Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 15
Fimm námskeið Framhald af 2. síðu. Steingrímur Baldursson próf- essor og Örn Helgason eðlis- fræðingur. * Stærðfræði kenndu: Guðm. Arnlaugsson rektor og Björn Bjarnason dósent. Hörður Lárusson menntaskólakennari. Nýr menntaskóH Framhald af 2. síð'u. tekizt. Arkitekt \ar Skarphéðinn Jóhannsson, sem mjög heíur kom ið við sögu skölabygginga liér og hefur því mikla reynslu á því sviði. Þakkaði rektor þessum mönnum, svo og öllum þeim, sem að byggingu þessa áfanga hafa unnið. Nýi menntaskólinn verður byggður í 4 áföngum, og er áretl- að að hann verði fullgerður árið 1972. í þeim hluta, sem nú verð- ur tekinn í notkun, eru sex kennslustofur á einum gangi. Er ætiunin að taka upp þá nýbreytni, sem algeng er crlendis, að hver námsgrein hafi ákveðna stofu, en þamiig skapast aðstaða til fjöl- breyttrar notkunar kennslutækja við námið. Fyrsti, áfangi nemur 1/6 af heildinni og er kostnaður- inn við hann rúmar 12 milljónir króna. Fullgerður á' skólinn að rúma 500 nemendur, og er pá miðað við að hann verði einsettur. Rektor gat þess að lokum að smíði slíks skóla væri mikið átak fyrir litla þjóð og því bæri að Ijúka honum að fullu áður en haf izt væri handa um byggingu nýs skóla. Reynslan hefði sýnt að ó- skynsamlegt væri að dreifa kröft- unum. Að lokinni ræðu rektors tók til máls meuntamálaráðberra, Gylfi Þ. Gíslason. Kvað hann það merkan viðburð í íslenzku mc-nn- ingarlífi, er nýr menntaskóli væri settur í fyrsta smn. Mikil umbrot væru nú í menntamálum annarra þjóða og reyndum við íslendingar að fylgjast með og tileinka okkur það bezta af reynslu þeirra. Ráð- herrann gat þess, að um þessar mundir væru íslenzk skóíamál í athugun, allt frá barnaskóía til háskóla. í því sambándi benti hann á það, að skólum hætti til íhaldssemi og tregðu til aðlögun- ar að nýjum viðhorfum. Ekki mætti þó flana að neinu í skóla- málum, og yrðu menn að vera á varðbergi gagnvart þeim van- köntum, sem stundum fylgdu nýj- um siðum. Taldi ráðherrann að þótt sérhæfingin væri góðra gjalda verð, þá hefði liún vissar hættur í för með sér. Svo gæti farið, að sérhæfingin gengi út í öfgar og sérfræðingarnir hættu að skilja hvorir aðra, og '■'æri þá illa farið. Visst valfrelsi er nauðsynlegt, en ekki má vanrækja þroska og mann- gildi einstaklingsins. Að lokum óskaði menntamála- ráðherra kennururn og nemendum allra heilla um ókomin ár og lýsti þeirri von sinni, að áframhaldið mætti verða jafnvel unnið og upp hafið. Hann tilkynnti að síðustu rektor, að ríkisstjórnin hyggðist skreyta hinn nýja skóla listaverk- um. Að ræðu menntamálaráðherra lokinni las Goir Hallgrímsson, borgarstjóri upp bréf, þar sem segir, að borgarráð gefi skólan- um höggmyndina Öldugjálfur í eir, og ákveði skólayfirvöld verk- inu stað. Þá flutti Einar Magnús- son, rektor gamla skólans, kveðj-. ur og heillaóskir, en Guðmundur Arnlaugsson, rektor, flutti síðan lokaorð, þakkaði nlý orð og góðar gjafir, og alveg sérstaklega þakk- aði hann meniúamálaráðherra og sagði, að engum einum manni ætti þessa nýja stofnun meira upp að unna. Sagði hann síðan skólann settan og fyrsta starfsár hans hafið. Kópavogur Börn eðo unglingar óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrif- enda í Kópavogi. Upplýsingar í síma 40753. Aihýðublaðið. Anggýsingasími er 14906 Veitingahúsið ASICUK SUÐURLANDSBRAUT 14 BÝÐURYÐUR heitar og kaldar samlokur (Munið: Samlokur í ferðalagið). SÍMI 38-550. Stretchbuxur Drengjapeysur kr. 147.00 kr. 235.oo Nankinsbuxur kr. 250.oo Telpnapeysur kr. 235.oo Nyionsokkar kr. 15.oo. H andklæðasett kr. 172.oo Nýjar vörur teknar upp á morgun. DANSSKÓLI Heiöars : ✓ Astvaldssonar : KUMNST.A ^°fst mánudag- inn 3. október. ★— ••- • Kennum alla samkvæmis- dansa jafnt gamla sem þá allra nýjustu, bæði fyr- ir börn og fuilofðna. rnmiTUN*.. ............. • 1 Reykjavík: | Innritun daglega frá kl. 1-7 e. h. í símum 1-01-18 og 2-0-3-4-5. Upplýs- ♦ ingarit liggur frammi í bókaverzlunu’7i Kópavogur: Innritun daglega frá kl. 1-7 e. h. í síma 3-81-26. , Hafnarfjörður: Innritun daglega frá kk 1-7 í síma 3-81-26. 1 Keflavík: Innritun daglega frá kl. 3-7 í síma 2097. ’ ----- - -----------■■■ ■ .........-r—.-•. « DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 0^0 mnmm 25. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.