Bókasafnið - 01.01.1974, Side 10
bindi, þar af 12.000 bindi í Vísindadeild.
Rit á færeysku máli voru um 11.000 bækur
og bæklingar.
Almenningsbókasöfn i Færeyjum eru alls
fjórtán. Öll hafa þau verið sett á fót eftir
1940, þar af þrjú fyrir 1950, fimm fyrir
1960 og eitt eftir 1970. Stærst almennings-
bókasafnanna er Borgarbókasafnið í Þórs-
höfn, en bókaeign þess er talin 22.000 bindi
árið 1973. Önnur almenningsbókasöfn í
Færeyjum eiga innan við 10 þúsund bindi
lrvert. Enn skortir héraðsbókasöfn fyrir um
það bil fjórðung Færeyinga, en þeir hópar
njóta beinnar þjónustu frá Landsbókasaín-
inu meðan svo stendur. Eins og áður getur,
lánar Landsbókasalnið einnig bókakassa í
skip. Á fjárhagsárinu* 1972/73 lánaði
Landsbókasafnið fimmtán bókasafnslausum
byggðarlögum 740 barnabækur. í sex
byggðarlög voru lánaðar 215 bækur fyrir
fullorðna. Sjö færeyskir togarar fengu lán-
aða 12 bókakassa með samtals 285 bókum.
Borgarbókasafnið í Klakksvík lánar bæk-
ur til sjúkrahússins á staðnum. Þjónusta við
Landspítalann (Landssjúkrahúsið) í Þórs-
höfn hefur legið niðri síðustu tíu árin en nú
hefur Landsbókasafnið komið henni á rek-
spöl aftur og mun starfsemi þar nýlega haf-
in að nýju.
Kennslugagnamiðstöð Færeyja (Fproya
skúlasavn) er ætlað það hlutverk að vera
miðsafn fyrir skólasöfn í Færeyjum. Ennþá
er ekki til nein reglugerð um skólasöfn í
Færeyjum, en svo hagar til, að flest almenn-
ingsbókasöfn út um landsbyggðina eru í
skólum eða í grennd við þá og hafa verið
starfrækt sem skóla- og bamabókasöfn fyrst
og fremst. Fá bókasöfn ráða eigin húsnæði.
Bókasöfnum er stjórnað af bókasafns-
nefndum, sem valdar eru af bæjar- og hér-
aðsstjórnum. Uppdrátturinn hér að neðan
sýnir heildarskipan bókasafnakerfisins í
Færeyjum:
* Fjárhagsárið nær ytir tímabilið 1.4—31.3.
BÓKAMERKI
Bokur mugu viðfarast væl,
so at so mong
sum gjorligt kunnu fáa hovi til at
læna tær reinar og óslitnar.
Handaskarn er eina ringast
fyri bokurnar.
At blaða í bókum
við óvaskaðum hondum er
at stytta um livitíðina hjá bókini.
At lesa og eta samstundis
er ein óskikkur.
Eingin brýggjar seg um
at finna matleivdir í bókunum.
Blaðið so varliga
— ovast uppi í hogra horni —
uttan at bróta pappírið og
uttan at gera fingrarnar vátar.
Bokur tola ikki vcetu.
Tcer mugu tí vera vcel innballaðar,
tá tœr verða bornar imillum.
í flestu forum ber til
at útvega bokur,
sum hetta bókasavnið ikki hevur,
frá oðrum sovnum.
Spyrjið bert bókavorðin!
Ov
•'l
o
k.
*o
B0KURBOKB0KUR
10