Alþýðublaðið - 30.10.1966, Page 7

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Page 7
30. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Súezstríðið 1956 Framhald af 2. síðu. náð á sitt vald ey.iunnm við mynni Akabaflóans og tryggt sér þannig frjálsa skipaumferð um flóann, ísraelsmenn voru því orðnir fúsir til að fallast á vopna (hlé, jafnvel áfjáðir í það, auðvitað að því tilskyldu að Eg- yptar féllust á hið sama. Þegar Bretar og Frakkar komust að þessu urðu þeir ókvæða við, og Ben Gurion var fenginn til að setja skilyrði fyrir; vopnahléi, sem ekki var víst að Egyptar gætu fallizt á. En greinilegt var þó, að ísraelsstjórn vildi semja frið og óvíst, hve lengi hún fengist til að halda leiknum gangandi. Þessa sömu daga fór andúð á aðgerðum brezku stjórnarinnar að magnast í Bretlandi sjálfu. 4. nóvember var tilkynnt áf- sögn Nuttings hermálaráðherra, en hún hafði verið ráðin áður en ófriðurinn hófst. Fjörtíu þing- menn ílialdsflokksins tóku að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn stjórninni og embættismenn utan ríkisráðuneytisins létu sífellt betur og betur í ljósi efasemd ir sínar. Gaitskell foringi stjórn arandstöðunnar hélt uppi hörð um árásum á stjórnina alia vik una og kröfur hans um, að Ed en segði af sér, féllu með hverj um deginum í betri jarðveg. í dögun 5. nóvember, svifu 600 brezkir og 487 franskir fall hlífarhermenn til jarðar rétt utan við Port Said. Þessar að gerðir tókust að óskum og var borgin umkringd. E1 Moguy yf- irmaður egypzka setuliðsins í borginni féllst á að hefja við- ræður um vopnahlé síðdegis sama dag en Nasser bannaði honum að gefast upp og varð ekkert af hví að sinni. Um kvöld ið sendi Búlganín, forsæt.isráð- herra Sovétríkjanna harðorðar orðsendingar til Edens, Mollets og Ben Gurions og hótaði, að Sovétríkin væru reiðubúin til að hrekja þessi ríki burt úr Egyptalandi með öllum tiltæk um ráðum, ef þau létu ekki af innrásarstyrjöld sinni. Samtímis sendi hann Eisenhower Banda- ríkjaforseta orðsendingu, þar sem hann stakk upp á að Banda ríkin og Sovétríkin tækju hönd um saman um að stilla til frið ar á Suezsvæðinu. Ástæða þess að Sovétríkin brugðu ekki við fyrr, hefur að sjálfsögðu verið að þau voru bundin í báða skó í Ungverjalandi, þar sem mik- inn herafla þurfti til að bæla niður uppreisnina, sem stóð ein mitt þessa sömu daga. Þótt sjálfsagt þætti að taka hót unum Sovétríkjanna með nokk urri varúð, var engan veginn úti lokað að þau blönduðu sér í ó- friðinn, sérstaklega þar sehi það var nú runnið upp fyrir þeim, að Bandaríkin studdu ekki banda menn sína í þessu máli, og þann ig var ástandið orðið enn ó- tryggara, þegar flutningaskipin frá Möltu komu loks til Port Said á nákvæmlega réttum tíma að morgni þess 6. Með birtingu 'hótfst skojíhríð t böij?ina, op klukkan 4.50 árdegis stigu fyrstu brezku hersveitirnar á land. SSÍriðdrekarsv jíitir fyliídu ftist á eftir og inann skamms höfðu Bretar náð öruggri fótfestu á liafnarsvæðinu. Þeir náðu sífellt meiru af borginni á sitt vald, eft ir því sem leið á daginn, og síðdegis var tilkynnt, að egypzku hersvéitirnar í borginni hefðu gefizt upp Þá var brezka hern um stefnt suður á bóginn í átt til Suez. En um kvöldið var til kynnt að brezka stjórnin hefði fallizt á vopnahlé frá og með miðnætti. Þá voi^u framsveitir Breta aðeins komnar til þorps ins E1 Cap 32 kílómetra sunnan við Port Said. Súezskurðurinn var þá enn í 130 km. f.iarlægð. Ástæður þess að brezka ríkis stjórnin lét undan tilmælum Sameinuðu þjóðanna og fyrir- skipaði vopnahlé 6. nóv. voru margar, og mönnum kemur ekki saman um hvar hafi verið þyngst á metunum. Átyllan, er notuð liafði verið til að grípa til vopna, var ei lengur fyrir hendi, þegar öllum átökum milli ísraelsmanna og Egypta var raunverulega lok ið, og þetta hafði áhrif á afstöðu manna eins og Lloyds og Butlers sem raunar höfðu verið andvígir fyrirtækinu frá upphafi. Þá hafði óttinn við hernaðarafsk’pti Rússa sjálfsagt sitt að segja og enn fremur er líklegt að versnandi heilsa Edens hafi haft áhrif á . niðurstöðuna. Úrslitum hefur þó kannski ráðið versnandi fjárhags staða landsins. Sala á sterlings pundi bafði aukizt mikið í New. York allt frá því að úrsíitakost irnir voru settir, þótt Englands banki gerði ráðstafanir til að leyna. umbeiminn því. Þá viku, sem ófriðurinn stóð, hafði gull forði -landsins minnkað um 280 milljónir punda, og MacMillan fjármálaráðherra, er áður hafði verið manna mest fylgjandi vald beitingu, vaknaði nú eins og af draumi. Hann lýsti því yfir, að ÚLUVÉLIN 1' í | ^ ?i£ jf !l í * ■ er eina kúluvélin í heimi IBM KÚLUVÉLIN án stafLeggja. Ánvagns. Aðeins l.ítiL, Lett LetuíkuLa. IBM KÚLUVÉLIN ér með ásláttargeymsLu. IBM KULUVELIN tekur minna pláss heldur en venjpleg ritvel. IBM KULUVELIN getur vélritað 15,5.sta'fi á sekundu. |BM KULUVÉLIN þreytir minna. Fisléttur ásLáttur, Lágvær, engin vagnfærsLa. Eí þér hafið ekki skrifað á IBM kúluvélina ættuð þér að reyna hana. - Sýnisvél á staðnum. OTTO A. MICHELSEN |\/| L, KLÁPPARSTIG 25-27 - SIMl 20560 'A 1SLANOI 7 hann mundi segja af sér, væri vopnahlé ekki komið á undir eins Og raunverulega voru það Banda ríkin, sem þarna tóku af skarið, því að þau neituðu að styðja beiðni Bretlands um lán hjá A1 þjóðabankanum til styrktar pund inu, nema vopnahlé yrði komið á. Strax og brezka stjórnin hafði tekið ákvörðun um þetta efni, hringdi Eden í Mollet og skýrði .honum fr.á ákvörðuninni. Moll et og raunar öll franska stjórn in vildi lialda ófriðnum áfram, þar til Súezsvæðið hefði verið tekið herskildi, en Frakkar géíu ekki haldið ófriðnum áfram án Breta Franskir hernaðarfræðing ar veltu mjög fyrir sér þeim möguleika að halda áfram við> hlið ísraelsmanna einna, en þess ar ráðagerðir allar strönduðu á því blandaða herstjórnarformi, sem hafði verið tekið upp í byrj un. Aðgerðir Breta og Frakka höfðu verið svö mjög samræmd ar, að hvorug þjóðin gat haldið áfram án hinnar, nema ölluin áætlunum væri gerbreytt, en það leyfði hvorki tíminn né styrj aldaraðstaðan. Súezstyrjöldin fór illa með Ed en. Heilsa hans hafði verið slæm áður og hrakaði nú ört, og bæði það og sú gagnrýni, sem hann hafði orðið fyrir varð þess vald andi, að hann sagði af Sér í bvrj un ársins 1957 og MacMillan. tók við st.iórnartaumunum. Og gagnrvninni á Eden hefur enn ekki linnt, óg næstu vikur má búazt við að hún blossi upp á ný, þegar Suezmálið kemur til umræðu í brezka þinginu. Eink um er það samstaða stjórhar hans og frönsku stjórnarinnar við ísraelsmenn, sem veldur því að málið er niuaftur tekið á.dag skrá á. tíu ára afmælinu. Eden. og ráðherrar hans hafa nefni lega alltaf neitað, að þeir hafi vitað fyrir um :nnrás, Israels- manna í Egyntaland og beir hafa borið á mót.i því að íum sam særi væri að ræða. Nú virðist, hinsveear berleea komið á dag inn, að þær vfirlvsingar hafa yer ið gefnar gegn he'tri vitund., Annars hefur Eden sætt gagn rýni fyrir flest í sambandi yið betta mái. Hann hefur til dæmis bæði verið gagnrýnnedur fyrir að befja ófriðinn ttt fyrir að ljúka h.onum. Churchill. sem lá sjúk ur í Suður-Frakklandi. bessa' ör lagaríku dasa. sagði til dæmis um máiið: ..Ég er ekki viss um að ég hefði þorað að hefíast: handa. En ég er viss um að ég hefðí aldrei borað að hætta við hálfunninn hlut.“ Simar 15014 — 11325 — 1918$ a

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.