Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1966, Blaðsíða 3
Stjórnarmenn Flugfélags íslands A blaðamannafundin- um í gser, frá vinstri: Thor R. Thors, Óttar Möller, Björn Ólafsson, Jakob Frí- mannsson, Örn Johnson, framkvæmdastjóri, Bergur G. Gíslason og Sigtryggur Klemenzson. Að baJci þeim situr Jóhann Gíslason, yfir- maður flugrekstursdeildar Flugfélags íslands. : 'íKí: Samningar undirritaðir um kaup á Boeing 727 - C Reykjavík OÓ SAMNINGAR um þotukaup voru undirritaðir í gær milli Flugíélags íslands og Boeingverk smiðjanna. Hefur Flugfélagið þar með fest kaup á þotu af gerð Fengn gallaða kaffi- sendingu - sföðva sölu Reykjavík. — Komið hefur í ljós, að síðasta kaffisending, sem O. Johnson & Kaaber fékk frá Brazilíu stenzt ekki þær gæðakröfur, sem fyrir- tækið gerir og því hefur það á- kveðið að stöðva framleiðslu og dreifingu á þessu kaffi, en í frétta tilkynningu, sem blaðinu hefur bor izt frá fyrirtækinu, segir, að bú azt megi við að eftir viku eða þar um bil verði Kaabers-kaffi aftur fáanlegt í verzlunum hér. Frétta- tilkynning O. Johnson & Kaaber fcr hér á eftir: Innkaupum Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf. er hagaö þannig, að kaffið er keypt í Brazi- líu og flutt frá útskipunarhöfnum þaðan til íslands með umskipun í 'Evrópuhöfn. Síðasta sendingin, IWMttMMWWWWWtWWWi Skemmtiferð Kvenfélagsins KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Rcykjavík fer skemmtiferff á Snæfellsnes dagana 19. og 20. júlí. Upp- lýsingar eru gefnar í símum: 14313, Katrín Kjartansd., 10488, Aldís Kristjánsd., 12497, Kristbjörg Eggerts dóttir. itttttttttMtwttvwttwvmtttti sem kom til landsins, var tekin til brennslu og dreifingar fyrir nokkrum dögum. Mjög bráðlega kom í ljós, að vörugæði þessarar sendingar voru eigi sem skyldi, og fór það ekki milli mála, að bragð- gæði voru önnur og verri heldur en vera bar samkvæmt þeim kaup- um, sem gerð höfðu verið. Á þessu stigi málsins skal það tekið fram, að kaffi það, sem keypt er fyrir Kaffibrennslu O. Johnson & Kaab- er hf. í Brazilíu, er ávallt hæsti gæðaflokkur af Rio-kaffi, og eru öll tiltækileg ráð nýtt, til þess að tryggja að eingöngu beztu gæði séu raunverulega send. Er í þessum til gangi notuð þjónusta óvilhallra mats-stofnanna, sem starfa undir opinberu eftirliti. Nú er það hins vegaraugljóst, að einhvers staðar hefur hlekkur brostið í sambandi við tryggingu þess, að bragðgæði þessarar sendingar yrðu sem skyldi en að sjálfsögðu verður það mál- efni rannsakað niður í kjölinn. Það hefur ávallt verið staðföst ákvörðun Kaffibrennslu O. John- son & Kaaber hf., að aldrei yrði slakað á hinni áratuga gömlu og hefðbundnu ákvörðun, að fram- leiðsluvara fyrirtækisins skuli á- vallt vera í hæsta gæðaflokki. Nú er hins vegar í fyrsta skipti svo komið, að Kaffibrennslan hefur fengið hráefnabirgðir, sem ekki svara þessum kröfum, og með hlið- sjón af framanskráðu hefur stjórn fyrirtækisins, eftir nákvæma yfir- vegun, ákveðið, að þar sem hráefni þetta fullnægir ekki framangreind- um gæðakröfum, sé það ónothæft til framleiðslu fyrir O. Johnson & Kaaber kaffi. Því er augljóst, að um enga leið er að ræða aðra en þá, að stöðvuð verður framleiðsla og dreifing á O. Johnson & Kaaber kaffi, þangað til tekst að afla hráefnis, sem svar ar þeim kröfum um gæði, sem að framan er lýst. Þykir því stjórn Kaffibrennslu O. Johnson & Kaab- er hf. mjög leitt að þurfa að til- kynna viðskiptavinum sínum, að um nokkurra daga skeið verður O. Johnson & Kaaber kaffi eigi fáan- legt á markaðinum. Nú þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að kaupa frá kaffiseljendum í Evrópu birgðir af Rio-kaffi í hæsta gæða- flokki, og verður framleiðsla og dreifing hafin á ný, strax og þess- ar birgðir berast til landsins. Má búast við að þetta taki allt af viku tíma. inni Boeing 727C. Kaupverðið er nær 350 milljón króna, eru þá meðtaldir varahlut'ir og varahreyfl ar. Þotan verður afhent i maí- mánuði næsta vor. Smíði hennar er þegar hafin. Samningana undirrituðu af hálfu Flugfélags íslands Birgir Kjaran, formaður stjórnar félags ins og Örn Johnson, forstjóri. Af hálfu Boeingverksmiðjanna undir ritaði mr. Roth samninginn. en hann er yfirmaður samningardeild ar félagsins. Að loknum samningaundirskrift um boðuðu stjórnarmenn Flugfé- lags Islands blaðamenn á sinn fund og skýrði Örn Johnson frá kaupunum. Sagði hann að nú væri lokið miklu starfi FÍ í sam bandi við þessi mál. Nokkur ár eru liðin síðan forráðamönnum Flugfélagsrns hefði orðið Ijóst að endurnýja ' þyrfti flugvéiakost þess, vegna örar þróunar í flug málum, bæði í innanlandsflugi og utanlandsflugi. Hafist var handa um endurnýjun flugvéla til inn anlandsflugs, sem nú er lokið í bili með tilkomu tveggja Fokker Friendshipflugvéla. Þegar sá á- íangi var vel á veg kominn, var snúið að undirbúningi flugvéla kaupa til millilandaflugs. Þrjár nefndir, sem í voru 9 manns alls, unnu að athugunum á þessu máli og er þær skiluðu áliti var samhljóða niðurstaða þeirra að ekki léki vafi á að 727C mundi bezt henta flugfélag inu. þegar hafist væri handa um þotukaup. í Flugfélag íslands greiðir nú 10% af kaupverði þotunnar og 80% verða tekin að láni hjá banda rískum bönkum. Ríkisábyrgð hef ur verið veitt fyrir lánunum. Vegna þotukaupanna hefur stjórn Flugfélagsins ákveði'ð að auka hlutafé um 40 millj kr. á næstu þrem árum. Eins og frá hefur verið skýrt var ríkisábyrgðin veitt með því skilyrði að þotan verði gerð út frá Keflavíkurflugvelli. Forstjór- inn kvað þessa ákvörðun hafa valdið nokkrum vonbrigðum. Þota af þessari gerð gæti notast við stuttar flugbrautir og þegar flugvéllirnir á Akureyri og Egils stöðum hafa verið malbikaðir gæti komið til greina að not.a hana til innanlandsflugs. Ekki er enni ákveðið hvort öll starfsemi I sam banli við utanlandsflug verður flutt til KeflavíkurflugvaUar. Þegar þotan bætist í fJugflot ann verða tvær af þrem miUi- landaflugvélum FÍ seldar, Vis- count flugvélin og önnur Cloud masterflugvélin. Hin verður starf rækt áfram og notuð sem var» flugvél fyrir þotuna og annarra ferða. Á mesta annatíinannm kem ur þotan til með að fljúga tvær ferðir milli íslands og Danmerk ur á dag, með viðkomu í Glas- gow og Osló. Flugþol 727C er svo mikið að þotan þarf ekki vara flugvelli hér á landi. Eldsneytis Frh. á 14. síðu. > Orlofsdvöl hafnfirzkra t kvenna Orlofsheimilið í Lambhagai við Straumsvík, sunnan Hafnarfjafðar er nú starfandi. Öllum hafnfirzk- um konum, sem þess óska, er boð- in 10 daga ókeypis dvöl á heimil- inu. Ráðskona er frú Ruth Guð- mundsdóttir. Konur eru hvattar til að koma og njóta þeirrar einstæðu náttúru- fegurðar, sem I,ambhagi hefur upp á að bjóða. Þetta er síðasta sum- arið, sem hafnfirzkar .konur eigá þess kost að dvelja þar, vegna þeirra stórframkvæmda, sem fyr- irhugaðar eru. Þetta er 12. starfsár orlofsheim- ilisins. Frá árinu 1960 hafa þau heið- urshjón, frú Sólveig og Loftur Bjarnason sýnt þann höfðingsskap og skilning á orlofsheimilum hafn- firzkra kvenna, að lána hús sitt Lambhaga endurgjaldslaust fyrir þessa starfsemi, og verður það aldrei fullþakkað. í orlofsnefnd Kvenfélagsihs „Sunnu” eru, Sigurrós Sveinsdótt- ir, sími 50858, Soffía Sigurðar- dóttir, sími 50304, Gróa Frímanns dóttir, sími 50661. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 16, júlí 1966;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.