Alþýðublaðið - 22.09.1966, Síða 2
Góöaksturskeppni
á laugardaginn
Reykjavíkuideild BFÖ efnir til
gdðaksturs í Reykjavik laugardag-
inn 24. september n.k. kl. 14. Rás-
staður verður við Höfðatún.
Bókagjöf til HÍ
Háskóla íslands hefur borizt á-
gæt bókagjöf frá Canadastjórn fyr
ir milligöngu ambassadors Johns
P. Sigvaldasongr. I’essj rit varða
landafræði Canada, sögu þess og
bókmenntir. Er þessi gjöf mikils-
metin og lýsir mikilii vinsemd við
Háskólann.
Háskólinn minnist jafnframt á-
gætrar bókagjaíar Canadastjórnar
árið 1961. Hinar nýju nrekur verða
til sýnis í háskóiabókasafni næstu
daga.
Keppni verður leyfð á fólksbíl-
um, 4 til 6 manna, og jeppum.
Bílarnir þurfa að vera í góðu lagi,
bæði hvað snertir öryggistæki og
útlit. Bílar, sem enn hafa eklci ver-
ið kallaðir til skoðunar geta keppt,
svo og utanbæjarbílar, og gildir
sama um þá.
Keppnin er almenningskeppni
og geta því allir, sem ökuleyfi
hafa, verið við stýrið.
Keppnin verður með nýju sniði,
svo nefndur fjölskylduakstur. Er
ætlast til þess að allir ökumenh
liafi með sér fjölskyldu sína í
bílnum. Mega þó ekki vera fleiri
en 4 alls með ökumanni. Hafa
má færri allt niður í einn fjöl-
skyldumeðlim, t.d. konu eða eig-
inmenn, systkini eða foreldri. Trú-
lofaður ökumaður má hafa unn-
Framhald á 15. síðu.
DAGSBRUN EFNIR TIL
SPILAKVÖLDA í VETUR
Verkamannafélagið Dagsbrún
liefir í hyggju að efna til §pila
kvölda í vetur. Verður bæði um
<að ræða félagsvist og bridge.
Kvöldum þessum verður þannig
liábtað, að aðlra vikuna verður
bridge og hina félagsvist.
Hugmyndin er að byrja með
Ibridge föstudaginn 30. þ.m, kl.
8,30 í Lindarbæ uppi. Keppni þessi
er hugsuð sem sveitarkeppni á
tnilli vinnustaða með sama sniði
<og var veturinn 1964. Verðlaunin
verða vandaður bikar, og er hann
Ihugsaður sem farandbikar.
Félagsvistinni verður þannig hátt
«ð, að hún hefst þriðjudaginn 4,
•október kl. 8,30 í Lindarbæ niðri
Verðlaun verða veitt eftir hvert
kvöld, og heildarverði/aun eftir
veturinn, þannig að sá efsti, hvort
sem það verður karl eða kona, fær
2 farmiða til útlanda annaðhvort
flug- eða sjóleiðis.
Þátttökugjaldi verður mjög í hóf
stillt. Æskilegt er, að í keppnum
þessum taki þátt sem flestir fé
lagsmenn og geEtir þjfcirra, en
verði aðsóknin mikil verður að
takmarka þátttöku við húsrýmið.
Allar nánari upplýsingar verða
igefnar í skrifstofu Dagsl tvúniar
og þátftökutiLkynningar í bridge
verða að hafa borist fyrir 28. þ.m.
Skemtinefndin væntir þess, að
sem flestir félagsmenn mæti og
taki þátt í þessum spilakvöldum.
Þannig lítur Bæjarfógetagarðurinn út. Bréfaruslið á er út um allt. (Mynd: JV.
Fallegur garður í
ou
Ýmsir hafa haft á orði und
anfarið að gamli Bæjarfógeta
garðurinn í Aðalstræti hafi ver
ið óvenjulega illa hirtur, ýmis
konar rusl hafi legið þar ó
hreyft dögum saman og arfi sé
í blómabeðum. Alþýðublaðið
hitti að m'áli gamlan mann Sig
mar Þormar, sem hefur séð
um garðinn undanfarin ár þar
trl nú í vor og sagðist honum
svo frá:
— Ég hef gætt garðsins í 15
ár, isegir Sigmar, það mun hafa
verið 29. júlí fyrra árs að
ég fékk boð frá rekstrarstjóra
Landssfmans um að koma til
viðtals upp á skrifstofu hans,
Þegar þangað kom reyndist er
indið það, að segja mér það
hvað garðurinn væri orðinn fall
egur og væri því ekki ástæða
til að vinna meira í honum að
svo stöddu og gæti hann nú pass
að sig ssjálfur. það sem eftir
væri sumans. Reyndi ég að
sýna honum fram á það að
þarna bærist svo mikið rusl
inn í garðinn bæði frá vegfar
Framliald á 15. siðu.
Námskeið fyrir foreldra
heyrnardaufra barna
DAGANA 14.-J6. september var
haldið námskeið á vegum Heyrn-
arleysingjaskólans fyrir foreldra
heyrnardaufra barna.
Eftirtaldir r.'ilar fluttu fræðslu
erindi: Guðmundur Eyjólfsson,
í’rá námskeiði fyrir foreldra heyrnardaufra barna. (Mynd. Jóhann Vilberg).
læknir, sem talaði um eyrnasjúk-
dóma og mögulega meðferð
þeirra. Gylfi Baldursson, heyrn-
arfræðingur, talaði um heyrnar-
mælingar og heymarfræði. Sigur
jón Björnsson, sálfræðingur talaði
um uppeldismál heyrnardaufra
barna.
Almennar umræður og fyrir-
spurnir voru að erindunum lokn-
■ um.
Þá héldu skólastjóri og kenn-
I arar skólans umræðufuntíi með
foreldrum, kom þar fram að heyrn
ardauf börn hafa stundum komið
seinna en æskilegt væri til sér-
stakrar meðferðar, þó veruleg bót
hafi orðið á því með tilkomu
Heyrnarhjálparstöðvarinnar. Einn-
ig voru sýndar fræðslumyndir.
Þátttakendur voru milli 50 og 60
i víðsvegar að af landinu.
Þá var stofnað Foreldra og
styrktarfélag heyrnardaufra til
þess að vinna að margháttuðum
velferðarmálum þeirra.
Heyrnardeyfa á háu stigi or-
, sakar málleysis eins og kunnugt
er, en þeir sem hafa lítið og ó-
fullkomið mál, einangrast oftast
frá öðru fólki, verða einmana og
flestir misskilja þá.
Megintilgangur allrar kennslu
heyrnardaufra er að kenna þeim
mál og opna þeim þannig leið til
að blanda geði við samborgara
sína og njóta þess annars sem
málið veitir möguleika til. Blind
ur maður sér hvorki lögun né
liti og heyrnarlítill maður, sem
lifir að mestu í hljóðlausum
heimi skynjar lítt eða alls ekki
flest það, sem heyrandi fólk hef-
ir unun af að hlusta á. Þetta get-
ur enginn mannlegur máttur bætt
þeim að fullu.
En með því að kenna heyrnar
daufum mál er þeim veitt sú
mesta mögulega hjálp til að njóta
eðlilegra samvista við meðbræður
sína.
Til þess að stuðla að bví, að
þetta geti tekist í sem ríkustum
mæli, vill félagið halda unpi sem
víðtækastri fræðslustarfsemi með
al foreldra heyrnardaufra barna
og almennings um vandamál þessa
fólks, jafnframt því, að styðja og
styrkja starfsemi Heyrnarleys-
ingjaskólans, og aðstoða hevrnar-
daufa við val á lífsstarfi eða til
framhaldsmenntunar. Félagið vænt
Framhald á 15. síðu.
2 22. september 1966 -- ALÞÝ0UBLAÐIÐ