Alþýðublaðið - 03.01.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.01.1967, Qupperneq 7
Handritastofnuninni verði séð fyrir sjálfstæðum tekjum Nýársræða forseta íslands í útvarpi og sjónvarpi Forseti íslands, herra Ásgreir Ásgreirsson. Góðir íslendingar nær og fjær! Ég J>akka gamla árið og óska hverjum og einum og þjóðinni í Iheild gleðilegs og farsæls nýárs. Raunar getur maður ennþá einn- ig óskað gleðilegra jóla, því hin fornu jól og vor jól í vissum skiln- ingi, vara allt fram á þrettánda. ÍÞessi mikla og fornhelga miðsvetr arhátíð er ein heild, þó jóladag- ur og nýársdagur skeri sig úr. Renna þá saman að nokkru leyti heiðnir og kristnir siðir og 'hug- myndir án árekstra. Fornar venj- ur eru lífseigar, ekki sízt í sam- bandi við stórhátíðir, sem breyta þó um merkingu við hver siða- skipti. Á jólum voru á reiki vættir lands ins, góðar og illar, og þurfti ýms- an varnað að hafa. Jólin eru hátíð gnægta og gjafa, og vekja nú, í kristnum sið, sumt hið bezta, sem blundar í sálardjúpinu — vorn betri mann, góðvild, bróðurhug og Sálarfrið. Um áramótin er litið aftur um öxl og fram á ófarna leið, og fell- ur það að mestu í hiut annarra ræðumanna, eins og vant er. En eins atburðar á liðnu ári get ég þó ekki látið ógetið, en það er 'lokaákvörðunin í handritamálinu 17. nóvember síðastliðinn. Það var viðkvæmt mál öllum almenningi hér á landi og ýmsum Dönum, einkum fræðimönnum og safnvörð um. Handritamálið var hyggilega rekið af vorri hálfu, engin höfuð- áherzla á hinni réttarfarslegu hlið málsins, heldur sögulegum og náttúrlegum rétti, sem Danir tóku fullt tillit til, þó slíku sé ekki æt<ð að fagna í viðskiptum þjóða á milli. Með þessari aðferð hefir ís- lendingum jafnan orðið bezt á-' gengt í sjálfstæðis- og viðreisnar-1 baráttu sinni. Málið er útkljáð, og þá jafn- framt lokið þeim ágreiningi og deilum, sem staðið hafa á aðra öld um samband og samskipti ís- lendinga og Dana. Margir vinir vorir danskir hafa kallað yfir sig nokkura pólitíska óvild fyrir skiln ing sinn á og fylgi sitt við hinn ís- ienzka málstað, og _ er það ekki ný bóla. En því þakklátari megum vér vera, bæði þeim og dönskum almenningi yfirleitt. íslendingar Ijúka hér upp einum munni um það, að fáar þjóðir, ef nokkrar, hefðu reynzt oss jafn skilningsgóð ar og drengilegar á úrslitastund um sjálfstæðisbaráttunnar og Dan ir, þó oft hafi gætt mikillar tregðu í sjálfri viðureigninni. Sá jólafrið- ur, sem nú ríkir í þessum efnum, mun haldast. í bókmenntum og íslenzkri tungu lifir og vakir íslenzkt þjóð- erni. Þó íslenzkar fornbókmenntir séu mikils virtar meðal erlendra fræðimanna. Þá eru þær hvergi almenningseign nema hér á landi — nema vera skyldi Heimskringla Snorra með Norðmönnum, Þær eru lifandi afl í íslenzku þjóðlífi. Þess vegna eiga handritin heima hér og hvergi annars staðar, hvað sem líður eignarrétti og ástundun fáeinna fræðimanna. Fornar minjar eru hér og fáar aðrar en handrit og bókmenntir. Þar hefir þjóðarsálin varðveitzt um aldir. Minningarnar hafa vakið stórhug og djörfung fámennrar, fátækrar ’ þjóðar í langri og tor- sóttri viðreisnarbaráttu. Sú þjóð á sér mesta viðreisnarvon, sem átt hefir glæsilega fortíð og varð- veitt sögu sína. Hvar væri ísland nú á vegi statt án bókmenntaiðju forfeðranna? Handritastofnun, sem á að. taka til allra íslenzkra fræða, verðúr fjárfrek. En til fjárveitinga kalla brýnar þarfir hins nýja tíma, og vísast verður engum alveg full- nægt. Væri ekki ráð að sjá Hand- ritastofnuninni fyrir sjálfstæðum tekjum með sjóðstofnun, . sem gerði stofnuninni, og þá máske einhverjum öðrum opinberum bókasöfnum, hægara um vik, en ef eingömgu væri stuðzt við ár- legar fjárveitingar? Ef gert er ráð fyrir ríflegu stofnfjárframlagi og bókagjöfum áhugamanna, þá mætti slíkt verða til mikils léttis, og gæti þá Handi'itastofnunin orð- ið miðstöð íslenzkrar bókasöfnun- ar og dreifingar. Stofnunin hefur miklu hlutverki að gegna. Hér lifir hin forna tunga, íslenzkan, með þeim við- aukum, sem breyttir tímar lieimta, og ættum vér að leggja niður þann sið að kalla það fornnorrænt sem er alíslenzkt. Hingað þurfa þvi erlendir menn að leita, sem vilja kynna sér til nokkurrar hlít- ar íslenzk fræði. íslenzkan er við hlið latínunnar formóðir margra hinna helztu menningarmála vest- ræns heims. Úrræði til sjóðstofnunar verða innan skamms tekin til umræðu, en ekki gerð nánari grein fyrir í þessu stutta ávarpi. Núlifandi eldri menn muna glöggt halíærisástand þjóðarinnar fram á og jafnvel fram yfir síð- ustu aldamót. Nú um hátíðirnar þykir mörgum nóg um íburð allan og kaupskap. Miðsvetrarhátíðin hefir að vísu frá fornu fari verið hátíð fæðis, klæða og samfunda, þegar og þar, sem kostur hefir verið á. En einhlítar hafa allsnægt- irnar aldréi verið til að skapa frið, velþóknun o% sálarró. Þó hófs skuli gæta, þá bera þó hátíðabrigðin skýran vott um vax- andi velgengni síðustu áratuga. Og enginn muhdi vilja skipta á þeim lífskjörum, sém þjóðin býr nú við, og örbirgð fyrri alda. En viðbúnir þurfúm vér að vera mis- jöfnu árferði, en það hefir jafnan gengið í öldum. Á síðastliðinni hálfri öid hefir orðið bylting í að- búð og atvinnuháttum, meiri en nokkru sinni áður í sögu þjóðar- innar, atvinnu-, iðnaðar- og sam- göngúbylting. Vélin er komin í stað hestsins, árinnar og amboð-, anna, vistleg hús í stað hrörlegra torfbæja, hiti óg ljós í stað kulda og myi'kurs. Allt þetta skapar ný viðfangs- efni um arðskipting og skipulag. Nú er ekki lengur við Dani að deila. Viðureignin stendur á milli landsmanna sjálfra. Átökin eru hörð. Kosningar standa fyrir dyr- um. Þegar ókunnugir dæma .eftir orðanna hljóðan, þá er ekki á að lítast. En heimamenn vita af eldi-i reynslu og daglegri umgengni, að íslenzk þjóð er samstæðari en út lítur fyrir á yfirborðinu. Á úrslita- stundum hefur hún staðið saman á stundum sem einn maður. Vér erum fámenn þjóð, en ekki fátæk lengur. Viðkynning er mikil millij einstaklinga og innan og milli starfsstétta. Þó „vai'irnai* fljóti ekki í gælum“, þá unum vér bezt í eigin hóp „við land og fólk og feðratungu'*. Heimþráin er rík, hvar sem íslendingur er staddur meðal framandi þjóða. Ræturnar standa djúpt í íslenzkum jarð- vegi, og arfurinn er dýrmætur. Það hefi ég fundið einna gleggst meðal gamalla Vestur-íslendinga, sem þó höfðu flúið undan jSkorti og hallæri. Fjallkonan var „beina- ber, brjóstin visin og fölai'ikinn- ar“, kvað Bólu-Hjálmar un) þær mundir. Átökin eru óhjákvæmi- leg í lýðræðislandi, en ipnan skefja þarf að halda þeirrj, svo ekki stefni til harðstjórnar og of- sókna. Einn hinn mesti ávinning- ur síðustu alda í vestrænum(heimi er frjáls hugsun, frjálsar uinræð- ur og fundafrelsi. Vestræn menning og stjýr.nar- hættir er oss í blóð borin., Hið foma þjóðveldi og nútíma ,þing- ræði er runnið af sömu rqtr Al- þingi og lýðveldi er endurheimt. Samhengi sögunnar er glöggt jjrá upphafi íslandsbyggðar. Af , sög- unni er margt að læra, bpxði til Framhald á 14. síðu. ---- -----WlKÍ . AHf«**W-Í***-<* ■■■■■■ — $■.<■<?*>>.*'*& v. : ;■: KV6: v-' v •'■•:. ',»■ - <- 'f ■>’•■ e-''* hx ífeyqa-i;- ■'■■■■■': l' --f: ' f.V.' Uíí'lw Skarðsbók. 3. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.