Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 20

Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 20
með einni aðferðinni, sem hann kennir við Bollmora. Þá er litskyggnum raðað í hillur úr gagnsæju plasti og má koma 32 skyggn- um fyrir á hverri hillu, en þær eru lýstar neðan frá. Hillumar má draga fram, og þannig má auðveldlega virða fyrir sér allar skyggnurnar. í Lyngby-safninu eru margar myndirnar geymdar í sérstökum grindum, þar sem liver mynd stendur í sérstöku hólfi og er auð- velt að draga þær fram til skoðunar. Hver á að velja listaverk til útlána úr bókasafni? Er það ekki bókavörðurinn? Hann velur bækur, hljómplötur og annað safnefni. Sér til ráðgjafar getur hann liaft listfróða menn. Hvaða kröfur ætti að gera um gæði listaverka til útlána? Þar sem lista- félög eða -nefndir velja verk til útlána, svo sem um er að ræða í okkar tilviki, og á ég þar við Norrænu farandsýninguna, hlýtur að mega ætla, að þau svari að öllu leyti til þeirrar kröfu, sem gerð er til góðrar listar. Einnig ætti það að vera trygging fyrir góðri list, ef menn sérfróðir um list eru til ráð- gjafar um kaup listaverka í listlánadeild bókasafna. En bókavörðurinn ætti þó ætíð að hafa síðasta orðið. Hann getur að miklu leyti haft viðmiðun af þeim reglum, sem hann fer eftir um val á bókum og öðru safn- efni, þótt vitaskuld verði að vel ja enn strang- ar, ef um er að ræða listaverk, þar eð þar er um að ræða miklu færri verk og auk marg- falt dýrari. Þess verður eflaust alllangt að bíða, að listlánadeildir komist á við íslensk bóka- söfn. Líklega yrði hið nýja borgarbókasafn í Reykjavík það safn, sem bestu skilyrði ætti að hafa til stofnunar slíkrar deildar. Þó ber að hafa í huga, að bókaverðir virðast hafa orðið nokkuð á eitt sáttir um, að list- lánadeilda væri síður þörf í borgum, þar sem greiður aðgangur væri að alls konar list, en í dreifbýlinu, þar sem fólk á miklu erfiðara um vik að kynnast list. Því er athugandi, hvort hið opinbera, t. d. Menntamálaráð, ætti ekki að gangast fyrir tilraun svipaðri þeirri, sem Norræna listabandalagið er að gera, og standa fyrir farandsýningu á ís- lenskri málaralist, sem farið gæti til bóka- safna í dreifbýlinu. A þann hátt gæfist þar kostur á að fá málverk, góða list, heim til sín, þótt lítils háttar greiðsla yrði að koma til vegna flutningskostnaðar og tryggingar- gjalda. Að lokum vil ég benda lesendum, sem kynnu að æskja vitneskju um listadeild- ir og hlut'verk þeirra, á bók eftir Karl H. Bolay: Att lána ut konst. Artoteksverksam- het vid svenska bibliotek. Sú bók er hin fyrsta í ritröð, sem sænsku bókasafnasamtök- in, SAB, sendu frá sér. Hún er gefin út hjá þjónustumiðstöð sænsku bókasafnanna, Bibliotekstjánst, í Lundi 1967. 20

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.