Alþýðublaðið - 30.10.1966, Page 11
30. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ
11
Félagsbækur Máls og menningar 1966
eru allar komnar út:
Longus:
DAFNIS og KLÓI
Friðrik Þórðarson snéri úr grísku.
Sverrir Kristjánsson:
MANNKYNSSAGA 300-630
Myndlist/REMBRANDT
(6. heftið í myndlistarflokki Máls og menn-
ingar.
Árgjald Máls og menningar er nú kr. 550.00 miðað
við bækurnar óbundnar. Fyrir árgjaldið fá félags-
menn 3 BÆKUR ásamt TÍMARITI MÁLS OG
MENNINGAR.
mi MÁL OG
|V| menning
jyu LAUGAVEGI18
Nýir félagsmenn geta enn fengið nokkra síðustu ár-
ganga með því að borga aðeins upp'hafleg árgjöld. —
Til dæmis:
1965: Benedikt Gröndal: DÆGRADVÖL.
A. Daudet: BRÉF ÚR MYLLUNNI MINNI.
Myndlist: MICHELANGELO.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR.
1964: Þórbergur Þórðarson: OFVITINN.
M. A. Asturias: FORSETI LÝÐVELDISINS.
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR.
fyrir 450 krónur hvort ár að viðbættu vægu auka-
gjaldi fyrir bækur sem menn kjósa að fá í bandi.
Nýir félagsmenn sem ganga í félagið fyrir áramót
fá í kaupbæti 4 fyrstu heftin af myndlistarbókum
Máls og menningar:
Cézanne — Velazques — Manet — Goya.
VIRDING FYRIR SANNLEIKANUM
MÉR finnst ekkert á móti því
að drepa við og við á yfirlýs
ingu Alþjóðablaðamannasam
bandsins, fyrstu grein, er hljóð
ar svo:
Virðing fyrir sannleikanum
og rétti almennings til að heyra
sannleikann er fyrsta skylda
hlaðamannsins.
Blaðamenn þurfa annað slag
ið að minna sjálfa sig á þessa
skyldu, og þeir þurfa að minna
húsbændur sína, útgefendurna,
á hana líka, því að það er mjög
oft erfitt að ynna hana af hönd
um.
Sannsögli er manninum erfið
dyggð. Fáir eru góð vitni. Hlut
ur ímyndunaraflsins er stór og
menn muna það sem þeir vilja
muna, auk þess sem margir
hafa lent í þeirri fallgryfju að
„vinna það fyrir vinskap manns
að vikja af götu sannleikans“,
helzt þegar þeir skrifa í blöð
i einhverjum öðrum tilgangi en
að segja sanna frétt, t.d. vinna
einhverri ídeólógíu fylgi, póli
tískri eða annars konar.
En það er í rauninni óskap
lega erfitt fvrir blaðamann að
birta lesendum sínum sannar
fréttir af því sem er að gerast
í heiminum. Og ástæðan er
einföld: UDnlvsingarnar sem
hann fær eru oft strjálar, óá-
reiðanleear og tilviljanakennd-
ar. Þeirri mótbáru kann að
verða hrevft að þó að fréttir
séu oft striálar fái fólk að vita
um meginviðburði. En hvað eru
meginviðburðir? Um það vitum
við fátt fyrir fram. Eins og
stendur virðist allir mestu við
burðir að áliti okkar blaða-
manna vera stjórnmálalegs eðl
is, en samt vitum við ofur vel
að það eru ekki stjórnmálin sem
sterkast orka á heim nútíma
mannsins, heldur vísindin sem
eru í óðaönn að skapa alger
lega nýja tilveru.
Þrátt fyrir lieimsvíð fréttaöfl
unarkerfi og sérstaka útsend
ara stórblaða og fréttastofnana
er hægt að igera lygasögur að
stórfréttum, eins og t.d. söguna
um gazelludrenginn sem gat
hlaupið á 80 km. hraða. Það
var ekki fyrr en mörgum ár
um seinna sem maður tók sér
fyrir hendur að sýna fram á
að fréttin var uppspuni frá rót
um.
Sorglegasta atriðið er þó að
stórir hlutar heims eru raun-
verulega lokaðir fyrir frétta-
öflun. í mörgum löndum er
ströng ritskoðun, gegnir furðu
hvað menn þola slikan ósóma
hávaðalítið, og enn víðar er
litlum velvilja að mæta ef
menn hyggjast rekja málin
hlífðarlaust í sundur. Fréttaöfl
un er í rauninni ekki auðveld í
nqjnum löndum nema Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku, en
þetta eru smásvæði af öllum
'heiminum. Annars staðar eru
fréttamenn miklu færri miðað
við aðstæður, samskiptamögu
leikar við fólk og stofnanir
miklu erfiðari og miklu minni
skilningur á menningarlegu
gildi fréttaöflunar.
Heimspressan missir stund-
um af stórum viðburðum, en
segir frá smáum.
Fyrir hálfu öðru ári eða svo
urðu nokkur átök á Suður Ind
landi út af tuúgumálum. Um
þetta var skrifað dag eftir dag
í fréttum heimsblaðanna, en lít
ið sagt um mannfall, helzt rætt
um að múgur í útjaðri Madras
hefði tekið pólití og kveikt í því.
En þessa sömu daga gerðist það
nokkru fyrir sunnan Madras
að óeirðir blossuðu upp og yf
ir þúsund manns féllu á einni
einustu kvöldstund. Um þetta
var ekki getið neins staðar, og
er þó fréttaöflun algerlega
frjáls í Indlandi. Þetta er naum
ast einsdæmi.
Til er nokkuð sem við köll
um lieimsfréttir. Það eru frétt
ir sem fara um allan heim og
eru í nokkurn veginn sama
gildi hvar sem er. En þeir
sem dveljast langdvölum í öðr
um heimshlutum 'geta borið um
að heimsfréttimar eru naum
ast hinar sömu alls staðar. Það
er afar fátt sem er meðhöndl
að eins og það sé í sama gildi
hvar sem er, og sum vestræn
stórblöð hafa algerlega ,,tung
ur tvær og tala sitt með hvorri“
þannig að í Austurlanda útgáf
um sínum halda þau þveröfugu
fram við það sem þau segja hér
vestra.
Heimurinn er í rauninni nokk
ur mismunandi fréttasvæði. Og
ég hef tekið eftir því að flest
ir Vesturlandamenn hugsa þann
ig, hvort sem þeir vilja viður
kenna það eða ekki, sem Evr
ópa o'g Norður-Amerika séu
heimurinn.
Þetta verður að breytast, m.
a. vegna þess að mannkynið
verður að læra að lifa saman
í friði. Og friður byggist á því
að við öll miðum hugsun okk
ar við það að heimurinn sé
ein heild Það á að vísu langt
í land. Fyrsta skrefið er öflug
frétta- og kynningarstarfsemi.
Brauðhúsið
Laugavegi 126.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
SÍMI 24631.
SMURSTÖÐIN
Sæíúni 4 — Sími 16-2-27
BfUiBn er smurðnr fljétt og vel.
SeSjofli allar teguaalr af smnreMUt
Bifreiðaeggendyr
sprauium og réttum
Fljét afgreiðsla.
Bifreiðaverkstæðið
VESTURÁS H.F.
SóSarvog 80, gimi 3574*.
SMURI BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vtsturgötu 28.
Sími 16012.
OplS frá kl. 9—23.30.