Bókasafnið - 01.01.1974, Side 4
og mat á lífsviðhorfum, listum og félags-
málum. Andleg verðmæti og efnishlutir eru
sífellt í nýrri og nýrri deiglu, svo að fremur
má kalla straumkast en straum, stökk frem-
ur en þróun.
Þessar miklu og öru breytingar, tækni,
fjölbreytni og vendingar í þjóðlífinu,
heimta af einstaklingunum sífellt endur-
mat á kunnáttu og starfsþjálfun. Þetta kall-
ar á nám, svo að segja ævilangt nám. Eg
nota hér orðið nám fremur en kennslu eða
fræðslu, því að ef vel á að vera, hljóta upp-
tökin að vera hjá fólkinu sjálfu, hverjum
einstaklingi fyrir sig. Sjálfsnám, sem svo
fallega er nefnt, er sprottið af áhuga manns-
ins sjálfs, löngun og Jjörf einstaklings til að
afla sér hagnýtrar fræðslu — eða þekkingar
til ánægju og uppbyggingar. Sjálfsnám lief-
ur ávallt verið jöfnum höndum til gagns og
gamans. Og þá erum við komin að kjarna
málsins: almenningsbókasöfn og sjálfsnám
til gagns og gamans, ævilangt nám fólks á
öllum aldri, hljóta að tvinnast æ meira
saman í næstu framtíð.
Fjórir ndmshópar
Nú má vera, að einhver lesenda minna
varpi öndinni og hugsi sem svo: Er þetta
nú ekki sama orðagjálfrið, sama gutl í sama
nóa? En dokið við enn um stund og levfið
mér að skilgreina hugtakið ævilangt nám
svolítið betur.
Það lætur að líkum, að á umræddri ráð-
stefnu voru uppi margar raddir um ævi-
langt nám og mismunandi skoðanir á því,
hvað flokka bæri undir fræðslu eða nám
fullorðinna. En ég hygg, að flestir fulltrú-
anna hafi orðið ásáttir um, að í megindrátt-
um skiptist fullorðið fólk í fjóra námshópa.
í fyrsta hópnum er fólk, sem hætt hefur
námi á unga aldri vegna aðsteðjandi orsaka,
áhugaleysis eða félagslegra ástæðna, en fær
svo áhuga og tækifæri að nýju og sest þá
beinlínis á skólabekk til að ljúka ákveðnu
námsstigi eða prófi. Þetta fólk gengur
venjulega inn í ríkjandi skólakerfi, þó að
oft verði að hallvika til stundaskrám og
kennslutilhögun, svo að Jrví sé unnt að
stunda nám sitt. Þótt gera megi ráð fyrir,
að þetta fólk sé á tiltölulega ungu aldurs-
skeiði, er alls ekki fátítt, að fólk komið yfir
miðjan aldur hefji slíkt nám.
í annan hópinn kemur fólk, sem lokið
hefur einhverju námi, annaðhvort bóklegu
eða verklegu, en áttar sig brátt — eða smátt
og smátt — á Jdví, að það hefur meiri áhuga
á annarri grein, og vill leggja á sig að hefja
nám á nýjan leik til að kornast til starfa á
kjörvettvangi sínum. Þetta er sjaldnast fjöl-
mennur hópur, heldur venjulega einstakl-
ingar á víð og dreif í skólum eða verklegu
námi. Þó verður að taka tillit til þeirra og
gefa þeim möguleika á umskiptum.
I þriðja hópnum eru þeir, sem endurhæf-
ingar þurfa við í starfi, endurnýjunar á
liæfni og þekkingn, livort sem þeir starfa
við verkleg viðfangsefni eða vinna að and-
legum efnum. Með skírskotun til þess, sem
að framan var sagt, gefur auga leið, að hér
getur verið um fjölmennan hóp eða hópa
að ræða, og enginn vafi er á því, að þetta
mun aukast, og í vaxandi mæli verða þörf á
betri skilyrðum og fjölbreyttari möguleik-
um til að bæta úr endurhæfingarþörf ým-
issa starfshópa. í flestum tilfellum munu
námskeið koma þessu fólki að bestu gagni.
og því má búast við að æ fleiri námskeið
fyrir fólk á ýmsum aldri og í ýmsum starfs-
greinum verði sett á laggirnar, er fram líða
stundir.
Þeir þrír námshópar fullorðinna, sem hér
hafa verið nefndir, eiga allir það sameig-
inlegt, að einstaklingarnir keppa Jrar að
ákveðnu marki með námi sínu, annaðhvort
að betri starfsliæfni eða beinlínis að nýjum
eða auknum starfsréttindum.
En fjórði flokkurinn er langstærstur, og
hann er venjulegast ekki innan neinna
skipulagsbanda eða ákveðinna reglugerða.
Þetta er sá fjölmenni hópur fólks á öllum