Alþýðublaðið - 22.09.1966, Page 9
Handavinnukennari
pilta
óskast að gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum. Nánari uppl. veitir skóla
stjóri. Sími 1540.
Fræðsluráð Vestmannaeyja.
Opnum hina nýju kjörbúð vora
að Laugateigi 24 í dag —
fimmtudag 22. sept,.
BV5 & N
kjörbúS
Laugateigi 24.
sóknarmenn mjög einfalda skýr
ingu. Vegna verðbólgunnar í land
inu ihefir framleiðslukostnaðurinn
aukizt svo mjög að útflutnim.js-
bætur duga ekki lengur en verð
bólgan er ríkisstjórninni að kenna
og þar með er sökudólgurinn fund
inn. Og framsóknarmenn bæta
gjarnan við, bændur eru tekju-
lægsta stétt landsins, þeir geta
ekki borið þennan halla sjálfir
heldur verður ríkissjóður að borga
brúsann. Þessar kenningar fram-
sóknarmanna lita alls ekki svo
illa út fljótt á litið en standast þó
ekki við nánari athugun.
Meginástæðan fyrir því að útflutn
ingsbæturnar hrökkva ekki til er
ekki aukning verðbólgunnar í land
inu heldur offramleiðslan. en ems
og allir vita hækka útflutnings
bæturnar í réttu hlutfalli við
aukni framleiðsiukostnaðarins.
Þetta m'A skýra með dæmi: Við
skulum segja að bændur flytji
út einhverja vöru og fái fvrir bana
15% af núverandi framleiðslu-
kostnaðarverði. Væri framleiðslu
kostnaðurinn helmingi lægri en
hann er nú fengju bændurnir 30%
af kostnaðarverði fyrir vöruna. í
þessu dæmi verða bændur í ö3ru
tilfellinu að taka á sig tan, sem
nemur 85% af framleiðsluverði,
en í hinu tilfellinu 70%. Er þá lióst
að 70% tapið stafar af offramleiðsl
unni, en 15% tapiö til viðbótar
stafar af verðbólguaukningunni í
landinu, og er þá ekki tekið til
lit til þess að verðbólga hefir
einnig aukizt í viðskiptalöndum
okkar. ,
Þá vík ég að þeirri kenningu,
að bændur séu tekjulægsta stétt
þjóðfélagsins og því sé sann-
gjarnt að ríkið taki á sig að
greiða þá milljónatugi, sem vant-
ar nú á grundvallarverðið vegna
hins mikla útflutnings. í nóvem-
berhefti Hagtíðinda 1965 eru síð-
ustu skýrslur um þetta að finna.
Þar kemui’ fram að meðalárstekj-
ur kvæntra bænda á aldrinum
25—66 ára voru árið 1964 kr.
161,000,00 og er það nokkru lægra
en hjá öðrum atvinnustéttum.
Margt fróðlegt er í þessum skýrsl-
um að finna. Þar kemur t. d.
fram, að tekjur bænda frá árinu
áður hafa hækkað um 36,4%, en
tekjur flestra annarra starfs-
stétta um 18—30%. Skýrslur
þessar leiða einnig í ljós, að það
er mikill munur á tekjum bænda
innbyrðis. Til dæmis eru hlutfalls
lega fleiri bændur en verkamenn
með hærri árstekjur en 250 þús.
kr., og miklu fleiri bændur en
verkamenn með árstekjur undir
100 þús. kr. Það eru 13% af
bændastéttinni með árstekjur
undir 100 þús. kr. en aðeins 5%
af verkamönnum. Þessi staðreynd
sýnir, að tiltölulega fjölmennur
hópur • bænda hefur sáralitlar
tekjur og það ræður úrslitum í
því efni að gera meöaltekjur
bændastéttarinnar lægri en ann-
arra stétta. Nú spyr ég, ef ríkis-
sjóður tæki það á sínar herðar að
borga þessa fjárhæð sem vantar
á grundvallarverðið, haldið þið
þá að það færi þangað sem
þörfin er mest? Nei, bróðurpart-
urinn af þeirri fjárhæð myndi
renna til bænda með stór bú og
miklar tekjur, og það sýnir með-
al annars að hér verður að leita
annarra úrræða.
Horfurnar batna.
Ég gat um það hér að fram;
an, að reiknað hafi verið með
því, að bændur skortí 70—80
milljónir króna á grundvallar-
verðið fyrir framleiðsluárið 1.
sept. 1965 — 1. sept. 1966. Þessar
tölur munu byggðar á áætlun,
sem framleiðsluráð landbúnaðar-
ins gerði á síðastliðnum vetri. —
Síðan hefur tvennt skeð, sem
breytt hefur viðhorfinu til bóta.
Annars vegar mjög aukin smjör-
sala innanlands vegna lækkunar
smjörverðsins og hins vegar að
sú aukning mjólkurframleiðsl-
unnar, sem áætluð var á yfirstand
andi sumri, hefur ekki átt
sér stað Framangreind áætlun
hefur því verið endurskoðuð og
samkvæmt upplýsingum frá Efna-
hagsmálastofnuninni mun þessi
fjárhæð alls ekki verða hærri en
30—40 milljónir króna, en það
jafngildir því að sem næst 2Vá%
vanti upp á grundvallarverðið
og er það mun minna heldur en
stundum átti sér stað, þegar
framsóknarmenn fóru með stfórn
landbúnaðarmálanna. Rétt er að
vekja athygli á því, að verðlags-
árið frá 1. sept. 1963 til 1. sept.
1964 fengu bændur 1.2%-umfram
grundvallarverðið eða 15 milljón-
ir króna. Endanleg skil fyrir verð
lagsárið 1. sept. 1964 til 1. sept.
1965 liggja ekki enn fyrir, en
það er allt útlit fyrir að fullt
grundvallarverð fáist yfir þetta
tímabil.
Endurskoðun framleiðslu-
ráðslaganna.
Á síðastliðnum vetri voru fram-
leiðsluráðslögin endurskoðuð. —
Upphaf þessarar endurskoðunar
var sú ákvörðun Alþýðusambands
ins að draga fulltrúa sinn i sex-
manna-nefnd til baka. Um þessa
endurskoðun tókst víðtækt sam-
starf. Margháttaðar endurbætur
voru gerðar á lögunum og skal
ég hér aðeins nefna nokkrar
þeirra. Settar voru reglur er
tr.vggja það, að sex-manna-nefnd
verði ekki óvirk, þótt einhver til-
nefningaraðili dragi fulltrúa sinn
til baka, neitunarvald í sex
manna nefnd var afnumið, ákvæði
sett, sem tryggja það að víðtæk-
ari og haldbetri upplýsingar fá-
ist um raunverulegan framleiðslu
kostnað í landbúnaðinum en nú
eru fyrir liendi og sáttasemjara
falið málið til meðferðar áður en
úrskurðar yfirnefndar er leitað.
Allt er þetta til mikilla bóta.
Hannibal Valdimarsson og
þeir Alþýðubandalagsmenn skár-
ust úr leik við þessa endurskoð-
un og töldu að bændur ættu að
semja við ríkisvaldið en ekki
neytendur um verðlagsmálin. —
Menn geta haft skiptar skoðanir á
því hver eigi að vera sámnings-
aðili við bændur, en Alþýðu-
flokkurinn var mótfallinn því að
ríkið væri samningsaðili meðal
annars fyrir þá sök að bændur
sjálfir vildu lieldur semja við
neytendur, töldu ríkisvaldið of
Framliald á 10. síðu.
Tslkynning frá
Barnamúsíkskóla
Reykjavikur
Innritun stendur yfir þessa viku eingöngu (til
laugardags). Enn eru nokkur pláss laus fyrir
7-9 ára nemendur. Innritað er frá kl. 3-6 e h
í Iðnskólahúsinu, 5. hæð, gengið inn frá Vita
stíg.
Allir oemendur, sem innritazt hafa í For-
skóladeild og 1. bekk skólans og hafa ekki
komið með afrit 'af stundaskrá sinni enn. eeri
svo í síðasía lagi mánudaginn 26. septem-
ber kl 3-6 e. h., en helzt fyrr.
Ógreidd skólagjöld greiðist um leið.
Þeir nemendur skólans, sem sóttu um skóla-
vist s. 1. vor, komi einnig þessa viku eða í
síðasta lagi mánudaginn 26. sept. kl. 3-
6 e. h. með afrit af stundaskrá sinni og greiði
skólagfaldið um leið.
Skólagjöld fyrir veturinn:
Forskóladeild
1. bekkur barnadeildar
2. bekkur barnadeildar
3. bekkur barnadeildar
Frambaldsdeild
SKÓLASTJÓRI
Auglýsingasími
er 14906
Áskriftarsími
er 14900
kr. 1.000,—
— 1.800.—
— 2.500,—
— 2.500.—
— 3.000.—
22. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9