Alþýðublaðið - 20.10.1966, Síða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1966, Síða 6
r m Attat'ru ára i dag: Svafa Þorleifsdóttir fyrrverandi skólastjjóri Frú Svava Þorleifsdóttir, fyrr- verandi skólastjóri, er áttræð í dag. Hún er fædd að Skinnastað í Öxarfirði, dóttir írú Sesselju Þórðardóttur og Þorleifs Jóns- sonar prests að Skinnastað. — Seytjári ára gtimul lauk hún gagnfræðaprófi frá Flensborgar- skóla. Að því loknu hóf hún kennaraferil sinn, sem varð ó- slitinn í 39 ár. Svava gerðist heimiliskennari að Kornsá í Vatnsdal 1905. Næsta ár kenndi hún heima á Skinnastað. Síðan kemidi hú;i á ýmsum stöðum í Norður-Þingfeyjarsýslu til 1909. Árið 1910 fór hún suður og lauk kennaraþrófi. Að því loknu hvarf hún enn heim til æskustöðvanna og kénndi börnum og unglingum í Öxarfirði til ársins 1913. Það ár réðist hún skólastjóri við barnaskólann í Bíldudal og starf- aði þar til ársins 1919, en þá gerðist hún skólastjóri við barna- skóla Akraness, og gegndi því starfi í 25 ár. Kynni okkar Svövu hófust haustið 1934, er ég réðist kenn- ari við barnaskóla Akraness. Hún var traustur- og reglusamur skóla- stjóri, stióinsöm, hagsýn, úrræða- góð og hlessunarlega æðrulaus andspænis erfiðleikum. Hún hvatti unga kennara til að gera kröfur til sjálfra sín fyrst og síð- an annarra. Þá lífsreglu hefur liún sjálf haldið dyggilega. Ég tel Akraneei það mikið lán að hafa notið starfskrafta Svövu um aldarfjórðung. Auk þess sem hún var skóiastjóri bamaskólans, stofnaði hún unglingaskóla á Alcranesi og stjórnaði honum í 22 ár. Einnig var hún fyrsti skóla- stjóri lðnskóla Akraness og stjórnaði honum í sex ár. ÖII þessi störf, sem og önnur ótal- in, vann hún af hagsýni, sam- Svafa Þorleifsdóttir. vizkusemi og frábærum dugnaði. Fyrir það þakka foreldrar, börn og byggðarlagið allt og biðja henni blessunar á þessu merkis- afmæli. Svava er sérstaklega félags- lynd kona. Allt frá æskudögum, og hvar sem hún starfaði, hefur hún verið brautryðjandi og góður stuðningsmaður allra menningar- og mannúðarmála. Þrjár félags- málahreyfingar hafa þó öðrum fremur notið stuðnings hennar, atorku og fórnfýsi, ungmennafé- lögin, góðtemplarareglan og kven- félögin. Þegar Svava lét ai skóla- stjórn á Akranesi, gerðist hún framkvæmdastjóri Kvenfélaga- sambands íslands og var það í 4 ; ár. Síðan gerðist hún fram- Iframkvæmdastjóri og gjaldkeri Menningar- og minningarsjóðs kvenna og jafnframt ritstjóri „Hús- freyjunnar”, tímarits kvenfélaga- sambandsins. Að lokum flyt ég Svövu Þorleifsdóttur beztu þakk- ir fyrir hugljúft samstarf og góð kynni ásamt einlægum afmælis- kveðjum og ósk um farsæla fram- tíð. Hálfdán Sveinsson. = □ = Margar afbragðskonur hafa uppi verið með íslenzku þjóðinni frá öndverðu og fram til vorra daga, og mun svo verða meðan þjóð vor byggir þetta land. Aðsópmiklir skörungar hafa sett svip sinn á hina skráðu sögu þjóð arinnar og hafa með starfi sínu og fordæmi mótað umhverfi sitt. Ein þeirra kvenna, sem þegar liefur tryggt - sér sess í íslenzkri menningarsögu er áttræð í dag. Með starfi sínu sem kennari og skólastjóri í meir en hálfrar ald ar skeið ásamt margvíslegum trún aðarstörfum á sviði menningar- mála, hefur Svafa Þorleifsdóttir markað spor í sögu þjóðar sinn- ar. Framsækni og bjartsýni hlaut hún í vöggugjöf, og enginn sá 'henni bregða þótt hún á starfs ferli sínum sem skólastjóri, sæi lítið þorp breytast í bæ, með þeim vandkvæðum sem því fylgir, en ■halda ótrauð áfram sókn sinni fyrir umbótum í skóla og uppeld ismálum, miðað við breytta tíma. Svafa Þorleifsdóttir er fædd 20. okt. 1886 á Skinnastað í N. Þing. Foreldrar hennar voru þau hjón- in Þorleifur. Jónsson prestur þar, f. 1845, d. 1911, fjölhæfur gáfu maður, og kona hans Sesselja Þórð ardóttir. Foreldrar séra Þorleifs voru þau Jón hreppstjóri Odd,sson í Arnarbæli á Fellsströnd og Krist ín Kristjánsdóttir frá Harastöðum. Kona séra Þorleifs, Sesselja var dóttir séra Þórðár prests að Mos felli í Mosfellssveit Árnasonar. Var sér Þórður bróðir Jóns Árna- sonar bókavarðar og þjóðsagna- höfundar. Þá má og geta þess að kona séra Þórðar, móðir Sesselju var Þóra dóttir séra Auðuns Jóns sonar á Stóru-Völlum, sem mik ill og merkur ættbálkur er frá kominn. Svafa Þorleifsdóttir 'hlaut í arf frá forfeðrum sínum andlegt og lfkamlegt atgervi og stórbrotinn persónuleika. Hún naut staðgóðr ar menntunar hér á landi sem er lendis, og var þannig vel undir starf sitt búin. Sem kennari og skólastjóri gafst Svöfu tækifæri til að hagnýta meðfæddar gáfur og stjórnsemi, til að móta æsku landsins, miðla henni af þekkingu sinni, bjartsýni og vizku af þeirri einurð sem henni er lagin, — og sem man hana í þökk og virð ingu á þessum merkisdegi 'henn ar. Ótalin eru hin margvíslegu störf sem Svafa Þorleifsdóttir hef ur haft með höndum á sviði menn ingar- og mannúðarmálum. Verður því án efa gert skil annars stað ar á þessum merku tímamótum í æfi hennar. Æfisaga Svöfu Þorleifsdóttur er ekki á enda. Ennþá á 'hún sér dvra drauma, og mikið starf fyr- ir hendi. Línur þessar eiga aðeins að vera þökk frá gömlum nemanda, sem lilaut handleiðslu hennar og fræðslu. Guð gefi ,þér fagurt ævikvöld ! með ástvinum þínum. Þóra Einarsdóttir. FLOTTAMANNAHJÁLP ' (m\ 24.0KT 1966 SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Auglýsingasími AlþýSublaðsins er 14906 Áskriftarsími er 14900 sést á þessu frímerki frá árir 1925, en það er frá Nýju-Hebrid eyjum á Kyrrahafi. Flei Sjaldgæft: Já. Einsdæmi: Nei. I „spanskt fyrir sjónir.” Verðgildi I að ræða. Svo er þó ekki Allt gengur aftur og menn1 frá tveimur ríkjum á sama frí- ■ ■ ■ • ......... ættu aldrei að segja ,aldrei.’ — I merkinu. Vildu ýmsir halda því Þannig er það einnig í frímerkja- fram, að þarna væri um einsdæmi heiminum. Stundum halda safn- i arar, þegar þeir skoða söfn sín eða annarra, að þeir hafi rekizt á fyrirbrigði á frímerkjunum, sem sé svo sjaldgæft, að jaðri við eins dæmi Varlega skyldu þeir þó fara í það, að ákvarða eins dæmin. Sem dæmi um þetta, er það, að fyrir nokkrum árum gáfu tvö ríki í félagi út frímerki: Voru það Rúmenía og Júgóslavía, sem stóðu að þessari frímerkjaútgáfu til minningar um aflstöð eina mikla, er byggð var „austan tjalds” um það leyti. Verðgildi frímerkisins voru prentuð á merkið bæði í rúmönskum leium og júgóslafn- eskum dinörum. Það var þetta, sem frímerkjasöfnurum kom frímerki eru í þessari „seríu” og verðgildið á þeim er prentað bæði í enskri og franskri mynt. Sú enska er til hægri. — Þessi tví- mynt var notuð á frímerkjum He- brids-eyinga til ársins 1938, að breytt var til og verðgildið að- eins prentað á frönsku, eða gefið upp í „guir’-centímum og frönk- um. Hebridseyja-frímerkin vekja enn, þrátt fyrir-- „einfalt” verð- gildi, nokkra athygli meðal frí- merkjasafnara vegna þess, að þessar eyjar eru nú eina land heims, sem tvö ríki stjóma í fé- lagi og gefur út sín eigin frí- merki. Stundum er það þannig þarna, áð ein frímerkja-„sería” er kannski með enskri áletrun, en svo sú, sem næst kemur út, er með franskri áletrun. — En ein- mitt svona atriði eru það, sem gera frímerkjasöfnun skemmti- lega. Nýju-Hebrids-eyjar eru í Kyrrahafi, norðaustur af Nýju- Caledoníu. Stærð þeirra, en þær eru nokkuð margar, eru um 145.0 ferkm. og íbúafjöldi um 60 þús. Höfuðborg eyjanna er Vila á eyj- unni Efate. Loftslag er hlýtt og framleiða eyjarskeggjar mikið af ávöxtum og kókoshnetum til út- útflutnings. Þessar eyjar voru að mestu ókunnar Evrópumönnum, þar til landkönnuðurinn Cook kort lagði þær 1774 og gaf þeim nafnið Hebridseyjar vegna þess, að þær minntu liann svo mikið á eyjarnar undan vesturströnd Skot- lands. Síðan árið 1906 hafa Eng- lendingar og Frakkar séð um stjórn eyjanna í félagi. Einnig má geta þess hér, að frí- merkin frá eyjunni Helgoland voru með bæði enskri og þýzkri mynt í verðgildum sínum frá árinu 1875-1890. 0 20. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐÝÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.