaðarmenn á Norðurlöndum. iFramsóknarflokkurinn reynir að vera frjálslyndur eða Íjafnvel róttækur, þegar hann er í stjórnarandstöðu. Hins vegar sýnir reynslan, að hann verður allra jflokka íhaldssamastur, þegar hann sezt í ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn er nú undir forustu manna, sem mótuðust af stjórnmálum kreppuáranna fyrir stríð. Hinir yngri menn, er vafalaust eiga eftir að gerbreyta Framsóknarfloknum, ráða þar enn litlu jsem engu. Flokkurinn er í stjórnarandstöðu og hef- jur undanfarin ár aukið nokkuð fylgi sitt, ýmist með !því að beita peningavaldi sínu eða lokka til sín fylgi jóánægðra kjósenda. Hvorugt mun endast lengi, held- íur hrynja af flokknum ef hann kemst aftur í ríkis- istjórn og verður að taka afstöðu til mála. Þar er ekki íhægt að vera bæði með málum og á móti þeim. Þá jmun hinn róttæki svipur hverfa- af andliti maddöm- lunnar. 4 ALÞÝUBLAÐJO - 14.' júní 1966 Koparpípur og tiennilokar, F’ittings," Ofnakranar. Tengikranar Slöngukranar, Blöndunartæki. iurstafeit byggingarvöruverzlnn Kéttarholtsvegi 3 Simi 3 88 40 Pússningasandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir ai Pússningasandi heiin- iiuttun) og blásnum ini) Þurrkaðar vikurplótur og einangrunarplas' Sandsalan við Elliðavog s.f. Elliðavogi 115 sími 30120. © Andersen & Lauth hf., LÉTTUR OG ÞÆGILEGUR SPORTJAKKl FÆST AÐEINS HJÁ OKKUR VEIÐITIMINN er nú liafinn í ám og vötnum. Veiðimennskan er holl og góð íþrótt, sem veitir möi-gum innisetumanninum Icærkomin tækiíæri til útivistar á sumrin. — Skiptir þá ekki öllu máli, að eftirtekjan sé sem mest, úti- "æran og snerting við náttúruna skiptir öllu meira máli. ★ SPORT RÍKA MANNSINS. Laxveiðar eru nú sport ríka mannsins á íslandi. Ekki er aðeins, að útbúnaður allur sé mjög dýr, heldur hefur veiðileigan liækkað gífurlega undanfarin ár og er nú svo komið, að næsta fáir geta leyft sér þann munað að renna fyrir lax. Hækkun veiðileyfanna á sér vafa- laust margar orsaklr. En ein þeirra er þó tvímæla- laust sú, að ýmis stórfyrirtæki íslenzk, hafa tekið upp þann sið, að yfirbjóða góðar ár heilt sumar eða yfir bezta veiðitímann. Árnar nota siðan for- stjórar fyrirtækjanna til að skemmta sér og sínum helztu vildarvinum. Margvísleg stórviðsklpti hafa áreiðanlega verið til lykta leidd í slíkum veiðiferð- um forstjóra og viðskiptavina. ★ HÁSKALEG ÞRÓUN. Hér er vissulega um háskalega þróun að ræða. ísland er auðugt land af ám og vötnum og víðast er nokkur fiskur. Ef heldur sem horfir í þessum efnum, verða það innan skamms algjör sérréttindi hinna fáu og ríku að geta losnað úr viðjum starfs og hversdagsleika með því að bregða sér í veiðiferð. Það sem liér þarf að gera, er í rauninni ofur einfalt. Ríkið þarf að eignast allmarg- ar góðar veiðiár, þar sem almenningi yrði síðan gefinn kostur á að renna fyrir fisk gegn sann- gjarnri þóknun, og þetta þarf að gerast fyrr en síðar. Með þessu móti mætti auðveldlega koma í veg fyrir að þessar veiðar verði sérréttindi for- stjóra auðfélaganna. og viðskiptavina þeirra, sem þeir þurfa að hressa eða gleðja á einhvern hátt. Sums staðar erlendis mun sá hátt- ur hafa verið tekinn upp, að hið opinbera hefur með öll veiðimál í ám og vötnum að gera. Hví ekkl íara inn á þá sömu braut hér? > ★ SILUNGUR OG MURTA. — Það eru fleiri fiskar f ám og vötnum, en laxinn, kynni nú einhver að segja. Víst er það satt og rétt. í Þingvallavatni, sem er vinsæll veiðistaður hjá Reykvíkingum er hægt að fá ódýr veiðileyfi. En þar er oft næsta lítil veiði, að miunsta kosti, ef veitt er frá landi í Vatnsvík- inni. Því hefur heyrzt, að ekki sé mikil veiðivon þar, því víkin sé bókstaflega girt af með netatross- um og inn fyrir netin sleppi ekki nema smákvik- indi. Væri vissulega fróðlegt, ef viðkomandi aðilar vildu staðfesta hvort hér er rétt með farið. Ef svo er, er líklega eins gott að hætta að blekkja fólk með því að selja þarna veiðileyfi. ★ ÍÞRÓTT FYRIR ALLA. Veiðimennska er íþrótt, sem all- ir geta stundað, ungir sem gamlir og karlar sem konur. Með vaxandi kyrrsetum og inniveru er borgarbúum hollt að hreyfa sig og njóta útilofts, þó ekki sé nema dagstund á ár- eða vatns-bakka. Það verður að stemma stigu við þeirri þróun, sem nú er orðin, og gera raunhæfar ráðstafanir til þess að allir sem vilja og geta, geti iðkað þessa íþrótt. í landi þar sem er jafnmikið af ám og vötnum og hér er, má veiðimennskan aldrei verða forréttindi ríki-ar yfirstéttar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.