Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 8
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október 1966
Dylting stendur nú yfir í bóka-
gerS og bókmenningu í heim-
inum. Upphaf hennar msetti ef
til vill telja áriS 1935 þegar Sir
Allen Lane hóf útgáfu Penguin-
bókanna í Bretlandi; ef til vill
mætti taka dýpra í árinni og
telja hana hefjast þegar á—öld-
inni sem leiS. Skiptir ekki máli.
ÞaS sem máli skiptir er þróun-
in á síSustu árum þegar bóka-
gerS er aS verSa alþjóSleg múg-
iðja, einn af þúsund þáttum í
múgmenningu samtimans. Bækur
éru, að sjálfsögðu, einn af múg-
miðlum okkar tíma ásamt út-
varpi, sjónvarpi, blöðum. Ög
bókagerð tekur þróun samhliða
annarri tækni- og menningar-
þróun í heiminum; byltingin í
bókagerð stafar af þeirri öru
framþróun sem orðið hefur í
gerð og dreifingu ódýrra bóka
jafnframt því að nýir lesendur
koma upp í stórum stíl með vax-
andi menntun í milljónamúg
stórþjóðanna; framtíð bókmennta
og bókmenningar veltur ekki
sízt á því hvernig bókinni tekst
þetta nýja hlutverk. Stórfelldust
hefur byltingin til þessa orðið
í' Bandaríkjunum; þar voru
„vasabrotsbækur“ 14% af heild-
arframleiðslu bóka árið 1961 en
hvorki meira né minna en 31%
1962, og síðan hefur þessi hlut-
falistala sjáifsagt hækkað enn.
Hliðstæð þróun er að verða í öðr-
um löndum. Jafnframt eykst stöð-
ugt fjölbreytni vasabrotsbókanna
(pocketbook, paperback: á íslenzku
er ekkj einu sinni til viðunandi
orð um þessa gerð bóka); 1962
voru 46% af útgefnum skáldsög-
um í Bandaríkjunum, 30% af rit-
um um listir, menntamál, við-
skipti, félagsfræði og hagfræði,
tungumál, lögfræði, læknisfræði
og heimspeki, en 25% ævisagna,
sagnfræði, rita um trúarbrögð,
vísindi og tækni, vasabrotsbækur;
1964 var áætlað að um 120.000
bókaheiti væru þar á boðstólum,
þar af fullur fjórðungur í vasa-
broti.
Þessar tölur eru sóttar í rit
eftir Robert Escarpit, prófessor í
Bordeaux, samið og gefið út að
tilhlutan UNESCO, menningar- og
vísindastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (La Révolution du Livre
1965; ensk útgáfa: The Book Re-
volution, Harrap 1966), í fraiti
haldi af fyrri bók um sama efni,
Books for All, 1956. eftir R. E.
Barker, ritara brezka útgefenda-
sambandsins. Eins og nafn hennar
ber með sér fjallar bók prófess-
or Escarpits fyrst og fremst um
þróun og framtíð bókagerðar, hlut-
verk bókarinnar í múgmenningu
samtíðarinnar. En jafnframt er
hún gagnfróðleg alhliða athugun
á bókmenningu okkar tíma eftir
tiltækum heimildum; þar eru
dregin saman ógrynni fróðleiks í
samanþjöppuðu en mjög læsilegu
EFTIR
ÓLAF
JÓNSSON
máli, og veitir bókin meira en
nóg ihugunarefni þeim, sem áhuga
hafa á þessum málum. Verður á
fátt eitt drepið hér.
Uverjir lesa bækur? Gera má
'’greinarmun á „mögulegum
lesendum,” þ. e. a. s. fulltíða
fólki, sem er læst á bók, og „þrosk-
uðum lesendum,” fólki, sem er
fært um að leggja eigið mat á
það sem það les, og „raunveru-
legum lesendum,” það er því fólki,
sem raunverulega kaupir og les
bækur. Prófessor Escarpit telur
að í menningarlöndum Vestur-
Evrópu séu raunverulegir lesend-
ur 3 — 5% af fjölda mögulegra les-
enda; fyrir þennan minnihluta er
allt „apparat” bókmenntanna sett
upp, fyrir hann starfa rithöfund-
ar, útgefendur, bóksalar, gagnrýn-
endur o.s.frv. Gera má ráð fyrir
að hver útgefin bók sé að jafn-
aði Iesin 3.5 sinnum. í Frakklandi
þar sem áætlað er að „raunveruleg
ir lesendur“ séu um það bil ein
milljón talsins verður því hámarks
upplag bókar sem gefin er út og
dreift á venjulegan hátt um 300
þús. eintök. Bók sem svo vel selzt
er vitaskuld þegar orðin metsölu-
bók: hún hefur raunverulega
mettað markaðinn, náð til les-
enda langt útan við þann hóp, sem
ætla mátti fyrirfram að hefðu
áhuga á henni. En þessar tölur
koma heim við reynslu franskra
útgefenda; metsölubækur þar í
landi, svo sem velheppnaðar Gon-
court-verðlaunasögur, ná einatt
upplagi sem nemur 150—300 þús-
und eintökum. Meðal-upplag
franskra bóka er að sjálfsögðu
margsinnis lægra. Samkvæmt töl-
um Escarpits, sem miðast við árið
1962, má ætla að það sé um
það bil 13.000 eintök sem mun
vera nálægt heimsmeðaltali fyrir
það ár. En 1954 áætlaði R. E.
Barker meðal-upplag skáldsagna í
nokkrum löndum og taldi það þá
3000—5000 eintök í Frakklandi,
9500 — 12000 í Þýzkalandi, 8500 í
Bandaríkjunum, 10.000 í Bret-
landi.
að sem gerist, þegar hin ó-
dýra bókagerð seinni ára kem-
ur til skjalanna, er einfaldlega
það, að bókinni er frá öndverðu
beint út fyrir sitt hefðbundna
markaðssvæði. Vasabrotsbókin er
prentuð í stóru upplagi, aldrei
minna en tugþúsundum eintaka,
oft hundruðum þúsunda. Hún er
ódýr, kostar ekki mikið meira en
jafnvirðj einnar vinnustundar,
eins bíómiða eða svo, en þó þokka-
lega úr garði gerð svo hún gangi
í augun, einatt í litskrúðugri kápu.
Og vasabrotsbækur eru ekki seld-
ar eftir neinu hefðbundnu bók-
sölukerfi; þær eru hvarvetna á
boðstólum, í kjörbúðum, veitinga-
skálum, blaðsölum, söluturnum,
umferðamiðstöðvum. Nokkrar töl-
ur lýsa þessari þróun bezt. Fyrir
fyrra stríð var meðalupplag skáld-
sögu í Bandaríkjunum um 4000
eintök. Eftir stríðið komust met-
sölubækur eins og Pósturinn
hringir alltaf tvisvar eftir James
Cain og Og sólin rennur upp eftir
Hemingway upp í 25 og 30 þús-
und eintök. Þá var Á hverfanda
hveli eftir Margareth Mitchell tal-
in fullkomið einsdæmi; hún seld
ist í hvorki meira né minna en 5
milljón eintaka upplagi í venju-
legri útgáfu. Nú ná hins vegar
þó nokkrar skáldsögur í vasabrots
útgáfu sama upplagi og þaðan af
stærra í Bandaríkjunum hvert
einasta ár. Og það mætti tilfæra
tölur sem lýsa hliðstæðri þróun um
fleiri bókmenntagreinar, klassísk-
ar bókmenntir, fræði og vísindi
ekki síður en alþýðlegar skemmti-
sögur þó þær nái að sjálfsögðu
gífurlegustu upplagi.
Bókabyltingin er í stuttu máli
sagt fólgin í því að bækur sem
áður voru ætlaðar tiltölulega
þröngum, afmörkuðum og skil-
greinanlegum lesendahópi ná nú
óralangt út fyrir hann, „menning-
arverðmæti” sem hingað til hafa
verið einkamál tiltölulega fárra
lesenda eru orðin aðgengileg
nafnlausum milljónamúg. Að
sjálfsögðu tekur þessi bylting til
alls „bókmenntalífs” sem svo er
nefnt; sum eftirtektarverðustu
bókmennta-fyrirbæri samtíðar-
innar eru beinlínis sprottin af
hinum nýju aðstæðum, svo sem
allur frægðarferill Ian Flemings
og Bond-sagnanna. Ein afleiðing
hennar er að bókagerð tekur á
sig æ meira stóriðjusnið og krefst
æ meiri fjárfestingar — þó á-
góðavonin sé augljós bæði fyrir
útgefehdur og höfunda, ef vel
tekst. Önnur er vandgreindari og
viðurhlutameiri: hún er fólgin í
afstöðubreytingu höfunda og les-
enda innbyrðis. Áður fvrr var
hinum nafnlausa múg, lítt eða
ekki læsum, ætluð lirein og bein
undirmálslesning til afþreyingar,
ef nokkur — þó þess sé skylt að
minnast, að höfuðgreinar bók-
mennta á okkar dögum, skáldsaga
og leikrit, eiga rætur að rekja til
slíkra undirmáls-bókmennta. Nú
eru lesendamúgnum boðnar bók-
menntir, samdar og útgefnar í
fyrstu handa allt öðrum lesend-
um; Hómer, Shakespeare og Sai’-
tre, Njála, Heimskringla og sögur
Halldórs Lanxess eru þar á boð-
stólum ásamt Hróa lietti og Andr-
ési önd, James Bond og Modesty
Blaise. Höfundarnir, sem áður
þekktu lesendur sína nokkurn
veginn, vissu fyrir liverja þeir
skrifuðu, sjá nú fyrir sér í stað-
inn óþekktan, nafnlausan múg sem
þeir þekkja raunverulega engin
deili á. Hvernig bregðast hinir
nýju lesendur við? F.vrir hverja
skrifa rithöfundar nú á dögum?
Hvar er nú það samneyti, það
menningarsamfélag höfúnda og
lesenda, sem eitt er þess umkom-
ið að ala upp nýjan Laxness, nýj-
Guðbjarttír Gunnarsson:
SJÖNVARPSSPJALL
1
Islení(ka sjónvarpið.
Þegar rætt er um efni til
sjánvarfþ,sflutnings verður
mörgum á aö hugsa sem svo,
að eini munur á útvarpi og sjón
varpi verði sá, að í sjónvarpi
inu gefist tækifæri til að horfa
á flytjendur, en að öðru leyti
geti ekki verið um mikinn
mún að ræða. Þannig gera
sumir menn sér í hugarlund, að
sjónvarpið bjócji upp á fyrir-
lestra, upplestur og erindaA
flutning á sama hátt og út
varpið og þykir sumum heldur
lltiS spennandi að hafa flytj
anda fyrir augunum allan tím
ann, og spyrja, hvort slík er-
indi hafi nokkuð fram yfir út
varpserindi, myndir tif flytjcnd
um birtist hvort eð er oftlega
í blöðum. Það er þá Kalzt að
almenningur bindi vonir rið
leikrit óg skemmtiþætti, svo
og erlendar og innlendar kvik
myndir í sjónvarpinu.. í þessu
sambandi er rétt að gera
nokkra grein fyrir þeim grund
vallarmismun, sem á útvarpi
og sjónvarpi er. Það er þá
fyrst, að elcki er til þess ætlazt
að sjónvarp leysi útvarpið af
hólmi og taki við hlutverki
þess. Útvarp verður ekki úr
elt við tilkomu sjónvarps;
hvorttveggja er útvarp í raun
og veru, annað byggir á því
sem eyrað skynjar, hitt bygg
ist á því sem augað sér, en hef
ur tón og tal til viðbótar. Efni
fyrir þessar tvær tegundir út
varps verður að vinna sam-
kvæmt eðli þeirra. — Útvarps-
þulur leggur megináherzlu á
hið taíaða orð, hann hefur eng
in hjálpargögn, nema þá hljóm
list eða aðra hljóð-effekta.
Sjónvarpsþulwr vvnnuú (ekjfc.ic,
samkvæmt eðli sjónvarps, nema
hann byggi efni sitt fyrst og
fremst á myndum af einhverju
tagi og noti hið talaða orð til
uppfyllingar og nánari skýr-
inga á þeirri mynd, sem ævin
lega á að fylla sjónvarþsskerm
inn. Af þessu má Ijóst vera, að
útvarpsfyrirlestra, erindi og
fræðálestur er útilokað að nofa
óbreytt í sjónvarpi. En hvort
fyrirlesari talar um vísinda-
legar uppgötvanir eða segir
jerðasögu, er honum innar<j
handar að búa til nýjan þátt,
sem gerir efninu skil í mynd
um, gerir áhorfandann að þátt
takanda í ævintýri, sem sett er
á svið af kunnáttu og skiln
ingi á eiginleikurm sjónvarps.
Allt annað er lélegt sjónvarp.
Það er nauðsyn framleiðend
um sjónvarpsefnis, að gera sér
þegar grein fyrir þessum grund
vallamismun, en það er ekki
síður nauðsyn áhorfandanum,
að vita skil á þessum hlutum,
til þess að geta viðhaft hlut
lægt mat á því efni, sem fram
er borið og notið þess sem vel
er gert, líka á. hinu tæknilega
sviði. Þannig getur áhorfandi
veitt sjónvarpsmönnum aðhald
með jákvæðri gagnrýni og ný
liðar í sjónvarpi munu þá brátt
læra, að almenningur lætur sér
ekki á sama standa og gerir
kröfur til faglegrar kunnáttu
um flutning sjónvarpsefnis.