Alþýðublaðið - 16.07.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 16.07.1966, Page 4
RH«tJórar: Gylíi Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RltstfóriiarfuU. trúi: SKJur GuBnason. — Simar: 14900-14903 — Auglýalngaaiml: 1490«. A8aetur AlþýOuhúalO vlO Hverflsgötu, Reykjavik. — ProntsmlSJa AlþýOu biaOdna. — Aakrtftargjald kr. 95.00 — 1 lausasðlu kr. fi.CO elntakift. Utgefandi Alþýöuflokkurlnfl. Of mikil hækkun ÞEGAR verðhækkanir eru eins miklar og þessa ’daga, freistast mörg fyrirtæki til að hækka vöru ,sína eða þjónustu meira en brýn nauðsyn krefur. Gera menn þetta til að auka gróða sinn, ef um bann er að ræða, eða bæta hag fyrirtækja og safna fé tíl framkvæmda. Telur þá hver og einn, að ekki muni um einn kepp’í sláturtíð, en í heild eru þess- ,ar óþörfu hækkanir án efa mikill liður í verðbólg- unni. Ráðamenn Reykjavíkurborgar virðast heldur gá- dausir í þessum efnum, er þeir demba yfir borgarana hverri hækkuninni á fætur annarri og þeim ekki smá vægilegum. Ber þar mest á 30% hækkun á taxta Ritaveitunnar, og munu borgarbúar finna sárt til bennar, þegar hausta tekur og upphitun húsa verð ur auki'n. ' Bárður Daníelsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokks- in?, barist harðlega gegn svo mikilli hækkun í borg arstjórn. Hann taldi, að hitaveitan yrði að fá ein- hverja hækkun. hjá því yrði ekki komizt, en 30% íværi of mikið. Taldi hann, að 20% væri nógu mikil 'hækkun og gerði tillögu um þá upphæð. Sú tillaga var felld af meirihluta horgarstjórnar. Bárður taldi fráleitt að hafa gjöld hitaveitunn- ,ar svo há, að fyrirtækið gæti lagt fram 50% af kostn aði nýrra framkvæmda af eigin fé. Ef hækkunin nú væri aðeins 20%, mundi Hitaveitan þó geta lagt íram sjálf 33% og væri það mjög eðlilegt um slík fyrirtæki. Það er að sjálfsögðu gott, að fyrirtæki :geti lagt fram mikið af eigin fé til framkvæmda, en það er vafasamur ávinningur fyrir þjóðina í heild, ef magna þarf verðbólgu til að bæta hag fyr irtækjanna, eins og nú er gert. Bárður Daníelsson hefur í þeim umræðum, sem nú hafa orðið um málefni hitaveitunnar, hent á veigamikið atriði, sem snertir hag horgarbúa. Það er sú staðreynd, að sumir fá heitara vatn í hús sín en pðrir, og þar með meiri hita, en allir verða að greiða sama verð fyrir vatnsrennslið. Er vitað mál, að munað getur 20—30 gráðum á hita vatnsins í einátökum borgarhverfum. - » Bárður flutti tillögu um að þetta mál yrði athug- að ög Ieitað að leiðum til að bæta úr þessu misrétti. Var sú tillaga hans samþykkt með smávægilegri breyt in|á borgarstjóra. Kann svo að fara, að þessi barátta B|rpar verði til þess að rétta hlut mörg þúsund heim ilæ j Reykjavík, sem hafa orðið fyrir mestum skakka föllurn hvað hita vatnsins snertir. Hið eina rétta er nð selja hitann, sem fólk fær, en ekki vatnsmagn ið -’éitt. Er líklegt, að tæknileg leið finnist til að 'koma fram réttlæti í þessum efnum, eða draga úr því óréttlæti, sem fólk hefur þolað um langt árabil. 4 16. júií 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lark filterinn er þrefaldur. Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna * LÖMÁL PENINGANNA. LÖGMÁL PENINGANNA virðist alis staðar eiga að gilda nú á dögum, eins og það h-efur raunar lengi gert. Meira að segja í Sovétríkjunum eru atvinnutæki nú í vaxandi mæli dæmd eftir því, hvort reksturinn ber sig eða ekki. Þetta lögmál á víða vel við. Það er eðlilegt að gera þær kröfur til flestra þátta fram leiðslu og þjónustu, að þeir eigi að skapa sér tekj ur, sem hrökkva fyrir útgjöldum, að ekki sé meira sagt. En til eru þau fyrirtæki, sem ekki mega fara eftir lögmálinu að öllu leyti. Engum dettur í hug að ætlast til þess, að skólar, barnaheimili, sjúkrahús eða fjölmargar aðrar þjónustustofnanir beri sig án þess að hið opinberra greiði ttí þeirra. ★ HVAÐ UM STRÆTIS V AGNA? En hvað þá um strætisvagna? Þeir veita nauðsynlega þjónustu, enda mundu þúsundir manna eiga erfitt með að komast á milli, verða innilokaðir og ófrjálsir, ef tíðar strætisvagnaferðir væru ekki um svo stóra borg sem Reykjávík er. Nú hefur það gerzt á síðustu ár- um, að bifreiðaeign borgarbúá' héfur aukizt gífur- iega Við þetta hefur farþegafjöldi strætisvagnanna rninnkað (eða vaxið mun minna en ella), og hefur fyrirtækið því tapað miklum tekjum. Þarf því ekki að koma neinum á óvart, þótt fjárhagur þess krefjist aukinna tekna, enda þótt dýrtíð og hærrl launagreiðslur kæmu ekki til. i ★ Á AÐ REFSA ÞEIM, SEM EKKI EIGA BÍLA? Það er mikið óréttlæti ef fargjöld ■strætisvagna hækka vegna aukinna bifreiðaeignar borgarbúa. Þá er hinum efnaminni (þar á meðal gamla fólkinu, börnum og unglingum) refsað fyrir aukna velmegun allra hinna, sem geta keypt sér bíl. Hvers konar framkoma væri það af hálfu þjóð- félagsins? Þessi þróun má ekki verða. Réttlætið krefst þess að betur sé haldið á málum en að þyngja álögur á þeim efnaminnstu vegna bílakaupa hinna efnuðu. Úr því minnst er á strætisvagna, er ástæða til að minna á tillögu, sem Soffía Ing- varsdóttir flutti í borgarstjórn fyrir nokkru. Hún lagði til að gamla fólkið fengi ókeypis far með strætisvögnum til að greiða fyrir ferðum þess um bæinn, meðal annars til að heimsækja börn og barnabörn. Þessi tillaga liefur ékki fundið hljóm- grtinn. í stað þess verður gamla fólkið víst að greiða hærri fargjöld í framtíðinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.