Alþýðublaðið - 12.10.1966, Síða 7
Samþykktir
Sjómanna-
sambandsins
1. Urn byggingu síldarverk-
smiðja.
5. þing Sjómannasambands ís-
lands bendir á, að það hefur nú
sýnt sig í reynd, a'ð það var rétt
stefna er síðasta þing markaði,
að hagkvœmt væri að leysa hina
svokölluðu veiðitoppa á síldveið-
-unum með aukningu þróarrýmis
verksmiðjanna og hafa sérstök
skip til síldarflutninga í verk-
smiðjur fjarri síldarmiðunum, í
stað þess að byggja sífelt fleiri
og fleiri verksmiðjur.
Þingið harmar því, að ríkis-
valdið skyldi heimila að byggja
þær tvær síldarverksmiðjur, sem
nú eru í byggingu, þrátt fyrir
eindregin tilmæli samtaka sjó-
manna, Sjómannasambands ís-
lands og Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands er send
voru sjávarútvegsmálaráðuneyt-
inu á sl. vetri, um að ekki yrði
leyft að byggja fleiri verksmiðjur
í bili.
Þingið bendir á þá staðreynd,
að verksmiðjukosturinn er orðinn
slíkur, að þrátt fyrir metveiði í
sumar hefur það tæplega átt sér
stað að skip hafi orðið að bíða
löndunar og að mikið vantar á, að
verksmiðjurnar fyrir norðan og
austan hafi fengið nægilegt síld-
armagn til bræðslu.
Þingið beinir því þeim ein-
dregnu tilmælum til rikisstjórn-
arinnar, að ekki verði leyft að
byggja fleiri síldar- eða mjöl-
verksmiðjur nema í samráði við
saiptök sjómanna, en á þeim og
útvegsmönnum lendir áð greiða
verksmiðjurnar þótt fé til fram-
kvæmdanna sé lagt fram af öðrum
aðilum í byrjun.
2. Um þátakjarasamninga.
Þingið telur að ekki verði kom-
ist hjá því, að endurskoða gild-
andi bátakjarasamninga og fel-
ur því væntanlegri sambands-
stjórn að kalla saman til ráð-
stefnu stjórnar óg eða íulltrúa
þeirra félaga, sem aðilar eru að
samningunum. Þingið vill í því
sambandi benda á eftirfarandi at-
riði er það telur sérstaklega þörf
breytinga:
1. Að hlutaskiptin verði at-
huguð og þá sérstaklega á bát-
um af stærðinni 30—50 smálestir.
2. að krafan um frítt fæði skip
verja á bátum verði borin fram
og henni fylgt fast eftir,
$. að kauptrygging hækki.
4. að slysatrygging verði hækk
uð að mun og verði jafnhá trygg
ing fyrir alla sjómenn, burtséð
frá því hvaða þátt sjómennsku
þeir stunda.
5. að ákvæði um sumarleyfi
sUdarsjómanna verði komið inn
f stldveiðisamninga í svipuðu
forml pg um gat í orðsendingu
Sjómannasambandsins frá 19.
maí 1965.
6. að hlutaskipti verði hækkuð
til áhafnar á þeim síldveiðibátum
er ekki hafa aflað sér hinna nýju
kraftblakka og nýjustu síldar-
leitartækja.
I
3. Um aukimi skatta- og út-
svarsfrádrátt fyrir fiskimenn :
Þingið felur væntanlegri stjórn
sambandsins enn á ný að vinna
að því að fiskimenn fái aukinn
frádrátt við álagningu skatts og
útsvars og bendir á, í því sam-
bandi, að eðlilegast sé, að skatt-
ar verði teknir jafnóðum af tekj-
um, og er melri nauðsyn á því
fyrir fiskimenn en aðrar atvinnu
stéttir, þar sem tekjur þeirra
geta verið mjög misjafnar frá
ári til árs.
4. Um netafjölda í sjó.
Þingið telur að nauðsynlegt sé,
að reynt sé með öllum tiltækum
ráðum, að koma, í veg fyrir að
bátar séu með fleirj net í sjó en
heimilt er skv. gildandi reglu-
gerð.
Felur því þingið væntanlegri
sambandsstjórn, að beita sér fyr-
ir því að reglugerðin sé endur-
bætt og gerð skýrari og ákveðn-
ari en hún er varðandi heimil-
aðan netafjölda og ákvæði sett
i regiugerðina um ráðstefnu um
bátakjörin að reynt verði að
koma í samninga strangari viður-
lögum í kjarasamninga, t. d. með
upptöku afla úr veiðiferð til við-
komandi sjómannafélags, ef út
af er brugðið.
5. Um ferskfiskmat
5. þing S. S. í, ítrekar sam-
þykktir síðasta þings sambands-
ins um kröfu um að matið sé
framkvæmt um leið og fiski er
landað og gerir kröfu til að mat-
ið sé framkvæmt í affermingar-
höfp en sé það ekki gerf ,telur
þingið að sjómenn eigi að gera
kröfu til að allur aflinn sé reikn-
aður á verði 1. flokks.
Þá telur þingið nauðsynlegt að
sami matsmaður sé ekki lengi í
sömu verstöð heldur sé þeirn
skipf frá einni. verstöð til ann-
arrar eftir vissan tíma eftir því
sem unnt er.
6. Um viðgerðármenn síldar-
leitartækja.
I Þingið felur væntanlegri sam-
bandsstjórn að vinna að því við
sjávarútvegsmálaráðuneytið og
aðra aðila, að á síldarleitarskip-
unum svo og síldarflutningaskip-
unum verði staðsettir menn er
geti annazt viðgerðir á síldarleit
artækjum svo og öðrum nákvæm-
um tækjum veiðiskipanna svo
þau þurfi ekki að sigla til hafn-
ar, oft langar leiðir, til að ieftá
viðgerða og það jafnvel þótt um
smábilanir sé að ræða.
j
7. Um sölu á síld miöað við
fitu. ,
5. þing Sjómannasambands ís-
lands telur nauðsynlegt að at-
hugað sé hvort- efcki sé rétt, að
samræma. verð á. síld til bræðslu
Framhald á 10. síð*,
12. október 196S - AtÞÝÐUBLAÐIÐ J
•
9