Alþýðublaðið - 22.09.1966, Side 6
Hjá verk:;miðju nokkurri.í Mil-
anó vinna 4500 manns en í kring-
um verksmiðjuna eru aðeins 400
bílastæði. í»etta hefur því lejtt
til allmikilla vandræða, og nú hef-
ur verið tekið upp á því að stofna
til happdrættis um bílastæðin og
taka þátt í því þeir 2400, sem
koma á bílum til vinnu sinnar.
Það kostar 100 lírur að taka þátt
í liappdrættinu, en það er ca.
5 krónur. Og á hverri viku er
dregið í happdrættinu. Þeir, sem
vinna geta svo komizt að á bíla-
stæðinu alla daga vikunnar og fær
hver númerað stæði. Ágóðinn,
sem inn kemur af happdrættinu
fer til ítalska Rauða krossins.
Og nú kaupa allir happdrættismiða
vikulega og gengur nú allt eins
og í sögu.
í stálhúsi á II metra dýpi
Læknir nokkur í Rússlandi hef-
ur nýlega farið niður á 11 metra
dýpi í Svartahafinu og ætlar að
vera þar í nokkurn tíma. Hann
er í litlu „húsi” úr stálplötum,
sem hefur verið komið fyrir á
hafsbotninum. Honum leið vel
fyrstu dagana og hefur þegar
gert mikilvægar athuganir á því,
; hver áhrif háþrýstingurinn hefur
á mannslíkamann í svo langan
, tíma. Hann hefur nú fengið fé-
| lagsskap í stálhúsið, verkfræðing-
ur frá Moskvu hefur einnig tekið
j til við athuganir þessar og enn-
I fremur annar rússneskur læknir.
Simone Signoret mun bráðlega
fara frá París til að leika með
Alec Guinnes. Þau eiga að lejka
aðalhlutverkin í Macbeth undir
leikstjórn Laurence Olivers í
þjóðleikhúsi Breta.
— Ég er mjög ánægð, segir
Simone Signoret. í fyrsta lagi
fyrir að fá tækifæri til að leika
á mcti slíkum leikara, og í öðru
lagl af því að ég hef alltaf haft
áhuga á hlutverki Lady Macbeth.
★
Míkill fólksfjöldi hafði safnazt
saman á götu í íbúðahverfi nokkru
í Néw York og var að horfa á
þegaír tekin var sjónvarpskvik-
mynd um störf lögreglumanns.
Margir voru bara forvitnir, aðrir
voru1 við störf. Leikkonan Susan
Slavin og staðgengill hennar áttu
að láta bíl aka yfir sig. En þeim
tókst ekki að leika það nógu eðli-
lega og eftir margar misheppn-
aðar; tilraunir var greinilegt að
ýmsir í áhorfendahópnum tóku
að óttast u'm öryggi leikkonunnar.
En loks tókst þó atriðið, bíllinn
ók yfir leikkonuna og stöðvaði
síðan, svo að ískraði hátt í brems-
unum. Og svo stóð leikkonan upp
heil á húfi og áhorfendur klöpp-
uðu fyrir henni. Þeim fannst hún
sannkölluð hetja.
★
Claudia Cardinale, Raquel
Welsh og Monica Vitti leika á-
samt Capucine í myndinni „The
queen“, sem verður tekin í Róm.
Mótleikari Capueine er Alberto
Sordi og Antonio Pietrangeli er
stjórnandi myndarinnar.
Rod Steiger hefur nýlega lokið
við að skrifa handrit að mynd-
inni „The untold Story,” sem
hann ætlar sjálfur að framleiða,
stjórna og leika í. Hann áætlar
að leikur hefjist næsta sumar í
Róm og hann hefur boðið Virnu
Lisi aðalhlutverk myndarinnar.
6- 22. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þekkið þið skötuhjúin á myndinni? Það eru engin önnur en þau Elísabet Taylor og Richard Rurton,
svo sem m(kið er alltaf verið að skrifa um. Ogr EI ísabeth ku einu sinni hafa sagt um Richard sinn:
Það er dá^mlegt að vera konan hans og ég væri ánægð meö að vera aðeins skugginn hans. En þó
ástin sé svpna mikil, vill þó oft kastast í kekki m i”i þeirra hjónanna eins og oft hefur heyrzt um.
Á baðströndunum við Mið- i
jarðai'hafið eru þeir kallaðir
papagallos. Og fói'nardýr þeirra
eru sóldýrkendur, það er að segja
aðeins kvenkyns og helzt norræn-
ar ,,blondínur.“ Einn allra vin-
sælasti þessara casanova sagði
nýlega í viðtali við fréttamann: 1
Til þess að vera með í leiknum
verðum við að hafa sérstaklega
augastað á fagurfættum sænskum
stúlkum, fagurbrjósta frönskum,
hetjulegum þýzkum stúlkum, ást-
sjúkum brezkum st.úlkum, eða
snotrum, amerískum. Og fyrsta
skrefið er að nálgast stúlkuna.
Og þá er um að gera að velja
sér fórnardýr á réttan hátt, ann-
að hvort stúlku, sem situr á
ströndinni ein síns liðs eða hóp
af stúlkum, sem virðist leiðast.
Og þá er óhætt að leggja til at-
lögu við fórnarlambið. Maður
sezt þá niður við hliðina á stúlk-
unni og byrjar að tala um daginn
og veginn, og það er um að gera
að gera stúlkuna nógu áhugasama
á efninu, svo að hún hafi ekki
tíma til að hugsa sig um. Og
þessir glæstu kvennaveiðarar
kunna flestir að minnsta kosti 3
—4 tungumál, svo að veiðarnar
gangi betur. Og ef stúlkan ekki
talar eitthvað af þessum 4 tungu-
málum, er bezta ráðið- að koma
henni til að hlægja. Þá er ísinn
brotinn og veiðarnar komnar vel
á veg. Næsta skrefið er svo að
fara með veiðina inn á i bar og
bjóða henni vínglas, og það á
helzt að vera á stað, þar sem
veiðimaðurinn þekkir barþjóninn,
því að þá heldur veiðin að veiði-
maðui-inn sé afskaplega virðuleg-
ur gestur á barnum.
Og casanova lieldur áfram:
Ég hef afskaplega gaman að
þessu. Stundum fæ ég seinna bréf
frá stúlkunum, stundum fæ ég
líka sand framan í smettið. Auð-
veldasta bráðin eru brezkar, þýzk-
ar og sænskar stúlkur, frönsku
istúlkurnar eru of klókar til að
flækjast í netinu og amerísku
stúlkurnar eru of torlryggnar.