Alþýðublaðið - 11.12.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.12.1966, Síða 9
SunnudagsALÞÝÐUBLAÐIÐ- 11. desember 1966 Bjarni Villijálnisson slíkrar bókar þyrfti að einskorða í upphafi við nauðsynlegan fróð- leik um óhjákvæmilega staði, stað reyndir um staðina eins og þeir eru í dag, náttúrufar og sögu; þeirrahér vðsitir shrdl umfæyp þeirra. Hér virðist reynt að gera ó einatt verða óþarflega lausleg. En gaman er að þvi hve bókin er þrUngin sögulegum og þjóðsöguleg um efnivið og frásögnum; íslenzk landlýsing er óðara orðin að sögu fróðleik. Hefði að vísu nægt að vísa í fáum orðum til sagna um viðkom andi staði í stað þess að endur- segja þær, og þyrftu slíkar til- vísanir þá að vera nokkurnveginn tæmandi; með þeim hætti yrði bókin stórum nytsamlegri þó hún væri ekki læsileg að sama skapi. En í allri gerð þessarar bókar fara saman sjónarmið eiginlegrar orðabókar, uppsláttarrits og hand hægrar lestrarbókar. — Það sem mestu skiptir er að sönnu að til slíkrar bókar skuli vera stofnað; höfundur getur þess réttiiega í formála að frumsmíðin hljóti að vera gallagripur, góð verður hún fyrst þegar þjóðin öll hefur lagzt á eitt við að sniða af henni hor- tittina, leiðrétta hana og endur- bæta, segir höfundur Er þó ekk ert efamál að margir lesendur munu hafa bæði gagn og gaman af þessari fyrstu gerð hennar. Báðar þessar bækur eru vel og veglega úr garði gerðar, prýdd ar allmiklum myndakosti, hvor eftir sínu efni. Þorsteinn .Tóseps son er sem kunnugt er snjall ljós myndari og munu fáir mynda bet ur landslag en Þorsteinn. Mynd prentun er hinsvegar óviðunandi í bók hans, og hefðu mvndirnar þurft að vera á sérstökum papp ír svo vel færi. ILMENNA BÓKAFÉLAGIÐ byrjaði f.vrir tveimur árum nýtt ritsafn sem nefnis* einu nafni íslenzk þjóðfræði. Fvrsta verkið í l'lokknum var Kvæði og dansleikir sem Jón Samsonarson gaf út, úrval kveðskapar sem gengið liefur við dansa ásarnt ýtar ■ legri inngangsrannsókn útypfand- ans á öllum tiltækum heimildum um dansa og dansleiki á íslandi. Þetta var merkilegt verk enda fræðimanniega að því staðið og vandað vel til útgáfunnar i hverri grein. En vera má að á því komi fram þnu vahdkvæði sem jafnan eru viðloðandi útgáfur sem í senn eiga að vera vándáðar fræðilega og viS álmenningshæfi; -slík verk Óskar Halldórsson geta hæglega orðið of alþýðleg fyrir fræðimennina, en of fræði- leg fyrir almenna lesendur. Ætli ýmsum lesendum hafi ekki þótt inngangur Jóns Samsonarsonar dauf og þurrleg lesning? Og vand læti útgefandans um handrit •kvæðanna, einskorðað val þeirra við „dansa og leiki“ kann að koma niður á kvæðunum sjálfum og kvæðavalinu; almennum lesendum er sá texti beztur sem er skáld- legastur, fyllstur og fegurstur, kvæðin sem fjölbreyttust; en fræðimönnum dugir ekki minna en lieildarútgáfa kvæðanna, allur textamunur og afbrigði. Þetta er ekki sagt til að vanþakka ágæta bók, vandað verk útgefenda og forlagrins, en einungis til að benda á vandkvæði sem hlióta að fylgja slíku safni sem þessu Hér varð að fara bil beggja, og allt á litið hefur það líklega tekizt merkilega vel. Nýtt bindi þjóðfræðanna, ís- lenzkir málshættir sem Bjarni Vil hjálmsson og Óskar Halldórsson tóku saman (xxxi + 294 bls.i kemst furðanlega hjá þessum vandkvæð um. í bókinni munu vera um sjö þúsund málshættir fornir og nýj- ir og er heimildaskráin í bókar lok til vitnis um það hve víða þeir eru ættaðir, allt frá dag- blöðunum til Árnasafns og Lands bókasafns Er þetta „allriflegt úr val íslenzkra málshátta" segir Bjarni Vilhjálmsson í inngangi bókarinnar. „Æskilegt hefði verið að geta þurrausið lindir íslenzkra málshátta, gert fullkomin skil prentuðum sem óprentuðum ís- lenzkum málsháttasöfnum oa safn að til sæmilegrar hlítar þeim málsháttum úr mæltu máli sem aldrei hafa verið skráðir. En það yrði margra ára verk, og hætt er við að slíkt rit yrði öllum þorra manna lítt aðgengilegt, hó að þarft væri og mikill fengur ís- lenzkum fræðurn.1,1 Þetta «afn er hins vegar hið aðgengilegasta al mennum lesendum. í inngangin um er gerð glögg og skilmerkileg grein fyrir því hvað málsháttur sé, lýst eðli hans og formsein- kennum, rakin saga og geymd málshátta í íslenzku. Siálft er málsháttasafnið brunnur alþvðlegr ar lífspeki þar sem sjálfsagt má finna rétt andsvör við hverjum þeim hlut, viðbrögð við hverjum vanda sem að höndum kann að berá; þar sþeglast hversdagsheim ‘ur þjóðarinnar um þúsund ár óg þúsund hættir að bregðast við ' þeirit' heiriii. ’ Eins og fyrri bindi þjóðfræða- safnsins er þetta hin vandaðasta bók, yfirlætislaus og handhæg og efnið að því skapi aðgengilegt. pÁAR bókmenntir eru líklega lokaðri heirnur nútíðarles- anda en rímur. Er þó varla mik- ið meira en mannsaldur síðan rim ur voru enn í almennri notkun, auðskildar hverju barni og eftir því vinsælar; núorðið mun hins- vegar þurfa töluvert sérsinni til að gefa sig að marki að rímum. Þá er að vísu átt við eiglnlegar rímur, en ekki seinni tíma til- raunir til að vekja þær upp í nýrri mynd. En í fullar fimm ald ir voru rímur cin höfuðgrein bók mennta hér á landi; þær kunna að hafa hafizt með Ólafs rímu Haraldssonar eftir Einar Gilsson á 14. öld en þeim lauk með sanni með rímum Sigurðar Breiðfjörð á þeirri 19du; Númarímur hans eru í senn hátindur og endalok þessa kveðskapar Þorsteinn Jósepsson Það getur nærri að róðlegt væri að fá ýtarlega svnisbók þessarar bókmennta sem eru í senn svo fjarlægur og nálægar nútíðinni, bók sem veitti bæði bjarglega hugmynd um þróun og list rímnaskálda og sýnishorn hins bezta rímnakveðskat'ar. Á- reiðanlega er að finna í rímum ýmsan skáldskap sem gæti reynzt lesendum notadrjúgur þótt bók- menntagreinin sjálf sé liðin undir lok: einhverjir lesendur kvnnu meira að segja að. vera líklegir til að taka það sérsinni sem er nauðsynlegt til frekari ræktar við rímur. Slíka bók hefur Helgafell nú ráðizt í að gefa út undir held ur ankannalegu heiti, — Rímna- safnið, sýnisbók rímna frá 14 öld til nútímans, Sveinbjörn Bein- teinsson hefir tekið saman, ílxiii jf- 276 bls.) En því miður hefur framkvæmd verksins farið í handaskolum þó hugmyndin sé þarfleg. Frásögn er aðal rímna, eddumál og dýrir hættir formseinkenni. í svnisbók rímna þurfa bæði þessi sjónarmið að sameinast við efnis valið til að rímnalistin fái not ið sannmælis,- og gera þarf grein armun eiginlegra rímna,- epískrar sk-áldlistar, og ýmiskonar sveita- skáldskapar undir rímnaháttum. Það þarf með öðrum orðum að , velja í slíka bók heilar rímur eða minnsta kosti samstæða kafla, velja þá í senn með hliðsjón af Framhald á Í5. síðu. SÍGILDAR SÖGUR Tvær bækur í þessum flokki eru nýkomnar út: KYNJALYFIÐ, spennandi og skemmtileg saga eftir Sír Walter- Scott, höfund sögunnar Ivar Hlújárn. FANGINN í ZENDA, hin margeftirspurða, hörkuspennandi saga eftir Sir Anthony Hope. IÐUNN Skeggjagötu 1 - Símar 12923 og 19156 FJÖLFRÆÐISPILIÐ til skemmtunar og fróðieiks Það er hentugt tæki til náms, því á augabragði er hægt að sjá, hvort svarið er rétt eða rangt Svarið er rétt, þegar ljósið kviknar. Hverju spili fylgja 4 spjöld (7 flokkar) en síðan verður hægt að fá einstök spjöld eftir því, sem menn óska. Nú þegar eru tilbúnir eða í undirbúningi eftirtaldir flokkar: 1. Bókmenntir 2. íslandssaga 3. FerSamál 4. Stærðfræði 5. Mannkynssaga 6. Trúmál 7. Oýrafræffi 8. Grasafræffi 9. Leiklist 10. Landafræffi Fæst í bóka- og leikfangabúðum. Söluumboð: BÓKIN HF., Skólavörðustíg 6 - Sími 10680.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.