Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 13
'0184. DIETER BORSCHE BARBARA RUTTING llHk HANS SUHNKEFí Vofan frá Soho Óhemju spennandi CinemaSeope kvikmynd byggð á sögu Edgar WsUace. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð bömum. Aukamynd: með Bíthinum. Sjóræningjaskipið. Sýnd kl. 5 Bönnuð innan tólf ára. Eltingaleikurinn mikli. Barnasýning kl. 3. Cevilsmile^sfc- aldeandre r/fh C3 leafDemselr/ / íknudevtefilm tned poesi-humor.satire, fmsBEiemitT^k lCANIttS H T'rúrlcf unarhringar Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. Auglýsið í Alþýðublaðinu Sími 50249 Ný tékknesk, fögur litmynd í CinemaScope, hlaut þrenn verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri: Vojtecli Jasny. Sýnd kl. 6.45 og 9. Sofus frændi frá Texas. Skemmtiieg dönsk litmynd. Sýnd kl 5. Sofus frændi. Sýnd ki. 3og 5 Nú var limgirðingin á vinstri hönd hans og hann sá ekki út á götuna. Þegar hann kom fyrir hornið féll höggið. Höggið kom óvænt. Hann vissi að hann var ekki barinn með hnefanum Hann vissi að hann var barirm með einhverju löngu hörðu en hann hafði engan tíma til að aðgæta hvað það væri sem hitti hann því hann var laminn yfir augun og nefið og hann féll á limgirð- inguna. Svo var honum hrint til jarðar. Hann reyndi að taka með höndum fyrir andlitið og líka að ná í byssu sína. Það heyrðist þytur í loftinu. Eins og frá korða eða sverði. Höggið féll á hægri öxl hans. Vopnið féll aftur og aftur og alltaf heyrðist þyturinn. Hann kenndi sárt til í vinstri öxl Vinstri hönd hans lamaðist. Byssan féll til jarðar. Það var sparkað í maga hans. Svo féllu höggín eitt af öðru yfir andlit hans og líkama, snögg og hörð. Hann sló frá sér með hægri hendi. Það var blóð í augum hans og hann fann sárlega til í nefinu. Hann fann að hægri hönd hans snerti eitthvað. Heyrði hróp Þá fór árásarmað- urinn að hlaupa á brott. Hann heyrði fótatak hans á stéttinni, heyrði að hann var að fara. Carella reis upp við lim- <girðinguna. Hann heyrði bíl- hurð skellt lengra upp eftir göt- unni, vélarhljóð og bílinn aka af stað. — Ég verð að sjá númerið, hugsaði hann. Hann staulaðist meðfram lim- girðingunni um leið og bíllinn ók fram hjá. Hann sá ekki núm- erið. Hann datt í þess stað fram yfir sig til jarðar. TUTTUGASTI KAFLI. Þeir fundu Amos Barlow kl. 22 um kvöldið, þegar hann kom aftur heim. Þá var Carella kom- inn á sjúkrahús og læknirinn hafði gert að sárum hans. Þrátt fyrir mótmæli Carella varð hann að vera um nóttina. Barlow virt- ist undrandi yfir að sjá lögregl- una. Enginn sagði honum hvers vegna hann var yfirheyrður. Cotton Hawes tók á móti hon- um og fór með hann inn í litla herbergið, þar sem yfirheyrsl- urnar fóru fram. Meyer og Kling sátu þar inni og drukku kaffi. — Hvar hafið þér verið í kvöld hr. Barlow? spurði Hawes. — Þér sögðuð Meyer og Carella áð þér kæmuð alltaf heim klukkan 18. Þér komuð seint heim í kvöld. — Já, svaraði Barlow. — Hreingerningarkonan tók símann, sagði Meyer. — Hún sagði að allir væru farnir. — Ég fór klukkan hálf sex, sagði Barlow. — Hvert? spurði Kling. — Ég ætlaði að hitta unga stúlku, sem heitir Martha Ta- mid. — Heimilisfang? — Yarley Street númer 1211. — Eigið þér bíl hr. Barlow? Þér gangið við staf, sé ég. — Já, ég á bíl, sagði Barlow. Hann tók upp stafinn og virti hann fyrir sér eins og hann hefði aldíei séð hann fyrr. Hann brosti. — Fóturinn er mér ekki til trafala. Ekki þegar ég ek. — Má ég líta á staf yðar? spurði Hawes. Barlow rétti honum hann. — Laglegur stafur, sagði Haw- es. — Traustlega gerður. - Já. — Hvað gerðuð þér í kvöld? Fóruð út að borða Eða í bíó? — Við borðuðum í japönsku veitingahúsi sem mig minnir að heiti Tamayuki. Martha vildi fara þangað. — Fóruð þér heim til henn- ar eftir matinn? — Já. — Hvenær fóruð þér þaðan? — Um hálf tíu. — Fóruð þér aldrei heim allt kvöldið? Til að aðgæta hvort værj lokað fyrir gasið til dæm- is? — Eg fór þangað aldrei, sagði Barlow. — Ég veit alls ekki um ihvað þér eruð að tala. Ef þér trúið mér ekki, getið þér hringt til Mörthu og spurt hana. Ungfrú Martha Tamid bjó í sex hæða húsi. Hún var lítil, grönn stúlka og líktist mest egypzkri magadansmær. Hún var í síðbux- um og blússu. — Ungfrú Tamid? spurði hann. — Já, Hawes leynilögreglu- maður? Hún brosti breitt. Allt andlit hennar ljómaði og dökkbrún augu hennar leiftruðu. Hár hennar var sítt og svart og féll niður axlir hennar. Hún var með fegurðarblett við munnvikið og dökka húð. Andlit hennar var stríðnislegt — brosið, tindrandi dökk augun, reisn höfuðs hennar jafnvel fegurðarbletturinn. Það var líka eitthvað annað við and- lit hennar — eitthvað við velvax- inn líkama hennar — næstum eins og boð, hvatning. Farðu nú ekki að ímynda þér neitt fárán- legt, hugsaði Hawes. — Hvar vinnið þér, ungfrú Tamid? spurði hannn. . — Hjá Anderson og Loeb. — Hittuð þér Amos Barlow þar? spurði hann. — Já, þér eruð afar hávaxinn, Líður yður illa hjá mér? — Nei, því skyldi mér gera það? — Af því að ég er svo lítil, sagði hún. Sama hvatningin og boðið birtist aftur í andliti hennar. — En ég er ekki lítil alls staðar, bætti hún svo við. Hawes kinkaði kolli hugsandi. Hittuð þér hr. Barlow í kvöld? — Já. — Hvenær? — Klukkan sex. — Hvenær fóruð þér af skrif- stofunni, ungfrú Tamid? — Klukkan fimm. — En hanu fór ekki fyrr en hálf sex? — Ég veit ekki hvenær hann fór. Hann var ekki farinn, þeg- ar ég fór og hann kom hingað klukkan sex. — Hvert fóruð þið þá? — Á veitingahús. — Hvenær komuð þið þaðan? — Klukkan hálf níu eða níu. — Hvenær fór hr, Barlow? — Hálf tíu eða kortér fyrir tíu. Martha þagði smá stund. Lízt yður illa á mig? — Nei. Þér eruð afar fögur. — Ekki fannst Amos Barlow það. Hann flýtti sér frá mér. — Af hverju segið þér það? — Ég bauð honum glas og hann afþakkaði það. Svo spurði ég hann hvort hann vildi dansa við mig og hann sagðl nei. — Hún þagði aftur og bætti svo hugsandi við: — Stundum skil ég ekki ameríska karlmenn. — Þér eruð kannske ekki rétta konan fyrir hann. — Hann er afar hlédrægur maður. Hún hristi höfuðið undr- andi. — Ég gat ekkert við hann gert. — Við vildum bara fá að vita hvort hann hefði verið hjá yður frá sex til hálf tíu. Það lítur út fyrir að svo sé. Ég þakka yður kærlega fyrir aðstoðina. Það er orðið framorðið. — Það er aldrei of framorðið sagði Martha Tamid og brosti til hans svo töfrandi að við lá að hann bráðnaði. — Góða nótt, fröken Tamid og þakka yður einu sinni enn, sagði hann, — Amerískir karlmenn, sagði Martha Tamid og lokaði. TUTTUGASTI OG FYESTI KAFLI. Að morgni þess 18. apríl fór Steve Carella að heiman og gekk á járnbrautarstöðina, sem var skammt frá heimili hans. Hann gekk af því að kona hans hajði ósÉSSe-eftir að fá bílinn lánaðán. Árasin hafði átt sér stað þann 12. sama mánaðar, en tíminn læknar öll sár. Carélla var á leiðinni í vinn- una og var niðursokkinn í hugs- anir sínar. Hann hafði ekki hug- mynd um að tíminn ætlaði að opna þau sár, sem voru ekki fullgróin enn eða að hann fengl aftur í dag högg um sig allan. Hver býst við barsmíðum á góðviðrismorgni í apríl? Hann var barinn, þegar hann var að koma að járnbrautarstöð- inni. Fyrsta höggið kom aftan frá og Ienti á hnakka hans, svo hann féll fram yfir sig. Hann fann að hann var að missa með- vitund. Maðurinn með prikið eða stafinn eða hvað svo sem það var sem hann hélt á ákvað að sparka í Carella af því að það er hlægilega auðvelt að sparka í mann, sem skríður áfram á fjórum fótum. Hann sparkaði framan í hann. Eitt hálfgróna sárið opnaðist og blóðið rann niður kinn Carella og eftir hvítri og hreinni skyrtunni. 25- september 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.