Alþýðublaðið - 12.10.1966, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.10.1966, Qupperneq 8
VETRAR ".•7; V- BmMbI Hérna sjáið þlð failega vetrarkápu úr tweedefni. Skinnkraffinn er stór off er úr sklnni þvottabjarnar. Kápan er hnýtt meS mjóu belti. KONAN & HEIMILIÐ Ritstióri: Anna Kristín $ 12. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐLÐ Það er greinilegt að skinnin ætla að halda sínum vinsældum og eru þau sízt minna notuð í vetrarfatnaðinn nú en í fyrra. —■ Skinnkragarnir á kápunum liafa jafnvel stækkað og flestar eru vetrarkápurnar með éinhvers konar skinnum. ‘ Mikið er um skinnkápur úr ýmsum skínnum, mismunandi dýrum, og skinn- hetturnar hlýlegu og klæðilegu á að nota í vetrarkuldunum. — Hérna koma nokkrar myndir af vetrarkápunum. A myndinn sést vefstóllinn, sem vefur undirstöður roggvarfeldanna. Kaia Harris situr við vefstólinn. Hinir vinsælu rðggvafeldir <i------------------------------- Off þessi er í ákaflega falleffri skinnkápu úr hlébarðaskinni. Við hana notar hún skinnhcttu. Venjulega er álitið, að röggvar- feldirnir vinsælu scu norrænir að uppruna. Það er þó aðeins hálfur sannleikur, því að saga þessara felda nær mörg hundruð ár aftur í tímann til Kurna-þjóð- flokksins í írak, þar senj áður var Mesopotamía. í héraðinu Mousa- ib E1 Kehbir, þar sem árnar Euf- rat og Tigris mætast búa þjóð- flokkar, sem hnýta sams konar feldi og þeir hafa gert um alda- raðir, en þeir eru eins og nor- rænu röggvarfeldirnir og með sí- gildum mynztrum. Ef til vill hafa rússneskir kaupmenn, sem áður fyrr heimsóttu héruðin í írak, flutt með sér feldi þessa og á þann hátt hafi þeir komizt til Norðurlanda. Upphaflega var röggvarfeldur notaður sem rúmteppi yfir vetrar- tímann. Á Norðurlöndum hafa röggvar- feldir verið ofnir á heimilum um aldaraðir og hafa Finnar sérstak- lega skarað fram úr í gerð þeirra. En eins og með ýmsa hluti, þá hafa nú verksmiðjur tekið til við framlelðslu þeirra. Mikið er þó um, að húsmæður noti frístundir sínar til þess að hnýta- fallegan röggvarfeld til að skreyta með stofur sínar, og nú eru sauma- klúbbar að koma saman að nýju, verða efalaust margir fallegir röggvarfeldir hnýttir í vetur. En hvernig á svo að hnýta feld- ina? Hannyrðaverzlanir, sem selja efni í röggvarfeldi munu veita leiðbeiningar um hvernig eigi að vinna þá og einnig eru haldin námskeið þar, sem kenndur er röggvarvefnaður. Viö höfðum tal af frú Sigrúnu Jónsdóttur, sem heldur slík nám- skeið og spurðum hana m. a.: — Er erfitt að hnýta röggvar- feldi? —Nei, það get ég ekki sagt. Erfiðleikarnir eru fólgnir í því að gera ákvörðun um mynztrið og að raða litunum. — Og þér kennið gerð röggv- arfelda á námskeiðum. — Já, ég er með námskeið allan veturinn, . og í verzlun Framhald á 14. Áðo. Frð Sigrún Jónsdóttir sýnir okkur hér röggvarfeld, ffarniS eff mynsttur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.