Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 9
heim, hefjast regluleg útlán úr safninu og
er þá lesstofan einnig höfð opin daglega.
Kemst allt safnstarf í fastari skorður en áð-
ur var. Þá er einnig reynt að taka upp
skipulegri þjónustu við einstök byggðarlög
og skip. Þar sem samgöngur í Færeyjum
eru mjög háðar siglingum, skiptir miklu,
að vel sé séð fyrir bókaþörf skipshafna.
Árið 1921 eða ári síðar en M. A. Jacob-
sen sneri heim, var sett á stofn Færeyja-
deild innan Landsbókasafnsins. Skyldi
deildin fá prentskilaeintök af öllu, sem gef-
ið hafði verið út í Færeyjum frá árinu 1920,
og því, sem framvegis yrði gefið þar út. í
tengslum við Færeyjadeild er handritasafn-
ið. Hvað prentskilin varðar, þá er hafður á
í Færeyjum svipaður háttur og hér, að
prentsmiðjur eiga að senda safninu skyldu-
eintök. Heimtur hafa þó verið misgóðar.
Frá árinu 1928 hefur Landsbókasafn Fær-
eyja fengið reglulega eitteintakaf flestu.sem
gefið er út á íslandi. Lengi vel fékk safnið
aðeins eitt skyldueintak af hverju riti prent-
uðu í Færeyjum, gekk það eintak til Fær-
eyjadeildar, en safnið keypti síðan annað
eintak af þeim ritum, er nauðsynlegt þótti
að liafa einnig til útlána. Fólksfæð veldur
því, að hvert rit er prentað í mjög litlu upp-
lagi, og líklega hefur verið talið, að útgef-
endum yrði það fullþung byrði að láta af
hendi fleiri en eitt eintak til safnsins. Sverri
Fon, fyrrverandi landsbókavörður í Færeyj-
um, skrifar árið 1948 grein í Útiseta, þar
sem hann lætur í ljós áhyggjur af því, að
safnið hafi ekki ráð á að kaupa fleiri en
eitt útlánseintak af færeyskum bókum. Út-
lánseintök slitni fljótt og sé þess oft enginn
kostur að lána út tiltölulega nýlegar fær-
eyskar bækur, þegar eina eintakið er orðið
gatslitið og óhæft til útláns. Sverri er einnig
uggandi vegna þeirra ungu vísindamanna,
sem koma heim í andlegt svelti að loknu
námi. Eigi þeir óhægt með að viðhalda
þekkingu sinni eða bæta við hana, meðan
safnið býr við svo rýran kost. Sverri drepur
á ýmsa annmarka í færeyskum safnamálum
í þessari grein og ber þjóð sína æ saman
við grannþjóðirnar. Á þessum tíma (1948)
er bókaeign safnsins komin upp í 26.000
bindi. Þá er nafni safnsins breytt og tekið
upp núverandi nafn þess: Fproya Lands-
bókasavn.
Árið 1966 var sett á stofn Vísindadeild í
Þórshöfn. Vísindadeildin telst útibú frá
Landsbókasafni en er sér í húsnæði og hef-
ur eigið starfslið.
Landsbókasafnið var upphaflega sjálfs-
eignarstofnun, en hefur nú um alllanga hríð
heyrt undir landsstjóm Færeyja, sbr. lög
um Landsbókasafnið frá 1952. Þegar sú
breyting varð á, var jafnframt afnuminn sá
ríkisstyrkur, sem safnið hafði áður notið.
Fram til ársins 1969 fékk Landsbókasafnið
fé frá Þórshafnarborg, en þá var sú fjár-
veiting af því tekin, er borgin eignaðist sitt
eigið borgarbókasafn, er fyrr gat um. Það
safn var upphaflega starfrækt sem útibú frá
Landsbókasafni og var stofnbókakosturinn
meginhluti útlánsdeildar Landsbókasafns
svo og bamabókadeild þess.
I stuttu máli eru helstu skyldur Lands-
bókasafns Færeyja skv. núgildandi lögum
þessar:
1) Að safna öllum færeyskum ritum og
eins miklu og framast er unnt af ritum
um Færeyjar og færeysk efni.
2) Að vera aðalsafn fyrir eyjarnar.
3) Að safna vísindaritum.
Skv. lögum um almenningsbókasöfn frá
1868 á landsbókavörður, jafnframt því að
veita Landsbókasafni forstöðu, að hafa um-
sjón með almenningsbókasöfnum í Færeyj-
um og hafa eftirlit með fjárveitingum til
þeirra. En Landsbókasafn hefur verið mið-
safn fyrir almenningsbókasöfnin í landinu
frá árinu 1921, eins og áður hefur verið
minnst á.
Samkvæmt ársskýrslu Landsbókasafns fyr-
ir árið 1973 var bókaeign safnsins þá 72.000
9