Alþýðublaðið - 11.12.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Qupperneq 7
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. desember 1966 JOHABíKr C3-XJ isr RTA.]Efc OLAPSSON Að því er mikill fengur, að fá í einni bók gott sagnasafn úr Vestmannaeyjum, — geta á einum stað flett upp á sögnum sem máli skipta og tengdar eru þessu byggðarlagi. — Sagnirnar eru flokkaðar í eldri og yngri sagnir, og kennír hér margra grasa, eins og í öðrum áþekkum sagnasöfnum. Allir munu á einu máli um, að margt það, sem hér er skráð hefði að líkindum glatast, ef ekki hefði komið til sagnasöfnun Jóhanns Gunnars Ólafssonar. — Ýtarleg nafna- skrá fylgir þessu safni og eykur það mjög á ágœti bókarinnar. LÍTILL ÞEGAR menn í framtíðinni fara að lýsa síðari hluta tutt- ugustu aldar og vilja vera gagn orðir munu þeir vafalítið detta niður á nafnið öld umferðar- vandræðanna. Umferðarvand- ræði eru orðin krónískur sjúk- dómur í borgarfélögum nútím- ans. Það er sannarlega ekki þægilegt við þetta að íást, því að reynslan sýnir að eftir því sem farartækin batna verða um ferðai’vandræðin meiri, ekki bara fleiri slys, heldur líka erf iðara að komast leiðar sinnar. Eitthvað er nú bogið við þetta. Menn eru auðvitað allir af vilja gerðir til að leysa vand- ann. En'gan langar hvort sem er til þess að eyða löngum tíma á hverjum degi í strætis- vögnum sem komast ekkert á- fram eða í nýrri skruggukerru sein er króuð af úti á miðju stræti eins og sauðkind í fjár- rétt. Þess vegna eru götur breikkaðar, lagðar gegnum hús, yfif hús, undir hús, og þær eru vísindalega merktar: hér áttu að beygja til vinstri, hér áttu að beygja til hægri og; hér máttu ekkert beygja — sem verður til þess að þú kemst hvorki fram né aftur. i fullu samræmi við þetta eru umferðarvandræðin ekki mest þar sem fólksmergðin er óskaplegust, heldur þar sem farartækin eru bezt og flest, Mejri framfarir skapa því að vissu .leyti meiri vandræði. í : Austurlöndum þar sem fjöldi fólks matast og sefur, hefst algerlega við, fæðist og deyr á gangstéttum eru fram- farirnar ekki enn orðnar svo miklar að menn geti hælt sér af verulegum umferðarvand- ræðum. Og þó að þar séu auð- vitað umferðarreglur þá eru þær ekki teknar sérstaklega alvarlega, hver maður hugsar um að passa sjálfan sig og um- ferðarslys eru alls ekki svo tíð sem maður gæti haldið. þeir og óskaplegri fyrirferðar á götunni. Skoplegasta sjón sem ég sé er að horfa á ofboð lítinn og mjóan mann í af- skaplega stórum og vígalegum bíl sem lætur flautuna belja og belja vegna þess að hann stendur fastúr í umferðinni. Oft væri maðurinn miklu bet- ur settur með því að skilja bílinn eftir og halda áfram gangandi. Sigvaldi Hjálmarsson: VANGAVELTUR Það er líka viðurkennt að þar sem vegirnir eru beztir og farartækin bezt er minnst um slys. Og fólk þolir slysin nærri því eins og sjálfsagðan hlut þó að stundum þyki manni mann- fallið minna á þann tíma í sögu vorri, víðfrægri, er menn höfðu það sér til skemmtunar í M- sinninu að drepa hver annan. Það einkennir mál þetta mest af öllu að mannfólkið veldur ekki öngþveitinu sjálft, heldur farartækin, sem hafa eiginlega tekið við stjórninni, heimtað sinn sjálfstæða til- verurétt af manninum. Og hlægilegasta öfugmæli nútím- ans er það að eftir því sem bíl- unum fjölgar og færri menn koma þar af leiðandi á hvern þeirra, þeim mun stæri’i verða Mér virðist vefjast fyrir' mönnum að skilja það að bíll- inn er ekki bara farartæki i dag, heldur eiginlega í mörg- um tilfeilum bæði guð manns- ins og kjölturakki, en bæði guðir og kjölturakkar eru oft óskaplega ráðrikir. Eftir því sem þeim er komið upp á meira verða þeir heimtufrek- ari, og eru að þvi leyti skap- aðir í mynd mannsins. Fyrrum skáru menn út ferlegar guða- myndir er voni stolt tilbiðj- enda sinna, en nú virðast svip- aðar tilhneigingar, hálfdúlvit- aðar, koma fram i því að menn vilja endilega vera á stórum bílum sem eru afskaplegir á- sýndum, sönn ímynd hraða og þess máttar sem maðurinn sæk ist eftir. Það er sennilega af þessum sökum sem það þykir frekar galli ef bíll er lítill, þó að það ætti að vera kostur því að minni bílar mundu skapa auð- veldari umferð. I draumórabókum um fram- tíðina sem ritaðar voru fyrir .30—40 árum átti jafnan hver maður einskonar heljkopter sem hann hafði á húsþakinu hjá sér, en nú er víst úti um þann möguleika því að í ljós hefur komið — þó ekki væri annað — að loftið yrði hrann- að af þessari flugnategund yf- ir stórborgunum og enginn kæmist neitt. Bíllinn er því enn draumur hins venjulega manns. En austur í Rússlandi er draumórahöfundur sem Ye- merov heitir og hefur hann gefiö út bók um mannlífið eins og hann hyggur að það muni verða eftir 2000 ár. Ekki virð- ist hann vera góður kommún- isti, þessi höfundur, því að klisjur úr talsháttasafni komm- únismans eru fáar í bók hans. Hann gefur ekki hverjum manni bíl eða flugvél, heldur lætur liann mannkynið hafa komið sér upp óskaplega skjótu almennings samgöngukerfi um allar byggðir. Kannski það verði nú niður- staðan eftir allt saman þegar maðurinn liefur fundið sér annan guð og annan kjöltu- rakka en bílinn. 7 -----------y NÝJAR ÍSLENZKAR !• SKÁLDSÖGUté Leynigöngm SAGA UM BLAÐAMAn|í eftir Þorbjörgu Arnadóttur (höfubd ,,Signýjar*‘ og fleiri vinsælla sskáld* sasna). Efnismikil og lirífandi sk«íl4 saga. 141 bls. kr. 295,65. Drengirnir á ©Jögri If eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Vet- urjiúsum. Fíngerð saga úr íslenzki* Sveitalífi. Fyrsta stóra skáldsacán* eftir Bergþóru. 146 bls. kr. 295,65, Atii og Una UNGLINGASAGA. stórathyglisverðuni teikninguin effc* ir dóttur hennar, Sigrúnu. Mj>ög góð unglingabók. 131 bls. kr. 132,’<5. Gleymið ekki Nonna-bókunum bókum Stefáns Jónssonar (Sa&an hans Hjalta litla o. flj).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.