Alþýðublaðið - 16.07.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 16.07.1966, Side 6
Glugginn Sigraðist á erfiðleikunum Áriö’ 1963 fékk Pat Neal Oskar- verðlaun fyrir leik sinn í kvik- myndinni Hud frændi, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Fyrsta hlutverk hennar eftir veik indin verður í Strindberg leikriti, sem flutt verður í brezka sjón- varpið. En mesta sigur sinn hefur Pat unnið í einkalífinu. Hún og maður hennar, enski rithöfundurinn Ro- ald Dahl, hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru, en hafa sýnt fádæma kjark og stillingu. Þau hafa nú verið gift í 13 ár og eiga fjögur börn. Hið yngsta, dótt irin Lucy, fæddist í ágúst í fyrra, sex mánuðum eftir að móðir henn ar fékk heilablóðfall. Pat Neal lá þá fyrir dauðanum og 7 klukku- stunda skurðaðgerð bjargaði lífi hennar. Læknarnir voru hræddir um að þessi mikla skurðaðgerð myndi valda óbætanlegum skaða á fóstrinu, en begar’ Lucy fæddist var liún fullkomlega eðlilegt og heilbrigt barn og fæðingin gekk vel og samkvæmt því, sem Pat sjálf saeði. var þetta hennar auð' veldasta fa;ðing. Síðan hafa foreldrarnir oft kall að Lucy „litla póstkröfubarnið", þvi að ákvörðun læknanna um að eyða ekki féstrinu vnr gerð eftir að röntgenmvndir höfðu verið sendar frá Hollvwood. Árið 1960 varð fiölskyldan fyrir því áfalli. að einkasonurinn varð fyrir bíl í New York. Hann kastað- ist við högeið aftan á strætisvagn. Síðan hefur drengurinn stöðugt í átta ár orðið að gangast undir miklar heiJaaðgerðir. Árið 1963 kom bó þyngsta á- fallið, þegar elzta dóttirin veiktist Patrjcia Neal. skyndilega af heilahimnubólgu og lézt af því. Og hvað segir Patricia Neal sjálf um hugtakið huglekki? — Hugrekki er ekki meðfætt — það kemur með reynslu. Þegar ó- höpp henda, fær fólk áfall og spyr: Hvers vegna endilega ég? Og þá eru menn ekki hugrakkir. En eftir nokkra stund má finna að líkaminn hefur byggt upp nokk- urs konar mótstöðuafl. Ég tek fram, að það er allt og sumt, og það má kalla það einhvers konar hugrekki. Átján mánuðum eftir að hún fékk heilablóðfall, s.em gerði hana mállausa, hálfblinda og máttlausa í hluta líkamans, hefur nú Pat- ricia Neaj náð það góðri heilsu að hún ætlar að taka til við að le’ka aftnr. Hún hefur nú fengið máttinn aftur, sjónin er næstum komin aftur og nú hefur hún fullt vald á málinu. En hún segir — Enn er miög erfiti fvrir mig að lesa og bví einn ig að læra hlutverk. Voðvarnir í bæeri hlutn lik»m»ns eru heldur ekki búnir áð fá fullan mátt, en bað batnar þó dag frá degi. Konurnar í Mexico City hafa nú tekið upp 2000 ára gamlan sið: Þær hafa byrjað að skreyta sig með lifandi bjöllum. í öllum fín- ustu hanastélsboðunum I höf- borg Mexico eru bjöllurnar sjálf- sagðar og margir hafa rekið upp stór augu, þegar fjögurra senti- metra löng skorkvikindi hafa tekið að skríða um axlir kvennanna. Kona ein, sem nýlega kom í sam kvæmi og hafði nokkrar bjöllur til skreytingar, sagði frá því, að í fyrstu hefði hún ekki vakið neina athygli, en eftir því sem á Jeið og lækkaði í glösunum fóru biöllurnar að fara á kreik og skriðu niður axlir konunnar. — Áhrifin voru stórkostleg, sagði konan, að minnsta ko=ti á þá, sem höfðu lokið úr nokkrum glösum. Sumir karlmennirnir yfir gáfu samkvæmið og sögðust aldrei ætla að smakka brennivín framar. Sú bjöllutegund, sem konurnar ncta, finn^t í frumskógum Suður- Mexico og Maya-konurnar notuðu bær mjög til skrauts, einnig not- uðu bær ljósorma í hár sitt. Niðj ar Mayanna, Lacandon-indjánarn- ir nota ennþá ljósorma — geymda í krukkum — til að lýsa uPP á dimmum kvöldum. £ 16. júlí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ’ \ ' '•// í Ý>.. Bezique-borðið í dagstofunni. Þar eru Límdar bækurnar I í greifadæminu Kent í Chart- well í Englandi átti Winston Chur- chill lítinn búgarð. Þarna leið hon um vel, miklu betur en í húsinu í London. í Cartwell dvaldist hann meðal annars sín pólitízku útlegðarár og þau notaði hann til að skrifa, til að rækta garðinn og vinna að lag færingum á húsinu. Konan hans kunni líka við sig í Chartwell og öll fjölskyldan. Eftir lát Churchills var Chart- weU selt og vinir fjöldskyldunnar keyptu staðinn og gáfu hann brezku þjóðinni. Ekkja hans hefur nú séð um, að hluti hús-ins hefur verið opnaður almenningi til sýn- í herbergjunum sjást inniskórn ir hans með fangamarki hans úr gulli, einkennisbúningarnir, hatta rafn hans. Þar eru orður hans og heiðursmerki. Á veggjunum er úr- val af málverkum hans, sem Lady hurchill hefur gefið ásamt hús- gögnunum. Og allt er fest niður, svo að gest.imir geti ekki tekíð með sér míniagrip. Allar bækurn- ar í bókaskáonum eru límdar sam an oe limdar við hillurnar. í daystofiinni er á góJfinu bJátt og hvítt tenni. Sófar og bæeinda- stóJar eru klæddir brúnu hörá- klæði oe í þpim eru pijfiar í skær- um Jitiim. Málverk eftir Monet, sem s.vnir London Bridge hangir á veepnum. í svefnberbergi ladv Ciementine f*rn mvndir af bornnm nbnrnn- börnum í silfurrömmum. Þriú Strætisvagnabílstjórar í Glas- gow hafa fengið skipun um að grenna sig. Það er nefninlega á- litið, að feitir bílstjórar séu mun verri ökumenn, þar sem viðbrögð þeirra séu öllu hægari, einnig er álitið, að þeir séu hættulegri fyrir farþegana, þar sem hætta sé á að þeir fái slcyndilega hjartaáfall. Bíl stjórarnir hafa því fengið sex vikur til að grenna sig. Eftir þess ar sex vik.ur eiga þeir að vera orðnir grannir og spengilegir, ann: ars missa þeir vinnuna. gestaherbergi hafa verið gerð að safnherbergjum með kjörgripum úr eigu Churchills, sem hann eign aðist í sínu langa lífi. í skýrslun- um má sjá skipun til Alexanders hershöfðingja, um að sigrast á ó- vininum við fyrsta tækifæri og svarið frá Alexander er svohljóð- andi: Sir, skipunin, sem þér gáfuð mér, hefur verið framkvæmd. Þama er auglýsingin úr Búa- stríðinu þar sem lofað er 500 krón um fyrir Churchill framseldan, dauðan eða lifandi. Þarna má sjá gjafir frá ýmsum þjóðhöfðingjum, einnig myndir með eiginhandará- ritun, t. d. frá Ike, Monty, Tedder, Alanbrooke og fleirum. Aðeins þriðjungur af sýningar- mununum er sýndur í einu. Alltaf er skipt um muni. Úti í garðinum má sjá vötnin og sundlaugarnar, sem ChurshiH lét sjálfur útbúa. Andi hans hvílir stöðugt yfir Andi hans hvílir stöffugt yfir Chartwell.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.