Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 3
Nasser bælir niðyr mót- spymu i Jemen NASSER forseti hefur bæit niður vaxandi mótspyrnu gegn Egyptum í Jemen, smáríkinu í suðvestur íhorni Arabíuskaga, þar sem borg arastyrjöld íhefur geisað í fjögur ár síðan konungi landsins var steypt af .stóli. Egyptar hafa fjöl mennt herlið í landinu itil stuðn ings lýðveldissinnum í baráttu þeirra við konungssinna, sem hafa ifengið aðstoð frá Saucíi-Arabíu Borgarastyrjöldin virðist vera kom in í algera sjálfheldu, og hefur hvorugum aðilanum veitt betur. Að því er áreiðanlegar heim ildir herma voru það Egyptar, sem stóðu fyrir því, að stjórn lands ins var vikið frá völdum fyrir nokkrum dögum. Ástæðan til þess að Nasser forseti ákvað að víkja stjórninni frá völdum var sú að ráðherrar hennar reyndu að draga úr áhrifum Egypta í stjórnmálum landsins og hefja samningaviðræð ur við konungssinna. Hassan al Amri forsætisráðherra og samráð herrar hans voru handteknir í Kairo. Forseti landsins, Abdullah al-Salal, sem er eindreginn stuðn ingsmaður Egypta, myndaði nýja stjórn, og fyl'gja allir ráðherrar hans Egyptum að málum. Nasser sinnar eru sagðir hafa itöglin og hagldirnar í nýju stjórninni, en hún nýtur lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Einn ráðherrann er hlynntur kommúnistum, en komm únistar hafa aldrei átt fulltrúa í ríkisstjórn í Jemen. Með aðgerðum sínum gegn liin um hófsamari mönnum úr hópi lýðveldissinna í Jemen undir for ystu al-Amri hershöfðingja hefur Nasser sýnt svo að ekki verður um vilzt, að hann er staðráðinn í að láta her sinn verða um kyrrt í Jemen, að minnsta kosti þar til Bretar hafa flutt burtu herlið sitt frá Suður-Arabíu 1968, og bæla niður hvers konar mótspyrnu gegn slíkri stefnu í Jemen. Ástæð an fyrir þessari stefnu Nassers er hin víðtæka valdabarátta, sem í vændum er á öllum hinum olíu auðuga Arabíuskaga. ★ ANDVÍGIR ÁRÁSUM Á ADEN. Sumir segja, að aðgerðir Nass ers séu svipaðar því, að Norður Vietnamar eða Kínverjar beittu neitunarvaldi gegn friðarumleitun um leiðtoga í Vietcong-hreyfing- unni.' Góðar heimildir herma, að hinir hófsömu lýðveldissinnar undir for ystu al-Amris henshöfðingja, en talið er að mikill meirihluti lýð yeldissinna í Jemen fylgi þeim að málum, hafi einnig verið andvígir því, að Egyptar noti Jemen fyrir stökkriall til hermdarverkaaðgeröa gegn Bretum í Suður-Arabíu. Starfsmenn egypsku leyniþjónust unnar hafa notað bæinn Taez í Jemen fyrir æfingamiðstöð hermd arverkamanna. Einnig er sagt að al-Amri og fylgismenn hans hafi sakað Egypta um að stjórna samskiptum Jem ens við önnur ríki, skipta sér af stjórn fjármála og hafa eftirlit með vopnasendingum til Jemen frá kommúnistaríkjum. Fylgismenn al-Amris reyndu á- rangurslaust að ná tali af Abdel Hakim Amer varaforseta, næstráð anda Nassers forseta, til að bera upp þessar kvartanir við hann. Þetta gerðist 16. sept. Um kvöld ið handtóku starfsmenn egypsku leyniþjónustunnar fylgismenn al- Amris, þar sem þeir sátu á fundi í íbúð Ahmed Nomans fv. forseta í Kaíró. Meðal þeirra, sem voru hand teknir, voru fimm af sjö meðlim um hins volduga Lýðveldisráðs, Nasser og Salal. isem sett var á fót fyrlr einu ári í þeim tilgangi að takmarka völd ál-Salals forseta. Þessir menn voru al-Amri forsætisráðherra, Noman fv. forsætisráðherra, Hamoud el- Jaffi fv. forsætisráðherra, Abdel Salam Sabra, fv. ráðherra og eitt sinn istarfandi forsætisráðherra, og Abdul Rahman Iriani dómari, aldraður stjórnmálamaður. Fleiri menn voru handteknir af egypsku leyniþjónustunni, m. a. Hassan Mekki utanríkisráðherra eða alls rúmlega 10 hófsamir lýð veldissinnar. Iriani dómara og el- Jaifi hershöfðingja hefur síðan verið leyft að snúa aftur til í- búða sinna í Kairo en þeir eru undir ströngu eftirliti. Um af- drif hinna er ekki vitað. ★ LANGUR AÐDRAGANDI. Barátta al-Salals forseta og and stæðinga hans, sem vilja láta hags muni Jemens sitja ,í fyrirrúmi n'áði hámarki í siðasta mánuði, skömrnu eftir að forsethm sneri aftur til Jemen um miðjan ágúst eftir langa fjarvist í Kairo vegna veikinda. En hinir hÖfsömu lýð- veldissinnar höfðu um langt skeið aukið áhrif sín að tjaíáabaki. Þeir höfðu samið áætlun þess efnis, að al-Salal yrði vikið úr forsetastóli Og að friðarviðræður yrðu hafn ar við konungssinna án vitundar. Egypta, en Egyptar hafa venju lega tekið þátt í slíkum viðræð um til þessa. Stuðningsmenn kliku þeirra No mans, Irianis og al-Amris sögðu að tillögum þeirra hefði aukizt fylgi meðal jemenskra lýðveldis sinna í júlímánuði, einkum með al ættarhöfðingja og stjórnmála- manna, en er hér var komið sögu höfðu þeir ekki leitað hófanna hjá konungssinnum. En þá ákvað stjórnin í Kairo allt í einu að 'senda al-Salal forseta aftur til Jemen til að hamla gegn hinni vaxandi ólgu í garð Egypta. Vegna heimkomu al-Salals á- kváðu hinir hófsömu lýðveldissinn ar að kynna um’heiminum skoðan ir isínar með því að fara til Ad en eða Asmara í Eþíópíu, halda blaðamannafund og knýja stjórn- ina í Kairo til að istuðla að friði I í Jemen og tryggja sjálfstæði lands ins. En egypsk yfirvöld komu í veg fyrir förina. Að lokum féllust þeir á tillögu Egypta um að koma til Kairo. Þangað komu al-Amri og fylgis menn með egypskri herflugvél 10. september. Að því er góðar heimildir herma voru al-Amri og félagar hans hand teknir til að koma í veg fyrir að þeir töluðu nokjkuð frekar við útlendinga, Rússa eðá Bandaríkja menn, meðan al-Salal forseti mynd aði stjórn sína. Tónleikar - Listdans Lábragðsleikur - Listfimleikar í Þjóðleikhúsinu í kvöld sunnudaginn 25. september kl. 20. Aðgöngumiðar í Þjóðieik- húsinu Næsta sýning í Bæjarbíó á morgun, mánu- dag, 26. septó kl. 21. Aðgöngumiðasala bar frá kl. 4 á morgun. ATH.: Þessi hópur hefur ferðazt víða um lönd og hvarvetna hlotið beztu iviðtökur. Pétur Pétursson. I. DEILD Laugardalsvöllur: ÚRSLIT, í dag, sunnudag 25. sept. kl. 4 leika til úrr slita Ungir rússneskir listamenn Dómari: Steinn Guðmundsson. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 100.oo kr. 75.00 Börn kr. 25.00. Komið og sjáið mest spennandi leik HVOR SIGRAR? Mótanefnd. ! Valur - I.B.K. 25. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.