Alþýðublaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1966, Blaðsíða 2
Þingfréttir í stutíu máf' Rcykjavík —EG. TEKUR SÆTI Á NÝ: Benedikt Gröndal (A) tók í gæt sæti sitt ó Alþingi á ný, en hann hefur undanfarið setið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna í New York, ST JÓRNARFRUMVARP: Lagt var fram í gær stjórnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verðlagsráð sjávar útvegsins og gerir það ráð fyrir að verðlagsráði verði falið að á- kveða verð á fiskúrgangi öðr- um en síld, en þessi verðákvörð un hefur undanfarið fallið ut an ramma laganna. Þegar verð lagsráð fjallar um ákvarðanir á verði á fiskúrgangi skal það skipað þrem fulltrúum fiskselj enda og þrem fulltrúum kaup enda. Náist ekki samkomulag skal yfirnefnd úrskurða verðið. SÍLDARFLUTNINGASKIP: Á örstuttum fundi í efri deild í gær fór fram þriðja umræða um frumvarp til staðfestingar bráðabirgðalaga um ríkisábyrgð vegna kaupa S.R á síldarflutn ingaskipi. Enginn kvaddi sér hljóðs um máiið. TEKJUSTOFNAR: Frumvarp til staðfestingar bráðabirgðala'ga um að skattfrá dráttur skuli breytast í sam- ræmi við skattvísitölu var tek ið til 1. umræðu í neðri deild í gær og mælti fjármálaráðherra fyrir því. Urðu nokkur orða skipti milli hans og Skúla Guð mundssonar, sem taldi að fjöl margt í lögunum um tekju stofna sveitarfélaga þyrfti lag færingar með. ALMAN N ATRYGGINGAR: Fyrsta umræða fór fram í neðri deild í gær um smávægi legar breytingar á lögunum uin almannatryggingar, en frum- varpið er komið frá efri deild. Var því vísað til 2. umræðu og nefndar. Leitinni hætt Rvík, — ÓTJ. GuSviundur Guðmundsson verka maður frá Stokkseyri sem týndist •um helgina er ófundinn enn og er lietinni nú hætt. Mikill mann- fiöldi tók þátt í lienní og auk í þess þyrla Landhelgisgæzlunnar i og var léitin mjög víðtæk. Fyrirspurn um Lóðaúthiutun Reykjavík, — EG. í gær var lögð fram á Alþingi fyrirspurn, sem Gils Guðmunds- son (K) hefur heint til forsætis ráðherra um lóðaúthlutun á Þing völlum. Fyrirspurn Gils er í sex liðum, sem hljóða svo: 1. Hve mörgum lóðum undir sumarbústaða hefur Þingvalla- nefnd úthlutað úr landi jarðanna Kárastaða og Gjábakka í Þing vallasveit? 2. Hvaða reglum hefur Þing- vallanefnd fylgt við ráðstöfun lóða þessara? 3. Með hvaða skilmálum eru lóðirnar af hendi látnar? 4. Hverjir liafa fengið umræddar lóðir? 5. Hver er tilgangur Þingvalla nefndar méð lóðaúthlutun þessari? 6 Hefur Þingvallanefnd í hyggju að halda áfram úthlutun lóða á Þingvallasvæðinu? NÁ HAI Þjónustukönnum Neytendasam- takanna er nú hafin, með því að Neytendablaðið með tilheyrandi eyðublöðum á að vera komið í hendur allra félagsmanna samtak anna. Neytendasamtökunum er það jafnmikið kappsmál og það er neyt endum mikið hagsmunamál, að könnunin takist sem bezt og þátt takan verði sem mest. Með því að fylla út eyðiblað könnunarinnar og senda það Neytendasamtökun um leggja menn sinn skerf til bar óttu þeirra fyrir bættri þjónustu og auknu öryggi í viðskiptum. Fjökli nýrra félagsmanna. Svo virðist sem mikill áhugi sé ríkjandi mcðal almennings á mál inu. Fjöldi manna hefur innritað sig í samtökin síðustu daga, en sam dægurs er þeim sent blaðið í pósti ásamt nokkrum eldri ritum, sem til eru. Þá hefur og mikið verið hringt til samtakanna af fólki, sem er að fylla út eyðiblöðin, og í gær tóku fyrstu svörin að berast. Fólk er eindregið hvatt til þess að senda svörin hið allra fyrsta, og er ætl ast til þess að hver og einn svari innan viku frá möttöku blaðsins Eftirvænting cftir niðurstöðu. Mikið hefur verið spurt um það hvenær sé að vænta birtingar á niðurstöðum könnunarinnar. Því er til að svara að þátttakan getur orð ið of lítil til þess, að neinar niður stöður verði birtar. Það ætti öllum að ,vera augljóst og þá um leið, hve nauðsynlegt er, að menn skerist ekki úr leik. Með því aS gera menn sér og öðrum óleik. Gangi könnun in samkvæmt áætlun, verða niður stöður birtar jafnliarðan og unn ið hefur verið úr svörum varð andi hvert tæki fyrir sig og byrj að á þeim, sem mestur áhugi virð ist á. Víða fylgzt með könnuninni. Það er víöa fylgzt með könnun þessari en á íslandi. Neytendasam tök um allan heim hafa með sér gott samstarf. í Bandarikjunum fer slík könnun fram árlega, og þar fengust síðast 100.000 svör. En Framh. á 13. s'ðu Kanzlari og kanzlaraefni Erhard kanzlari ræddi á laug ardaginn við Kurt Georg Kies inger, sem kristilegir demókrat ar Iiafa tilnefnt eftirmann hans. En fréttir frá Bonn herma að það sé engan veginn víst að Kiesinger verði næsti kanzlari Vestur-Þýzkalands. Ef jafnaðar menn og frjálsir demókratar mynda stjórn verður Willy Brandt næsti kanzlari. HEILDA 598 í vikubyrjun var SV-bræla á miðunum og íiest skip í höfn. Á mánudag var komið gott veður og var þá góð veiði í Norðfjarðar dýpi 60—70 sjóm. frá landi. Á þriðjudag fór veður versnandi og var komin NNA-bræla um hádeg ið og héldu þá flestir bátanna til lands. Á miðvikudag fór veður batn andi og skipin fóru að lialda á miðin og var dágóð veiði um nótt ina og á fimmtudaginn, en á föstu daginn var komin NNA-bræla og þá var engin veiði. Á Laugardag var NNA-hvassviðri á miðunum en fór lægjandi síðdegis og fengu marg ir bátar góða veiði um kvöldið 60 —70 milur. ASA af Dalatanga. Margir bátar sigldu með afla sinn til Vestmannaeyja og hafna SV-land í vikunni og nam sá afli 4549 lestum. Ekki liggja endanlegar tölur um nýtingu aflans eftir verkunarað ferðum, en reiknað er með að 80 % aflans hafi farið til verkunar. Af aflanum var saltað í 2310 tunnur og í frystingu hafa þá vænt anlega farið 3,308 lestir og til bræðslu 903 lestir. Heildaraflinn, sem barst á land í vikunni nam 21585 lestum, þar af fóru 3735 lestir í frystingu og saltað var í 3963 tunnuar, Heildaraflinn í vikulokin var orð inn 597.850 lestir og skiptist þann ig eftir verkunaraðferðum: í salt 56,580 lestir. í frystingu 8.535 lesti. í bræðslu 532.734 lestir. Auk þess hafa erlend skip land að 4829 lestum hérlendis til vinnslu. Á sama tíma í fyrra var heilda’r afiinn 475.271 lestir og skiptist Framhald á 14, síffu. FRAMHALDSFUNDUR HJA SÍLDARSJÓMÖN Reyðarfirði GSÓ. Fundur sjómanna af síldarflot- anum hófst Ihér í gær lcl. tvö og stóð til kl. sjö. Ræddu sjómenn- irnir um hagsmunamál sín vítt og brei'tt. Fundinum lauk ekki í gær ag var ákveðið að :halda honum áfram í dag. Til tals kom að stöðva síldveið- ar til að mótmæla nýja síldar- verðinu en það fékk lítinn hljóm- grunn. Þá var rætt um að stofna sérstakt landssamband síldarsjó- manna. Var skipuð nefnd til að kanna það mál og mun hún skila áliti á fundinum í dag og verður þiá tekin afstaða til þess. 2 16. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.