Alþýðublaðið - 30.10.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Síða 9
30. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 an Sartre — svo ekki sé nú talað um nýjan Shakespeare eða Hóm- er? Mú liggur það í augum uppi, 11 að þær meðallagstölur um evrópska bókaútgáfu, sem fyrr var getið, verða marklausar heim- færðar á íslenzkar aðstæður. Ger- um ráö fyrir að „mögulegir les- endur” á íslandi séu svo sem 100 þúsund talsins. Fullkomið há- marksupplag íslenzkra bóka, sam- kvæmt prófessor Escarpit, væri þá 1500—2000 eintök — sem láta mun nærri að sé núverandi meðal- upplag hér á landi. Allt talið um íslendinga sem „bókaþjóð” er engan veginn út í bláinn. Sam- kvæmt Escarpit er bókaútgáfa að tiltölu við fólksfjölda mest í ísra- el — 1150 bækur (heiti) á hverja milljón íbúa árið 1962. Yæri ís- land með á þessu blaði mundi það skara fram úr — með 532 bækur útgefnar 1962. Nú er það nokkuð á reiki hva'ð sé rétttalin „bók”; hér á landi munu margs konar smárit og ritlingar talin með í bókafjöldanum; talan 532 fyrir 1962 miðast þó við rit 16 síður að stærð og þar yfir. UNESCO hefur stungið upp á skilgreiningu („prentað rit, sem ekki er tímarit, ekki minna en 49 síður að stærð að frátöldum kápusíðum”), sem mun auðveida þennan reikning, þegar hún hefur rutt sér til rúms. En einnig með þessum fyrirvara mun bókaútgáfa hér tiltölulega tneiri en nokkurs staðar annars staðar. Önnur lönd með tiltölulega fjöl- breytta bókaútgáfu eru Sviss, Dan- mörk, Noregur, Holland, Tékkó- slóvakía, Finnland og Portúgal, öll með 500 bækur og þar yfir á hverja milljón íbúa. Öll þessi lönd, segir prófessor Escarpit, hafa tiltölulega fáa íbúa á tiltölu- lega háu menningarstigi, og get- ur innlendur bókakostur ekki fullnægt fjölbreyttum þörfum þeirra; hiýtur bókamarkaður þeirra því að draga til sín fram- leiðslu stærri þjóða, bókáinn- flutning og þýðingar. Af saman- lagðri bókaútgáfu í héiminum er um það bil 10% þýðingar. En öll þessi lönd reynast hafa hærri hlutfallstölu þýðinga, eða 12 — 34 % af samanlagðri bókaútgáfu sinni, Israel hæsta. ísland er þar ofarlega á blaði með 18.9%. Þegar þýðingar eru síðan greindar í bók menntir, fræði og vísindi reynist ísland það land, sem tiltölulega mest þýðir af bókmenntaverkum, eða 84% af öllum þýðingum ár- ið 1960. Cjölbreytt bókaútgáfa og hátt þýðingahlutfall virðist hvort tveggja bera íslenzkri bókmenn- ingu gott vitni. Hér á landi virðist miklu meiri hluti læsra manna vera virkir lesendur og kaupend- ur bóka en annars staðar; hér er enginn nafnlaus múgur alinn á undirmálsbókmenntum, fram- andi fyrir raunverulegum bók- menntum og rithöfundum. ís- lenzk bókaútgáfa byggist á rót- gróinni bpkmenningu með þjóð- inni, enda hefur engrar byltingar orðið vart í íslenzkri bókagerð. Og blasir það ekki við sýn að hér er ekkert svigrúm fyrir ódýra bókagerð í líkingu við það, sem tíðkast hjá stórþjóðum? Vasa- brotsbækurnar byggjast á stóru upplagi; hér er ekki sá lesenda- fjöldi sem til þeirra þarf. Þar fyrir er varlegt að ætla að íslenzk bókagerð þróist einangr- u'ð út af fyrir sig. Alþjóðlegrar þróunar í bókagerð gætir þegar hér á landi á sumum sviðum myndabókagerð í samvinnu við er lenda forleggjara til dæ'mis og í innflutningi bóka, Árlegur bókainnflutningyr mun vera ailmikill, þó ljósar tölur liggi ekki fyrir, og verulegur hluti hans einmitt vasabrotsbækur. Hið háa þýðingarhlutfall kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, ekki sízt þar sem langmest er þýtt af skáldskap. Eru ekki for- leggjarar stöðugt að kvarta undan því að vonlaust verk sé að gefa út góðan erlendan skáldskap í ís- lenzkri þýðingu? Skýringin kann að einhverju leyti að felast í því að þeir iesendur, sem færir eru um að notfæra sér góðan skáld- skap lesi hann að mestu á frum- málinu eða öðru erlendu máli; hlutverk þýðinganna verður þá að svala þörf frumstæðari lesenda fyrir læknasögur og herragarðs- rórnani til viðbótar innlendum kerlingabókum. Af öllum þessum bókaflokkum er ævinlega nóg framboð, sem sýnir minnsta kosti að útgáfa þeirra borgar sig. En reynist verulegur hluti bókaútgáf- unnar til þess eins fallinn að svala frumstæðri afþreyingarþörf kann að reynast, vafasamt að tala' um bókmenningu í sambandi við ís- lenzka bókagerð. /•reina má sundur þrenns kon- war söluhætti bóka, hraðsölu, fastasölu og metsölu. Hraðsölubók nær þegar í upphafi til þess mark- aðar sem henni er fyrirhugaður, sala hennar er langmest fyrstu vikurnar, þá skilar hún þegar út- lögðum kostnaði ásamt hæfilegum hagnaði, og er hún síðan úr sög- unni. Fastasölubók vekur ekki eins mikla eftirtekt í fyrstu. Eft- irspurn eftir henni er jöfn, mark- aður hennar verður ekki mettaður í skyndi, en vex og dvínar á víxl, endurnýjar sig smám saman. Þeg- ar fyrsta upplag er á þrotum er óhætt að fara að prenta á ný og þannig koll af kolli; bókin getur haldizt á markaði árum saman. Metsölubók, í þriðja lagi, er hrað- sölubók, sem um skeið kemst í fastasölu. Kannski reynist ástæða til að endurprenta hana nokkr- um sinnum, og getur upplag henn- ar orðið mjög hátt; en fyrr eða síðar hverfur metsölubókin úr sögunni á sama hátt og aðrar bæk- ur, — nema svo ólíklega vilji til að hún verði „klassisk", komist í varanlega fastasölu. Það blasir við sýn, að langmest- ur hluti íslenzkra bóka er af fyrsta flokknum og langflestar stílaðar upp á jólasölu. Langmest- ur hluti árlegrar bóksölu er á nýjum bókum og fer fram á fá- um vikum fyrir jólin, en eftir- spurn eftir eldri bókum talin ó- veruleg. Bækur eru framleiddar, seldar og keyptar að verulegu leyti sem gjafavara og hljóta að bera þess merki innra og ytra, efnisval og frágangur. Þessi ríg- skorðaði markaður hlýtur að setja íslenzkri bókaútgáfu liarla þröng- ar skorður. Og þar við bætist fá- menni markaðarins, sem gerir það næsta torvelt að gefa út á íslandi bækur, sem höfða til fárra les- enda. „Tiltölulega” fáir lesendur þýðir í raun „sárfáir,” en til að bókaútgáfa sé yfirleitt fram- kvæmanleg þarf allténd einhverja lágmarkstölu aðgengilegra les- enda. Á hinn bóginn geta útgef- endur ekki gert sér vonir um að hljóta verulega stóran vinning í því happdrætti sem starf þeirra óneitanlega er, sem vegi á móti verulegu tapi af annarri útgáfu eða djarflegri fjárfestingu í til- raunaskyni. Ætli hæsta hugsanlegt upplag af íslenzkri bók komist upp í 10.000 eintök? Mér vitanlega héfur aldrei ver- ið gerð nein umtalsverð athugun á bókaútgáfu, bóksölu né lestrar- háttum á íslandi, neyzluvenjum íslenzkra bókakaupenda og les- enda. Slík athugun væri þó eflaust ómaksins verð sjálfrar sín einnar vegna, og hún yrði að sjálfsögðu undirstaða frekari umræðna um þessi mál. Hvað sem því líður, virðist einsætt að hinir fyrirferð- armiklu múgmiðlar nútímans hljóti um sinn að þrengja mjög að bókamarkaðnum. Hinn gífur- legi dagblaðakostur okkar, sem eflaust er tímafrekur frá öðrum lestri, kann að gera það, og hefur raunar þegar gert íslenzk tímarit áhrifalaus að kalla; þar við bæt- ast svo útvarp og sjónvarp sem taka æ meiri tíma í sína þágu. En ekkert af þessu getur komið í stað bókanna; bókin er ómiss- andi þáttur í öllu mannlegu sam- neyti og samskiptum, ekkt sízt á tímum æ ágengari múgmenningar. En bókagerð verður að sjálf- sögðu að semja sig að sínum tíma, koma með nýjum hætti til móts við nýja lesendur, skaþa sér nýja virka lesendur, þátttakendur í raunverulegu bókmenntalífi. — Bókabylting samtímans er fyrst og fremst í því fólgin að gera bækur að sjálfsagðri daglegri neyzluvöru, ómissandi þætti hvers dagsiegs lífs og starfs í stað þess að hún sé einungis vettvangur sparimenningar fárra útvalinna eOa vitni hennar uppi á hillu. — Framliald á 15. eföu Gó$ar vörur — gott verð kr. 15.65 — 18.90 — 20.40 — 19.10 Kynnist vörum og verði í KRON. Ný sending enskar vetrarkápur og nælonpelsar með loðkrögum. fiCápu- og dömubúðin Laugavegi 46. Gólfflísar Sérstaklega vandaðar. — Litaúrval. Verzlunin Brynja Laugavegi 29. NAF rúsínur 350 gr, pk. Sveskjur 350 ^r. pk. Sveskjur 1 lbs.' pk. Súpu-aspargus Vz arry SSltaines GRENSÁSVEG 22-24IHORNI MIKLUBRAUTAR; SlMAR 30280 & 32262 BAZAR Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur BAZAR, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 2 í Góðtemplarahúsinu, uppi. Notið tækifærið — Gjörið góð kaup. Parket Linoleum FLÍSÁR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.