Alþýðublaðið - 22.09.1966, Qupperneq 14
Fegurstu
garðarnir
Á þessu sumri hefur Rotaryklúbb
u.rinn Görðum, en félagssvæði
hans nær yfir Garðahrepp og
Bessastaðahrepp, gengist f.vrir því
að veitt væri viðurkenning fyrir
fegursta garð á félagssvæði klúbbs
ins. Viðurkenningu hlaut garður
inn að Faxatúni 21, Garðahreppi
en eigendur hans eru hjónin Erna
Konráðsdóttir og Sveinbjörn
Jónsson.
Á fundi klúbbsins mánudaginn
12. sept. s.l. var þeim hjónum
afhent viðurkenningarskjal fyrir
bezt hirta og fegursta garðinn
á félagssvæði klúbbsins sumarið
1966.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík
viðurkenning er veitt á þessu
svæði en ætlunin er að halda því
áfram og þá jafnfamt ráðgert að
veita viðurkenningu fyrir snyrti-
legasta bændabýlið á félagssvæð-
inu.
Það er von forráðamanna klúbbs
ins að viðurkenningar sem þessar
verði garðeigendum og bændum
hvatning til snyrtilegrar umgengni
við heimili sín.
Leikfanga-
happdrætti
Thorvaldsensfélagið efnir ^iú í
þriðja sinn til hins vinsæla leik
fangahappdrættis síns. Hagnaðin
um verður varið til fyrirhugaðrar
viðbótarbyggingar við Vöggustofu
Thorvaldsensfélagsins við Sunnu
torg. Eins og kunnugt er, er mjög
aðkallandi að byggja heimili fyr
ir böm frá 2—6 ára, sem tekur
við börnum frá Vöggustofum bæj
arins, þ.e. þeim börnum sem ekki
eiga heimili eða foreldra sem geta
annazt þau.
Thorvaldsensfélagið væntir þess
að foreldrar gefi börnum sínum
tækifæri til að styrkja gott mál-
efni, með því að kaupa happdrætt
ismiða. Þeir kosta aðeins 10 kr.
og verða fil sölu á Thorvaldsens
bazar — í Háskólabíó eftir kl.
4, í Kjörgarði og víðar um bæinn.
„Dagur Leifs
Eiríkssonar"
.- Johnson forseti lýsti því yfir
í dag, að 9. október skyldi heita
„Dagur Leifs Eiríkssonar". í yfir
lýsingu forsetans segir, að Leifur
heppni eigi sterk ítök í hjörtum
milljóna Bandaríkjamanna af
skandinaviskum ættum.
Þessi fornu norrænu afrek eru
einnig hluti af bandarískum arfi
okkar. Það voru nefnilega karl
ar og konur af norskum, sænskum
og dönskum ættum eða afkom
endur þeirra sem fyrst lögðu und
ir sig bandarísku slétturnar og
lögðu grundvöllinn að hinni miklu
jliandbúnaðarframleiðslu, seigir í
yfirlýsingu Johnsons forseta.
Le!kfélagið
Framhald af 3. síðu.
Eins og áður er getið, er þetta
í annað sinn, sem Christian Lund
stjórnar leikriti fyrir Leikfélag
Reykjavíkur. Leikmyndateiknar-
inn, Nisse Skoog, vinnur aftur á
móti i fyrsta sinn fyrir félagið,
en hann og Lund eru báðir fast-
ráðnir við Borgarleikhúsið í
Stokkhólmi. í ráði er, að þeir fé-
lagar sjái um uppfærslu á þessu
sama leikriti þar. Leikstjórinn,
Christian Lund fer þegar utan að
lokinni frumsýningu, og á hann
að stjórna uppfærslu á Vermlend-
ingunum eftir Oxenstjarna. Þá
hefur honum og verið boðið til
Bremen til þess að sjá um leik-
stjórn þar á Þjófum, líkum og
fölum konum.
Helztu leikendur þessa verks
eru þau, Arnar Jónsson, sem leik-
ur Alecino, Sigríður Hagalín, sem
leikur Beatrica, Brynjólfur Jó-
hannesson, sem leikur Pantalone.
Aðrir leikendur eru Haraldur
Björnsson, Kristín Anna Þórarins-
dóttir, Guðmundur Pálsson, Jó-
liann Pálsson, Valgerður Dan og
Kjartan Ragnarsson. Leikfélagið
hefur auk þess tekið upp þá ný-
breytni í vetur að ráða aðstoðar-
leikstjóra að hverri sýningu. Að
þessu sinni var Sigmundur Örn
Arngrímsson aðstoðarleikstjóri en
jafnframt leikur hann burðarkarla
og þjóna og fieiri smáhlutverk.
Við leikinn hefur Lilja Hallgríms-
son samið dansa, Egill Halldórs-
son æfði skylmingar, og Ingibjörg
Stefánsdóttir sá um búninga.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur
verða í vetur 10 fastráðnir leik-
arar, auk framkvæmdastjóranna í
Iðnó og Tjarnarbæ. Fastráðnir eru
því tólf menn; liafa þeir Borgar
Garðarson og Bjarni Steingríms-
son bætzt í hóp fastráðinna leik-
ara.
Um næstu sýningar vildi Sveinn
Einarsson geta þess, að byrjað
væri að æfa Fjalla-Eyvind eftir
Jóhann Sigurjónsson, og leika þar
aðalhlutverkin, Höllu og Kára,
Helga Bachmann og Helgi Skúla-
son. Þá kvaðst leikstjóri vonast
til þess, að félagið gæti hafið aft-
ur sýningar á Dúfnaveizlunni eftir
Halldór Laxness, en endursýning-
ar á því verki hafa ekki hafizt
vegna veikinda eins leikarans. Þor
stein Ö. Stephensen. Leikfélagið
mun einnig sýna mjög frægt leik-
rit, Tangó, eftir pólskan rithöfund,
og hefði því verki verið mjög vel
tekið í Evrópu. Barnaleikritið yrði
væntanlega flutt í Tjarnarbæ um
jólaleytið. Afmælissýning væri í
vændum í janúar, en þá yrði Leik-
félagið sjötugt. Ekki vildi leik-
stjóri að svo stöddu skýra frá því
hvaða verk yrði þá tekið til sýn-
ingar. Loks kvaðst Sveinn Einars-
son leikliússtjóri vilja geta þess,
að L.R. liefði keypt tvo einþátt-
unga eftir Jónas Árnason og yrðu
þeir sýndir í vetur. Væri hér um
mjög nýstárleg verk að ræða og
slægi Jónas Árnason hér á nýja
strengi í íslenzkri leikritun. Ein-
þáttungar þessir bera nöfnin: Táp
og fjör, og Drottins dýrðar koppa-
logn.
Fjórðungsþing
Framhald af 3. síðu.
mundsson, sýslumaður á Sauðár-
króki. igjaldkeri, Hákon Torfason,
bæiarstjóri á Sauðárkróki, vara
gjaldkeri, Björn Friðfinnsson ,bæj
arstjóri á Húsavík, ritari, Ásgrím
ur Hartmannsson, bæjarstjóri í Ó1
afsfirði, vararitari, Magnús E. Guð
jónsson, bæjarstjóri á A’kureyri.
meðstj. Jóhann Skaftason, sýslu
maður Húsavík.
Þingið samþykbti allmargar á-
lyklanir, vargandi hagsmunamál
byggðanna í Norðlendingafjórð-
ungi, m.a. varðandi Framkvæmda
áætlun Norðurlands, atvinnujöfn
unarsjóð, staðsetningu atvinnufyr
irtækja og samgöngumál og verða
þær ályktanir sendar iblöðum og
útvarpi innan skamms.
Kanoi
Framhald af 1. síðu.
cong ætti ekki að eiga í neinum
erfiðleikum með að kynna skoðan
ir sínar á hugsanlegri friðarráð
stefnu.
Johnson lét í Ijós ánægju með
friðaráskorun Páls páfa og kyaðst
vilja gera allt sem í lians valdi
stæði til að uppörva hann. Forset
inn lagði á það áherzlu að Banda
ríkjastjórn vildi taka þátt í hvers
konar viðræðum sem „árásarmenn
irnir“ hefðu einnig áhuga á að
taka þátt í, Við leitum eftir friði
sagði hann. Við vildum gjarnan
hætta bardögum á morgun. Við
kjósum fremur að þessi deila verði
leyst með viðræðum en með vopna
valdi. En þar til árásaraðilinn
fellst á að láta af stefnu sinni og
setjast að samningaborði eigum
við ekki annarra kosta völ en að
verja og vernda frelsisunnandi
fólk. Þetta er einmitt það, sem við
hyggjumst gera, sagði forsetinn.
Aðspurður sagði Johnson, að
hann hefði aldrei efast um að Sov
étríkin vildu samningaviðræður í
Vietnamdeilunni. Ég hef alltaf
verið þeirrar iskoðunar, að sovézk
ir leiðtogar vilja iheldur samninga
viðræður en það, sem nú er að
gerast, sagði hann.
Reynaud
Framhald af 1. síðu.
hershöfðingja í stjórn sína 1940
og var stuðningsmaður 5. lýðveld
isins. en seinna isnerist hann gegn
de Gaulle og gagnrýndi utanríkis
stefnu hans, einkum gagnvart
NATO.
Á árunum fyrir stríð varaði
'hann við þróuninni í Þýzkalandi
á sama hátt og Churchill, en fáir
tóku mark á viðvörunum hans.
Hann varð forsætisráðherra 21.
marz 1940 eftir fall Daladieer-
stjórnarinnar, en tveimur mánuð
um síðar réðust Þjóðverjar inn
í Frakkland. Reynaud sagði af sér
þegar aðrir ráðherrar í stj óhn
hans vildu semja um vopnahlé,
og myndaði Pétain þá nýja stjórn
Á stríðsárunum var hann í fawga
búðum nazista.
Hann var aftur kjörinn á þing
1946 sem óháður ,en tapaði þing
sætinu fyrir nokkrum árum fyrir
gaullista. Hann gegndi ýmsum ráð
herraembættum á dögum 4. lýð-
veldisins.
V©n Hassel
Framhald af 1. síðu.
baráttuþrek hermannanna. Krafan
var borin fram af Helmut Schmidt
eftir að von Hassel hafði haldið
uppi vörnum fyrir stjórn sína á
landvarnaráðuneytinu og neitað
að vestur-þýzkir herforingjar
reyndu að tryggja sér aukin völd.
Schmidt sagði, að mörgum her-
mönnum fyndist að þeir störfuðu
í her, sehi ekki nyti vinsælda.
Nokkrir ungir liðsforingjar tækju
æ fjandsamlegri afstöðu gegn lýð-
ræðinu. Óánægjan innan herafl-
ans væri meiri en nokkru sinni
fyrr og um 158 starfsmenn land-
varnaráðuneytisins hefðu vald til
að segja heraflanum fyrir verkum
Allt væri í óvissu, allt frá Star-
Kópavogur
Börn eða unglingar
óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrif-
enda í Kópavogi.
Upplýsingar í síma 40319.
Alþýðublaðið.
VeiténgahúsiS ASKUR.
SUÐURLANDSBRAUT 14
BÝÐURYÐUR
MJélkisrís og EViiSk sake
SÍMI 38-550.
—
14 22. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
fighterþotunum til ullarteppanna
sem hermennirnir notuðu.
(Ein meginástæðan til deilunn-
ar milli herforingjanna og hinna
borgaralegu yfirmanna þeirra eru
hin tíðu slys í flughernum).
Erhard kanzlari, sem hélt fyrstu
ræðuna, sagði, að landið bæri
traust til herafla síns og að vand-
inn væri í því fólginn, hvernig
efla mætti heraflann og aðlaga
hann þjóðfélaginu. von Hassel
neitaði því, að herforingjarnir
reyndu að binda enda á yfirstjórn
stjórnmálamanna yfir heraflanum.
Aldrei hefði minnsti efi ríkt um
tryggð þeirra við stjórnarskrána
og því fjarri, að herforingjarnir
sæktust eftir völdum. Deilan hefði
engin áhrif á skuldbindingar Vest
ur-Þjóðverja gagnvart NATO eða
vilja þeirra til að varðveita frið
og öryggi með því að halda uppi
herafla, sem gerði það að verkum
að hugsanlegir fjandmenn hikuðu
við að gera árás.
Skipaður lögreglu-
stjóri á Bolungarvík
Rvík,—KE.
Hafsteinn Ilafsteinsson lögfræð-
ingur, var hinn 25. ágúst skip-
aður til að vera lögreglustjóri í
Bolungarvík frá 1. september að
telja.
Starfinu gegndi áður Jón G.
Tómasson, lögfræðingur.
Sjónvarpið
Framhald af 1. síðu.
Þá kynntu dagskrárlið’ina tvær
myndarlegar stúlkur.
Óska má sjónvarpinu til ham
ingju með þessi tæknilegu mis
tök, því undirtektir áhorfenda
lofa svo sannarlega góðu um
væntanlega starfsemi þess.
Orðsending
Um þessar mundir eru mikl
ir erfiðleikar í sambandi við
dreifingu blaðsins til áskrif-
enda í Reykjavík. Mörg börn,
sem starfað liafa við dreif-
ingu hættu þegar skólar hóf-
ust. Unnið er að því að tryggja
að blaðið komist skilvíslega
til allra kaupenda og verður
þess vonandi ekki langt að
bíða, en á meðan biðjuni við
kaupendur að sýna nokkra
biðlund, þótt einhver mis-
1 brestur kunni að verða á nú
nokkra næstu daga.
Kaupum hreinai*
tuskur.
Bólsturiójan
Freyjugötu 14.