Alþýðublaðið - 30.10.1966, Side 14
14
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30. október 1966
*
Hver stund með Camel
léttir iund!“
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
Ein mest selda sígarettan í heiminum.
= rvmasH & noMEvnc
í)!(i AR£'XTES>
5*
MADE IN U.S.A.
Erhard
Framhald af 3. síðu
til stjórnarsamvinnu á ný, eftir
fvlkiskosningarnar í Bæjaralandi
20. nóv. þannig að hann haidi á
fram kanzlarastörfum, en horfurn
ar á þessu virðast litlar, þar sem
frjálsir demókratar hafa ákveðið
að fara í stjórnarandstöðu og
Jgert ljó*t, að þeir muni ekki
ganga til nýrrar stjórnarsamvinnu
undir forystu Erhards.
Góðar heimildir í Bonn herma,
að þeirri skoðun vaxi fylgi í krist
lega demókratafloklcnum að Er
hard verði að segja af sér. En þing
leiðtogi flokksins, Rainer Barzel
sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi
að hann teldi að meirihluti flokks
ins stæði enn á bak við Erhard.
Á fundinum í dag ræddu leið
togar kristilegra demókrata um
það, hvernig mynda mætti nýja
meirihlutastjórn og hvort Erhard
ætti að halda áfram störfum
Skuttogarar
Framhald af 3. síðu.
og Dalvík, Akureyri og Sauðár-
krók. Ættu skipin að geta landað
á einhverjum þessara staða og
aflanum síðan ekið til næstu
staða eftir því sem ástatt er í
frystihúsunum. Ég minnist þess
til dæmis, að í fyrra komum við
á ,,Sigurði” og lönduðum 280
tonnum af ferskfiski á Siglufirði.
240 tonnum var hægt að taka við,
en 40 tonnum af karfa varð að
kasta í gúanó vegna þess að eng-
in tök voru að vinna hann. Verk-
stjórinn sagði þó, að þetta væri
fallegasti karfi, sem hann hefði
séð. Hér hefði vegakerfið bætt
úr og hægt hefði verið að senda
þessi 40 tonn til vinnslu á öðrum
stað og þannig nýttur frystihúsa-
kosturinn.
Síðar í þessu viðtali segir:
— Segjum nú að Norðurlandið
fengi tíu skuttogara, hvernig
mundir þú vilja staðsetja þá? -
— Akureyri þyrfti að fá flesta,
en hinum yrði dreift á Siglu-
fjörð, Ólafsfjörð, Sauðárkrók og
kannski einn fyrir Hólmavík,
Skagaströnd og Húsavík.
— En myndi nú þessi útgerð
borga sig?
- Ég tel að svo myndi verða,
ef skipin kostuðu ekki meira en
20—24 milljónir, og væru búin
sjálfvirkni-búnaði. Kæmumst við
þá af með 11—14 menn. Vakta-
skiptin yrðu að breytast og menn
að standa 6 og 12 tíma. Þetta á
að vera auðvelt á heimamiðum
með 14 daga útivist. Hjá okkur
er oftast ekkí nema 8—12 tíma
starf við veiðarnar á sólarhring
og því engin ofþrælkun að hafa
þessa tiihögun.
Háseti, sem vinnur 6 og 12 tíma
mætti ekki bera minna úr býtum
en 30 þúsund krónur á mánuði
niiðað við núgildandi verðlag, því
þegar menn eru orðnir þetta fáir
þýðir ekki að vera með annað en
góða menn, jafnvel úrval.
Það er ákaflega mikilvægt að
á skipin Veljist menn úr sjálf-
um plássunum, sem þau eru gerð
út frá. Slíkt fólk skilur alltaf mik-
ið betur hvaða þýðingu atvinnu-
tækið hefur og verður miklu betra
vinnufóik, en hinir, sem koma að-
komnir og eru oftast Iáusamenn
með engan áhuga. Það er nú einu
sinni svo, að togaraútgerð þarf
samstillt átak svo vel fari.
WASHINGTON, 29 október
(NTB-Reuter).
Tilraunamyndir þær sem bor-
izt hafa frá nýja íjarskiptahnett-
inum, „Early Bird-2“ benda til
þess, að hann muni senda ennþá
skýrari myndir en „Early Bird-1“,
að því er skýrt var frá í Washing:
ton í dag. Fjarskiptahnettinum
verður komið fyrir í endanlega
stöðu sína yfir daglínunni á morg
un, og þar með opnast möguleik
ar á verzlunarfjarskiptum á hinu
stóra Kyrrahafssvæði.
Kjör jj j Albýðuflokksfélag Reykjavík
fulltrúa á ii ! fer fram á skrifstofu Alþýðuflokksins sunnu- •
| daginn 30. október 1966 kl. 13.21.
flokksþing- j‘ h" ■ ’
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið, að merki þetta sé ó húsgögnum, sem óbyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 0254 2 FRAMLEIÐANDi í .- NO.
1] HÚSGAGNAMEISTÁRA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR n 1 1 1
HIÍSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR