Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 4
KHstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RltetJómarfuU. trúl: ElSur Guönason. — Símar: 14900-1-4903 — Auglýalngasimi: 14B00. ASsetur Alþýöuhúslö viö Hverflsgötu, Heykjavik. - Pr*ntsmiCJa Alþýöu þlaOstns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kr. 7.00 elntakitf. Gtgefandl Alþýöuflokkurinii. ÓFORSJÁLNI GÍFURLEG uppbygging hefur átt sér stað í síldar iðnaðinum á undanförnum árum og hefur hver ný verksmiðjan risið á fætur annarri. Á Austfjörðum er nú komin síldarverksmiðja í næstum hvem fjörð og sumsstaðar fleiri en ein. Afkoma verksmiðjanna hefur verið með ólíkindum góð, þótt eitthvað kunni nú að halla undan fæti um sinn vegna verðlækkunar er- lendis. Miklum hluta bræðslugróðans hefur verið varið í tnýjar fjárfestingarframkvæmdir, og ef til vill ekki alltaf jafnmikillar hagsýni eða skipulagningar gætt og æskilegt hefði verið. Þannig segir í skýrslu Efna- hagsstofnunarinnar til Hagráðs, að afkastageta síldar- verksmiðjanna á Austurlandi sé nú þegar orðin það mikil, að frekari uppbygging sé hæpin frá hagrænu sjónarmiði og beinlínis óæskileg frá félagslegu sjón- armiði, þar eð hún dragi úr nýtingu mannafla og tækja norðanlands. Segir ennfremur í skýrslunni, að það breyti engu, þótt afkoma þeirra verksmiðja á Austurlandi, sem bezt séu staðsettar sé framúrskar- andi góð og nýjar verksmiðjur gætu gefið eigendum arð. Síldarstofninn muni nú vera nærri hámarki- og megi búast við að halli undan fæti um nokkurt ára- bil,..og sé því þeim mun minni ástæða til nýrrar fjár- festjngar í þessari grein. Ungur verkfræðingur, Kjartan Jóhannsson, drap tnýlþga á þá athyglisverðu staðreynd í útvarpserindi, að í rauninni er nýting síldarverksmiðjanna á íslandi innan við tíu af hundraði og að þær gætu brætt allt það'magn síldar, sem að landi kemur árlangt- á 25- 30 sólarhringum. Eigendur síldarverksmiðjanna á Austurlandi hafa að því er virðist mest um það hugsað að byggja fleiri og stærri síldarbræðslur og treyst á, 'að framhald yrði á verðhækkunum erlendis og síldin mundi halda á- fram að veiðast í jafnríkum mæli. Þeir hafa ekki lagt fé til hliðar til að eiga til að mæta erfiðleikum og er slíkt að sjálfsögðu mikil óforsjálni. Nú hefur það skeð, að verðlækkun hefur átt sér stað á síldarlýsi og síld'armjöli, sem skapa mun marg- víslega erfiðleika um sinn. Þegar við þetta kann svo að bætast síðar að aflinn minnkar, eykur það 'auðvitað enn á erfiðleikana. Hagsýnir fésýslumenn reikna ekki_ með, að góðæri vari til eilífðar og þá sérstak- lega ekki í jafnótryggum atvinnuvegi og síldveiðar eru. Þá lexíu ættum við íslendingar að hafa lært fyrir lön^ji. Samkomulagsumleitanir um síldarverð standa nú yfir. Vonandi tekst þar að finna lausn án afskipta yfir dórm, þannig að báðir aðilar taki á sig hluta þeirrar lækkunar, sem virðist fyrirsjáanleg, og kappkostað verði að skerða ekki hlut sjómanna umfram það sem reynist óhjákvæmilegt. 4 25- september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ DANSS Skólinn tekur til starfa mánudaginn 3. okt. í barnaflokkum verður kennt í öllum aldursflokkum allt frá 2ja ára. í samkvæmisdönsum verður allt það kennt sem efst er á baugi. M a. Hill-Bylly-samba. Hoppel-Poppel. Sportdans, og fyrir táningana Natusi. HJÓNAFLOKKAR STEPP. I REYKJAVÍK er skólinn til húsa í hinum nýju og glæsilegu húsakinnum að Skipholti 70 og Skátaheimil- inu. í KÓPAVOGI verður kennt í Félagsheimilinu. í Keflavík fer kennsla fram í Aðalveri Upplýsinga og innritunarsímar frá og með 25. sept. Reykjavík: 14081 kl. 9-12 f. h. og 1-7 e. h. 39002 kl. 1-7 e. h. Kópavogur: 14081 kl. 9-12 f. h. og 1-7 e. h. Keflavík: 1516 kl. 2-6 e. h 2391 kl. 2-6 e. h. Kennt verður alþjóðakerfið og nemendur þjálfaöir til að taka alþjóöamerkið. Upplýsingar liggja frammi í bókabúðum og víðar. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS ' krossgötum ★ ERLENDAR BÆKUR. Kunningi okkar, sem er tals- verður bókabéus leit inn á ritstjórnina fyrir nokkr- um dögum, og sagði sínar farir ekki alltof sléttar i sambandi við kaup á erlendum bókum í bóka- verzlunum í borginni. Hann kvað það yfirleitt vera svo, að ef hann kæmí inn í bókabúð og spyrði afgreiðslustúlku eftir einhverri ákveðinni erlendri bók, væri svarað nær alltaf • Nei, hún er því miður ekki til.Oft fyndi hann svo þessa sömu bók, þegar hann færi að skoða það sem á boðstólum værL Ekki væri allar þær bókaverzlanir, sem verzla með erlendar bækur með þessu sama marki brenndar sagði hann, og ef verzl- unarstjórinn væri við afgreiðslu væri yfirleitt greið ari og ákveðnari svör að fá. Þetta getur oft verið mjög bagalegt, sagði bókabéusinn, og mér virðist sem í meginhluta tilfella hafi afgreiðslustúlkurn- ar bókstaflega ekki hugmynd um hvað er til og hvað ekki. Þetta er slæmt ástand, því hér er yfirleitt nokkuð gott úrval erlendra bóka í bóka- verzlunum, og það er afleitt að þurfa ef til vill að panta bók, og bíða eftir henni 4—6 vikur, sem var svo til eftir allt saman. ★ ÍSLANDSLÝSINGU VANTAR Svo virðist sem í bókaverzlun um hér sé ekki hægt að fá neina aðgengilega ís- landslýsingu, og er það mikill skaði. Steindór Stein dórsson skrifaði á sínum tíma stutta íslandslýsingu, sem ýmsir skólar hafa notazt við, en sú bók, þótt ágæt sé er nú löngu úrelt. í ferðahandbókinni er ýmsan fróðleik að finna, en enga heillega lýsingu. Landafræði Guðmundar Þorlákssonar um ísland er ágæt, en hún er fyrst og fremst kennslubók mið- uð við nemendur í gagnfræðaskólum. Árbækur Ferðafélags ísiands hafa auðvitað að geyma sjó af fróðleik um landið, en bæði er að þær eru ekki allar fáanlegar lengur, og að auki eru þær ekki beinlínis aðgengilegar þótt merkisrit séu. Það er ekki vansalaust að ekki skuli vera til í einni bók heilleg landlýsing, sem ekki væri þó allt af ágripskennd. Slík bók mundi áreiðanlega selj- ast auk þess sem grundvöllur væri fyrir að þýða íana á erlend mál. Það er ekki nóg að gefa út [allegar myndabækur um ísland, ærinn fróðleikur í orðum verður að fylgja ef verulegt gagn á að verða að. Virðist hér verkefni fyrir framtakssaman bókaútgefanda, sem áreiðanlega yrði ekki van- þaltkað. Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.