Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 7
IEffir Ólaf Jónsson Bréf „áhugamanna um sjón- varp' til bandaríska herstjórans í Keflavík, Weymouth aðmíráls, sem birt var í blöðunum sl. sunnudag, er átakanlegt plagg, verðugur eftirmáli við sjónvarps málið sjálft sem nú má ætla að sé til lykta leitt. Þess er varla að vænta að aðmírállinn breyti afstöðu sinni í málinu fyrir und- irdánuga áskorun sjónvarps- áhugamanna. Þó færa þeir fram rök fyrir sínu máli sem vert væri að fá svarað: „Vér viljum minna á,“ segir í bréfi þeirra til aðmírálsins, „að þegar sjónvarpsstöðin í Kefla- vík var stækkuð á sínum tíma, Voru þau rök fram færð fyrir stækkuninni að ekki væri lengur hægt að' reka hina minni sökum þess að stöðvar sem hún væru ekki lengur í notkun. Nú virð- ast aðalrökin, sem þá voru, orðin algerlega haldlaus og engin vand kvæði á því að takmarka send- ingar stöðvarinnar." Sjónvarpsmálinu lauk með á- líka veglegu móti og það hófst; Bandaríkjamenn kingdu sjálfir skömm sinni. En af þessari með- ferð málsins leiðir að það upp- lýsist aldrei til fulls, hér eftir sem hingað til verður látið liggja milli hluta hvernig það kom til og þróaðist siðan, hverjir beri sök á því öngþveiti sem það leiddi til, hvaða lærdóm megi af því draga. Það er vert að minna á það enn eitt sinn að hreinn óþarfi var að láta sjón- varpsmálið nokkru sinni hefjast, að unnt hefði verið að stöðva það áður en í fullkomið óefni var komið, með því til dæmis að hlíta viðvörun sextíumenning- anna margumtöluðu þegar hún kom fyrst fram. Hefðu stjórnar- völd þá viðurkennt opinskátt að þeim hefði skjátlazt í þessu máli og stöðvað rekstur sjón- varpsins, hefðu þau þar með firrt sig frekari tortryggni og ámæli. Þess í stað var sá kost- ur tekinn að aðhafast alls ekki neitt — en óhjákvæmilega hefur Keflavíkursjónvarpið haft mót- andi áhrif á undirbúning og upp- haf íslenzka sjónvarpsins auk þess sem innflutningur sjón- varpstækja, vegna Kefiavíkur- sjónvarpsins, hefur orðið því bein tekjulind. Það mun koma í ljós á næstu vikum og mánuðum hversu heillavænlegt þetta upp- haf reynist. En ljóst er að í stað þess að vera brautryðjandi í sjónvarpsrekstri á íslandi -verður það hlutskipti íslenzka sjónvarpsins í upphafi sínu að koma í stað hermannasjónvarps- íns í Keflavík á þúsundum ís- lenzkra heimila, við öánægju og tortryggni þeirra sem mestri tryggð hafa tekið við hið amer- íska afþreyingaefni. í bréfi sjónvarpsáhugamanna blandast saman með undariegum og ógeðfeOdum hætti smjaður og hræsni annars vegar, hins vegar ögranir og hálfkveðnar hótanir sem raunar virðist beint að íslenzkum aðiljum engu síður en hinum ameríska aðmírál. Hræsni og smjaður kaOa ég tal bréfritara um frelsi, val- frelsi á menningarlindum heims- ins „á voru kæra landi”, sjálfs- forræði í afnotum af siðferðis- lega þroskaðri trúaðri og menn- ingarþróaðri fjölmiðlun Banda- ríkjamanna í Keflavík, Banda- því að takmörkun Keflavíkur- sjónvarpsins sé í rauninni sigur „kommúnista" í „herferðinni gegn NATO hér á landi”; þeir álíta bersýnilega að honum sé það einhvers konar hagsmunamál að snúa slíkum „sigri” upp í ó- sigur. Takmörkun Keflavíkur- sjónvarpsins yrði einungis til þess, að „kveikja úlfúð í hugum þúsunda íslendinga í garð okkar ágæta varnarliðs og íslenzkra sjónvarpsvalda” segja bréfritar- ritara á varnarsamningnum við Bandaríkin og hlutverki varnar- liðsins í Keflavík er alveg ljóst hvað fyrir þeim vaki: Þeir vilja brýna það fyrir aðmírálnum að í þeirra hópi sé að finna hollustu vini Bandaríkjanna á íslandi sem varhugavert sé að styggja. Er þá ætlandi að þessir sömu menn séu falir með sál og sann- færing sé sjónvarp eða önnur þvílík gæði annars vegar. Þarf að deiia lengur um afsiðunaráhrif ríkjamenn, og aðmírálinn per- sónulega, sem sérstaka „frelsis- bera.” Sjónvarpsáhugamenn skora á aðmírálinn „í nafni frelsarans sem þér Bandaríkja- menn berjist fyrir í viðri veröld” að viðhalda sjónvarpsrekstrinum í Keflavík óbreyttum. Það er að vísu nýjung að heyra að Banda- ríkjamenn berjist „fyrir frelsar- ann“ í Vietnam eða Santo Dom- ingo til dæmis. Enda er öllu frelsistalinu að því stefnt að dylja þá einföldu staðreynd að Keflavíkursjónvarpið var beint tilræði við íslenzkt sjálfsforræði í menningarefnum, að með því seildust Bandaríkjamenn til öld- ungis óeðlilegra áhrifa í ís- lenzku þjóðlífi. Sjálft bréf sjón- varpsáhugamanna er til marks um það að úhrifalaust hefur sjónvarpið ekki verið. En sjónvarpsáhugamenn virð- ast skynja að skjallið sé þeim ekki einhlítt. Því bregða þeir á það ráð að brýna aðmírálinn á ar. Og ögrun er eklci lengi að snúast upp í ógnun: „Kosningar fara nú í hönd á íslandi, og ráðstöfun sem þessi takmörkun á frelsj fólks vekur slíka reiðiöldu að hún hlýtur að koma einhvers staðar fram og gæti hæglega haft áhrif á kosn- ingarnar á komandi vori. Hún gæti einnig orðið þess valdandi að sjónvarpseigendur létu í stór- um stíl innsigla tæki sín í stað þess að greiða sjónvarpsgjald, og yrði þannig til að kæfa ís- lenzka sjónvarpið í fæðingunni fjárhagslega." Það er að vísu vandséð hvern- ig kosningarnar í vor komi Weymouth aðmírál við eða þá rekstrarhorfur islenzka sjón- varpsins. Vita sjónvarpsáhuga- menn ekki að aðmírállinn er hér með iiði sínu samkvæmt sér- stökum samningi íslands og Bandaríkjanna, að lionum eru íslenzk innanlandsmál óviðkom- andi og óheimil afskipti af þeim? En hvað sem líður skilningi bréf- ameríska sjónvarpsins í Kefla vík, þegar svo þýleg afstaða er auglýst blygðunarlaust á mann- fundum og í blöðum? Hitt má vera að þessum hálf- kveðnu hótunum sé alls ekki beint til Weymouth aðmíráls þó þær séu stílaðar til hans, heldur sé þeim ætlað að ögra ís- lenzkum stjórnmálamönnum og skjóta þeim skelk í bringu; það er ekki nýjung að einstakir hags- munahópar reyni að kúga ístöðu- litla stjórnmálamenn til hlýðni við sig með slíkum hætti, og tekst það stundum. Raunar er þessi „hótun“ alveg óvenjulega hjákátleg. Ekkert er að vísu eðli- legra en sjónvarpsáhugamenn fargi tækjum sínum. ef þeir vilja ekki nýta íslenzka sjónvarpið, enda mun ekki ótitt að þeir lýsi í sinn hóp fyrirlitningu sinni á sjónvarpsnefnu þeirri sem hér eigi að fara að reka. Þá mun skjótt koma á daginn á hverju „sjónvarpsáhuginn" eiginlega er. En ætla sjónvarpsáhugamenn virkílega allir sem einn að kjósa t. d. kommúnista í kosningunum í vor til að „mótmæla" takmörk- un Keflavíkursjónvarpsins? — Eitthvað þvílíkt virðast þeir þrátt fyrir allt vera að reyna að gefa í skyn í bréfi sínu til aðmír- álsins í Keflavík! Ekki verður því neitað að að stjórnarandstaðan, sem nú á von á svo óvæntum stuðningi í kosningunum í vor, hefur tekið ögninni mannborlegri afstöðu til sjónvarpsmálsins en stjórnar- flokkarnir. En þar sem á reýnir virðast þó allir flokkár undir eina sök seldir í þessu máli sem öðrum. Það bar til að mynda ekki á öðru en talsmenn allra stjórnmálaflokka fylgdUst fast að í Vestmannaeyjum á dögun- um í baráttunni fyrir „val- frelsi“ og „sjálfsforræði“ eyja- skeggja til afnota af Keflavíkjir- sjónvarpinu. Vilji sjónvarps- áhugamenn rísa gegn sínym gömlu flokkum væri einasta ráðjð líklega að stofna eigin stjórn- málaflokk fyrir vorið sem ljka væri vel viðeigandi þegar sjion- varp kemur fyrsta sinni við sijgu í íslenzkri kosningabaráttu. Þá væri málstað „frelsarans“ Vel komið. Og ekki örvænt um að kosningar yrðu skemmiílegaiv Endalokum gjónvarpsmálájns hefur til þessa verið tekið níeð merkilegu fálæti, ef frá eru sj|il- in viðbrögð sjónvarpsáhuga- raanna. Stjórnarvöld og stjcg'n- málamenn láta sem sér k<|ui málið ekki við. Sextíumenníftg- arnir sælu sem oft hafa la|ið ljós sitt skína af minna tilefpi þegja nú allir sem einn og r#-ð- ast ekki hafa tekið eftir þvi;; að þeirra málstaður hafi unnið f|ig- ur að lokum. Og senn tekuriíís- lenzka sjónvarpið til starfafog þá fyrnist þetta ankanalega ær- intýr fyrr en varir. En þær menningarástæður sem skáip- uðu það, og bréf sjónvarpsahd- stæðinga ber átakanlegt vítni eru óbreyttar eftir sem áður. QJ. SIVIURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bíílífm er smurðör og rWl* 8eájum sllftf ícguaöír fif sutisrai|u: i Koparpípur og Rennilokar Fittings Ofnakranar Tengikranar Slöngukranar Blöndunartæki Burstafell Bygrgingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3- Simi 3 88 40. ‘1 !i 25- september 1966 -- ALÞVÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.