Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 11
Akureyri sigraði Akra- nes auðveidlega 7:2 Akranesi 4. sept. Hdan. Fyrri hálfleikur. Akureyringar, sem hingað til hafa þó.tt heldur mistækir fyrir framan markið, gjörsamlega 'kaf færðu Akurnesiniga í mörkum á sunnudaginn. Unnu þeir leikinn nieð yfir- burðum og skoruðu 7 mörk gegn 2. Akureyringar höfðu mikla yf irburði í fyrri hálfleik og áttu góð tækifæri til að skora enn fleiri mörk Síðari hálfleikur var mun jafnari, enda var hann jafn að markatölu. Flestir bjuggust við því að Akur nesirigar mundu reyna að hefna ófaranna á Akureyri fyrr í sumar og var því búist við jöfnum leik. En eins og fyrr segir höfðu Aikur eyrinigar algjöra yfirburði á flest um sviðum leiksins og voru Aíkur nesingar eins og byrjendur á köfl um. Á 4. inín. leiksins skorar Skúli Ágústsson fyrsta mark leiksins, eft ir góða sendingu frá Steingrími. Á 10. mín. ná Skagamenn góðri sókn. Björn Lárusson sendir knött inn til Haraldar Sturlaugssonar, sem kemst óvaldaður inn fyrir, en Samúel markvörður var vel á verði og bjargar skotinu af miklu ör yggi. Fimm mín. síðar skorar Kári Árnason annað mark Akureyringa af stuttu færi úr þvögu við Akra nesmarkið. Á 28. mín. er Valsteinn með færi, en Samúel markvörður bjarg aði. Skömmu síðar er dæmd víta spyrna á Akurnesinga, er Skúla var brugðið innan vítateigs. Fannst mér það strangur dómur hjá Einari Hjartarsyni að dæma vítaspyrnu á þetta brot. Skúli skor aði örugglega úr spyrnunni. Á 28. mii. er Valsteinn rneð knöttinn út á vinstri kanti og leikur upp að endamörkum. Hvort sem hann ætlaði að gefa knött inn fyrir eða skjóta þá hafnaði hann í netinu. Einar sem var væg ast sagt illa staðsettur gerði til raun til að verja en án árangurs. Qg á 39 mín. leikur Kári Árna son sig frían inn fyrir vörn ÍA og skorar 5. mark Akureyringa. Síðari hálfleikur. Á 5. mín. síðari hálfleiks bæta Akureyringar 6. markinu við. Kári Árnaison, sem stóð rangstælSur 2—3 metra fyrir innan varnar menn ÍA fékk langa sendingu og renndi knettinum í netið. Og á 10. mín. skorar Magnús Jón atansson fallegasta mark leiksins Fékk hann knöttinn á miðjum vallarhelmingi Akurnesinga og óð með hann að vítateig og skaut þaðan í stöngina og í netið. Mínútu síðar komast Akurnesing ar fyrst á blað er Guðjón Guð- mundsson skorar fyrsta mark þeirra í leiknum. Var Guðjón með knöttinn fyrir framan mark Akur eyringa og skaut á markið en knötturinn hrökk í varnarmann og til Guðjóns aftur, sem sendi hann þá í netið. Á 18. mín. var dæmd vítaspyrna á Akureyringa, að því er virtist að tilefnislausu, nema' þá sem uppbót á fyrri vítaspyrn una. Ríkharður framkvæmdi spyrn una og tókst illa upp. Skotið lenti í nær mitt markið og náði Samúel að verja með því að reka fótinn í knöttinn. j Á 32 mín. á Kári fallegan skalla undir þverslá og niður á mark línu, þar sem Einari tókst að handsama knöttinn. Steingrímur kemur aðvífandi og spyrnir knett inum úr höndum hans og í netið, en dómarinn dæmir aukaspyrnu. Síðasta mark leiksins skorar svo Haraldur Sturlaugsson úr góðu skoti, en hann fékk góða sendingu út til vinstri frá Ríkharði. Á 42. mín komst Kári íftríf' innfyrir, en Einar bjargaði með góðu úthlaupi. Þannig lauk þessum leik með yfirburðarsigri Akureyringa 7 mörkum gegn 2, sem mun vera mesta tap sem Akurnesimgar hafa orðið fyrir í I. deild og einnig er betta í fyrsta skipti sem þeir tapa lei'k fyrir Akureyringum á heima velli. Lið Akureyringa er skipað mjög iöfnum og vel leikandi leikmönn um, í vörninni bar mest 'á þeim Samúel markverði sem gerði margt vel, Jóni Stefánssyni og Magnúsi Jónatanssyni, í framlínunni bar mest á Kára Árnasyni, en hann er mjög fljótur og snöggur leik maður. Steimgrímur, Skúli og Val sfeinn áttu allir mjög góðan leik eins og reyndar liðið í heild. Akurnesingar léku sinn langlé legasta leik á sumrinu. Á köflum var erigu líkara en að þeir væru algjörir hyrjendur. Framlínan var mjög dauf og var það helzt Har aldur sem barðist og átti beztan leik. Það var skaði fyrir liðið að missa Björn Lárusson út af snemma í fyrri hálfleik, en hann var meiddur frá leiknum við Kef 1 víkinga. Vörnin var mjög opin, eins og markatalan segir til um. Þröstur Stefá^sson vinstri bak vörður var bezti maðurinn í vörn inni, en auk hans áttu góðan leik þeir Helgi Hannesson, og Jón Al freðsson. Bogi Sigurðsson gat ekki leikið nieð vegna veikinda og veikti það vörnina mikið. Rikharð ur var óvenju daufur, enda gekk hann ekki heill tii skógar, þar sem meiðsli er hann hlaut í leik við Val há honum ennþá. Dómari var Einar Hjartarson og dæmd hann vægast sagt mjög iUa Voru dómar hans mjög tilviljana kenndir og var líkara að hann væri að dæma sinn fyrsta leik, en að halda upp á 10 óra starfsaf mæli sem dómari. Vítaspyrnudóm ar hans voru mjög vafasamir, sér stakleiga þó vítaspyrnan á Akur eyringa, sem var gjörsamlega út í bláinn. Þá var annar línuvörð urinn Björn Kristjánsson mjög slappur. Að sjá t.d. ekki þegar Kári Árnason stóð rangstæður 2 —3 metrum fyrir innan varnar menn ÍA þegar knötturinn er send ur til hans og hann skoraði, hlýt ur að stafa af því að hann hefur hreinlega ekki fylgst með því sem var að gerast á vellinum. Hreinn Elliðason skoraði tvö mörk fynr Fram, Fram i I. deild - vann Breioablik3gegnengu Samúel varði vítaapyrnu Eík- harðs. ísafjörður sigraði B-lið KR í Bikarkeppni KSÍ á laugardag með 2 mörkum gegn 1. Leikurinn fór fram á Melavellinvim. FRAM sigraði Breiðablik í 2. deildarkeppni íslandsmótsins og leikur í 1. deild næsta keppnis- tímabil. Leikurinn fór fram á Laug ardalsvellinum á sunnudaginn var, í bezta veðri og við rétt sæmilega aðsókn. Fram skoraði þrjú mörk gegn engu. Eitt í fyrri hálfleik. Þetta var heldur tilþrif alítill leik ur og bar það ekki með sér, að hér væri að miklu að keppa. Fátt var um fína drætti eða skemmti- leg tilþrif. Ekki varð því samt leynt að Fram var, þrátt fyrir allt, betri aðilinn, enda hafa Framarar af meiru að má í knattspyrnusög- unni, en mótherjarnir sem enn eru á nýgræðingsstiginu. En þrátt fyrir það þó mjög hall- aði á Breiðablik í fyrri hálfleikn- um, og þeir ættu þá fárra eða engra kosta völ, létu mörkin hjá Fram bíða eftir sér. Það var ekki fyrr en á 36. mín. að það fyrsta kom, og úr vítaspyrnu. Manni er nær að halda að, ef það hefði ekki I borið að með þeim hætti, að þá j hefði það alls ekki komið. Allur I sóknarþungi Fram beindist fram I miðjuna, kantarnir voru sannar- leg ekki misnotaðir, þangað lagði | boltinn mjög sjaldan leið sína. Af- i leiðingin varð svo sú, sem jafnan verður, að varnarmenn og móther j- ar þjappast hvað fastast inná teig- inn, og af verður sú stappa, sem erfitt er að gera góðan rétt úr. Vissulega áttu Framarar 'ýms all- góð tækifæri, svo sem, er skotið var yfir úr opnu færi, eða bolt-. inn dansaði á línunni eftir horn- spyrnu. En yfirleitt gekk hvorki né rak er inn á vítateiginn kom, bar þvældist hver fyrir öðrum svo að boltinn hafði enga smugumögu- leika. Jafn leikvanir menn og skipa Framliðið hefðu átt að sjá við þessu, dreifa spilinu og nota út- herjana og láta þá gæta stöðu sinn ar, en ekki taka þátt í blindingja- leiknum á vítateigi. En yfirleitt er það svo með flesta okkar útherja að þeir eru göslandi annarsstaðar en þar sem þeir eiga að vera, sem og stafar af því að þeir eru ekki nýttir eins og vera ber. Það er einkennilegt að okkar lið skuli ekki geta tekið sér erlendu liðin sem hafa hér verið í stríðum straumum í allt sumar, til fyrir- myndar á þessu sviði, ef svo væri hefðu þau ekki til einskis komið hingað. Þó Fram skoraði tvívegis í síð- ari hálfleiknum, vaf sá hluti leiks ins mun jafnari en sá fyrri, og Kópavogsmenn sýndu þá betri til- þrif, áttu rétt laglegar sóknarlotur oig skot að marki í fáein skipti, þó ekki dygðu til að skora úr. Það var Hreinn Elliðason, sem skoraði bæði mörk Fram með tíu mín- útria millibili. í fyrra skiptið brun aði hann fram eftir að hafa lyft boltanum yfir varnarleikmann, með skalla, síðan hlaupið í gegn um vörnina og skoraði örugglega framhjá úthlaupandi markverði og hitt gerði hann eftir að boltinn hrökk til hans úr föstu skoti, sem markvörðurinn missti frá sér. í liði Kópavogs voru tveir leik- menn, sem báru af, markvörður- inn Logi Kristjánsson, sem oft varði snilldarlega, svo og miðvör,ð urinn Júlíus Júlíusson. í Framliðinu átti Elmar Geirs- son ágætan leik og Anton Bjarna- son í stöðu miðframvarðar, en hann er á hraðri leið með að verða okkar bezti miðframvörður, gæt- inn, djarfur og öruggur. Liðið 4 'ieild er skipað allvelleikandi lið,s mönnum, og er það liðið i 2. deil^i inni, sem öðru f remur á erindi ,í 1. deildina. f, Baldur Þórðarson dæmdi leik- inn og fórst það vel. ..: Ingvar N. Pálsson, ritari KSÍ flutti snjalla ræðu að leik lokn- um og afhenti sigurvegurunum bikar þann, sem um er keppt. EB. \ FH tekur bátt í Evrópukeppni FH tekur þátt í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða í handknattleik. Alls verða 21 lið með í keppninni að þessu sinni, en í jyrra voru þau 19. Sextán lið taka þátt l sjálfri aðalkeppninni og þesvegna verða 10 lið að leika einskonar forleiki. FH er ekki eitt af þessum lið- um. Þann 29. nóvember dregið um það hvaða lið j leika saman í fyrstu um- ferð. VWWVWWVWto*WVW*VWWWW% «| 6. september 1966 - ALÞÝÐUBLADIÐ |*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.