Alþýðublaðið - 19.07.1966, Síða 2
K'ENNEDYHÖFÐA: í gærkvöldi var skotið á loft mönnuðu
geimfari frá Kennedyhöfða og er ráðgert að t>að verði 70 tíma
ólofti og fari fjær jörðu en nokkurt annað geimfar hefur
tgert.
LONDON: Mikið verðfall varð í kauphöllinni í London í
gær, en búizt er við að ríkisstjórnin leggi fyrir -þhigið á miðviku
dag tillögur sínar um lausn efnahagsvandans í landinu.
HAAG: Alþjóðadómstóllinn vísaði í gær frá kæru tveggja
Afríkjúrikja vegna stjórnar Suður-Afríku,
BRÚSSEL Aðild Spánar að Efnahagsbandalagi Evrópu er
aftur komin á dagskrá, og hafa viðræður um það efni farið
fram milli spænska sendiherrans í Briissel og fulltrúa banda
lagsins. v
DJAKARTA: Fyrrverandi sendiherrar Indónesiu í Peking
o3 Hanoi, sem settir voru af eftir byltingartilraunina í fyrra,
hafa nú tilkynnt, að þeir hyggist stofna indónesíska útlaga-
scjórn í Kína.
GENEVE. Bandaríkin tjáðu Alþjóða Rauða krossinum í
Qeneve í dag. að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar, ef
Norður-Vietrum-menn létu dæma bandaríska fanga sem stríðs
glæpamenn. Goldberg. aðalfulltrúi Bandarikjanna sagði um þetta
mál, að ljóst væri, að Genfarsáttmálinn um vernd stríðsfanga
•næði til bandarískra fanga í Vietnam,
NORRÆNT BRUNAVARÐA-
MÓT VAR SEn í GÆR
Rvík, — GbG.
t GÆRMORGUN var sett í
Reykjavík Norrænt brunavarða-
mót, sem standa mun yfir fram
Akureyri og Kópavogur
með rúmlega 9000 íbúa
& ^östudag. Mótið var sett í
slökkvistöðinni nýju við Reykja-
nesbraut og verður háð þar. Er-
lendir þátttakendur á mótinu eru
32, en nokkrir íslenzkir hruna-
verðir taka þar að sjálfsögðu þátt.
Þá eru og tveir gestir frá Skot-
landi. Þetta er í fyrsta skipti,
sem brunavarðamót með þátttöku
útlendinga er haldið hér.
Áður en borgarstjóri. Geir Hall
grímsson, setti mótið formlega,
ISéð yfir aðalhátíðasvæðið, ;[
er minnzt var 100 ára af- |!
mæiis ísafjaröarkaupstaðar ! j
um helgina. J [
IMMMMHWmwtMHtMMMI
mælti formaður mótsnefndar,
Finnur Richter, nokkur orð og
lýsti aðdraganda þess, að Bruna-
varðafélag Reykjavíkur hefði nú
látið gera sérstakan félagsfána
fyrir félagið. Einn hagleiksmaður
úr hópi brunavarða, S'gurður
Karlsson. teiknaði fánann. Þessu
næst afhjúpaði fánann. formaður
félagsins, Tryggvi Ólafssen
Borgarstjóri ávarpaði síðan
gesti á tungu Ðana og Enskra.
Rakti hann stuttlega sögu bruna
varna hér og lýsti þeirri þróun,
sem orðið hefði í þessum efnum
Framhald á 10. síðu.
imsfréttir
ssekasflicines nótt
LANDSBÚAR töldust alls 193.
758 hinn 1. desember s.l., karlar
Mokkru fleiri en konur eða 97,
944 karlar á móti 95.814 konum.
í Reykjavík buggu 78.399 manns,
38.288 karlar og 40.111 konur, í
haupstöðum utan Reykjavíkur
bjuggu 51,113 manns. 26.792 karl-
ar og 26.321 kona, og í sýslunum
bjuggu 51,113 manns.. 26.792 karl
ar og 29,382 konur. Sést at þessu,
qð í Reykjavík eru konur nokkru
fteiri en karlar, en karlar hins
vegar fleiri bæði í kaupstöðum I
heild og sýslinn I heild. Þetta kem
ur fram í endanlegum niðurstöð
um Hagstofunnar um mannfjöld
ann í landinu,
Fjölmennasti kaupstaðurinn fyr
ir utan Reykjavík er Akureyri,
þar sem bjuggu 9.642 manns og
rúmlega 200 fleiri konur en karl,
ar, næstur kemur Kópavogur með
9.204 íbúa, nokkru fleiri karla en
konur, þá Hafnarfjörður með
8135 íbúa, ívið fleiri konur, Þá
Keflavík með 5.128, fleiri karla,
þá Vestmannaeyjar með 5.012,
fleiri karla, þá Akranes með 4.178,
4 konum fleira, þá ísafjörður með
2.696, fleiri karla, þá Siglufjörð
ur með 2.472, 8 konum fleira, þá
Ilúsavík með 1.841, fleiri karla,
þá Neskaupstaður með 1 514, ná
lega 100 fleiri karlar, þá Sauðár
krókur með 1.390, fleiri karla, þá
Ólafsfjörður með 1.048, fleiri
karla, og loks Seyðisfjörður með
853 íbúa, og eru karlar þar 20
fleiri en konur.
Síldaraflinn
160.824 lestir
Reykjavíic, mánudag.
Á miSnætti sl. laugardag var
heihlanmgn síldarajlans 161.155
lestir eða 41.125 lestum meiri en
á sama tíma í jyrra. Mest aj síld-
inni hejur jarið í bræðsly., eða
160,824 lestir, 309 lestir í salt og
22 lestir í frystingu. Á sama tíma
i jyrra var heildaraflinn 120,030
ifstir, þar af höjðu verið bræddar
113,112 lestir, söltuð 6.581 lest og
frystar 337 lestir.
Sunnudagurinn 10. júlí var
bezti afiadagur vertíðarinnar til
-|>essa, en þá tilkynntu 42 skip um
afla samtals 9.085 lestir. Vikuna
10.—16. júií bárust á land 26.-
281 lest. Það magn fór allt í
toræðsiu, nerna 25 lestir, sem fóru
í salt, Aflinn skiptist þannig á
þinar ýmsu verkunarstöðvar:
iestir
Reykjavík 17.476
Siglufjörður 935
Hjalteyri 411
Ilúsavik 1.994
Vopnafjörður 9.873
Seyðisfjörður 38.389
Eskifjörður 13.216
Fáskrúðsfjörður 7.008
Djúpivogur 1.762
Bolungavík .3157
Ólafsfjörður 2.767
Krossanes 6.325
Rqufarhöfn 22,549
Borgarfj. eystri 591
Neskaupstaöur 26.608
Reyðarfjörður 7.022
Breiðdalsvík 879
í gær tilkynntu 18 skip afla, sam-
tals 1.405 tonn, hæstur var Ásþór
RE 140 tonn, Arnar RE 110 tonn.
Guðrún Jónsdóttir, ÍS. 100 tonn. -
Sl. sólarhring voru skipin eink-
um að veiðum 30-70 míiur SV af
Framhald á 10. síffu.
Fjölmennasta sýsla landsins er,
eins og áður Arnessýsla með 7.604
íbúa. Þá kemur Gullbringusýsla
með 6.815, þá Suður-Múlasýsla
með 4.763 þá Snæiellsnes-
sýsla með 4.134, þá Eyjaf.iarðar-
sýsla með 3.886, þá Kjósarsýsla
með 3.148, þá Rángárvallasýsla
með 3.059, þá Suður-Þingeyjar-
sýsla með 2.817, þá Skagafjarðar
sýsla með 2.640, þá Norður-Múla-
svsla með 2.443, þá Austur-Húna
vatrisýsla með 2.360, þá Vestur-
Barðastrandarsýsla með 2.031 og
Mýrasýsla með 2.028. Þá er kom
ið að Nórður-ísafjarðarsýslu með
1 931 íbúa, Norður-Þingeyiarsýslu
með 1.916, þá kemur Vestur-ísa-
fiarðarsýsia með 1.780 íbúa, þá
Strandasýsla með 1.485, þa Borgar
fiarðarsvsla með 1 469, Au.úur-
Bkaftafellssýsla með 1.429, þá
Vestur-Húnavatnssvsla með 1.405,
bá Vestur-Skaftafellssýsla með 1.
387, þá Dalasýsla með 1.189 íbúa
og loks Austur-Barðastrandar-
svsla með 512 íbúa. ,.
Fámennasti hreppur landsins
var Loðmundarfjarðarhrepnur í
Norður-Múlasýslu með 11 íbúa, 7
karla og 4 konur.
Lönd og leiðir
leigja sér skip
Rvík, ÓTJ.
Á næsta ári tekur jerðaskrif-
stofan Lönd og leiðir á leigu hið
nýja þýzlca skemmtijerðaskip Re-
gina Maris og getur þá boðið upp
á 24 daga skemmtisiglingu um
Mi'ðjarðarhafið. Ferðaáætlunin
er: Lacoruna, Tangier, Napoli, At-
hena, Beirut, Malaga, Lissábon og
Reykjavík Á fundi með fréttamönn
um sagði Ingólfur Blöndal að lagt
yrði upp l ferðina 22. september
1967.
Regina Marls er eins nýtt og
það getur verið, var sjósett í júní
sl. Það er fyrsta skipið sem Þjóð- i
verjar byggja eftir stríð, sem ein
göngu er ætlað í'yrir farþega —
og bifreiðar þeirra. Það hefur að
sjálfsögðu uppá að bjóða öll þæg
indi sem -hægt er að hugsa sér
í farþegaskipi, sundlaug, baðker j
eða sturtu í svotil hverjum einasta
klefa og í klefunum eru engar
kojur, he'idur aðeins þægileg rúm.
Tæknilega séð er það geysifull-
komið, t.d. er hægt að hólfa það
af með stálþiljum ef leki kemur
að einhversstaðar. Það á heldur
ekki að geta brunnið þar eð öll hil
eru úr asbest en ekki viði. og svo
máluð eins og fínasta tréklæðn-
ing. Einnig hefur verið vel hugsað
fvrh’ sjóveikum farþegum og ef
veður er slæmt eru settir út „væng
ir” fyrir neðan sjávarborðið sem
draga mjög úr veltingi.
Þá er og um borð fullkomið
sjúkrahús með þjálfuðu starfsliði,
Þeir sem áhuga hafa fyrir að fara
í fyrrnefnda ferð með Regina Mar
is, geta skoðað skipið næst þegar
það heí'ur viðkomu hér, sem verð
ur hiiin 29. þessa mánaöar.
Svíum dýrir
Kynsjukdómar
Stokkhólmi iNtb).
Kynsjúkdómar kosta sænsku
þjóðina um níu milljónir
sænski’a króna árlega (um
72 millj. ísl. kr.), segir í
skýrslu, sem sænsk heilbrigð
isyfirvöld hafa látið gera.
Kynsjúkdómar hafa færzt
mjög í aukana i Svíþjóð hin
síðari ár, einkum meðal ungl
inga á aldrinum 15—19 ára.
Kostnaðarútreikningarnir
eru miðaðlr við árið 1964, en
þá voru á skrá tæplega 500
syfilistilfelli í landinu og um
23 þúsund lekandatilfelli.
Samsvarandi tölur fyrir árin
1965 og 66 eru sízt lægri en
þessar, en þær liggja ekki
alveg ljóst fyrir.
mMHMMMHMMtmWMWW
'-2 19' Júlí 1966 “ ALÞÝÐUBLAÐIÐ