Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 23
við mjög þröngan húsakost. En öll innrétt-
ingin og búnaður stofnunarinnar ber vott
um frábæra smekkvísi og virðingu fyrir
húsnæðinu og löngun til þess að fella sam-
an sérhæfðar þarfir stofnunar sem þessarar
og húsnæði, sem verndað er gegn öllum
meiri háttar breytingum.
Fjárframlög til bókakaupa, bæði barna-
bóka og uppsláttarrita hafa komið frá sænsk-
um menningarstofnunum. Allir fjórir stofn-
endurnir hafa stutt safnið á ýmsan máta,
oftast með fjárframlögum til þess að vinna
við ákveðin verkefni. Félag sænskra barna-
bókahöfunda, sem áður er nefnt, gaf Barna-
bókastofnuninni safn sitt af eldri barnabók-
um og Félag sænskra bókaútgefenda ákvað
að gefa til stofnunarinnar eitt eintak allra
barnabóka, sem út koma á hverju ári, og
sömuleiðis gáfu þeir eintak allra þeirra
bóka, sem þeir áttu fyrirliggjandi af útgáfu-
bókurn fyrri ára. Enn er til að forleggjarar
gefi tvítök til stofnunarinnar, sem send eru
til erlendra stofnana í ritaskiptum. Hand-
bækur hafa verið gefnar af útgefendum
og útgáfufyrirtækjum, og eftir 1970 þegar
barnabækur voru gerðar að kennslugrein
við Stokkhólmsháskóla hefur stofnunin
einnig notið fjárframlags af hinu opinbera.
Yfirbókavörður og forstöðumaður stofn-
unarinnar frá upphafi er frú Mary 0rvig,
sem er þekkt meðal allra þeirra, sem fást
við barnabækur á alþjóðlegum vettvangi.
Hún hefur skrifað margt um barnabækur
og er rit hennar ogÖrjans Lindberger.Barrc-
litteratur i Sverige notuð sem kennslubók
í þeirri grein við Stokkhólmsháskóla. Mary
er hafsjór fróðleiks um barnabækur, bæði
innlendar og erlendar og er stofnunin og
mótun hennar algerlega hennar verk. Ófá-
ar eru sýningarnar og kynningarnar á
sænskum barnabókum, sem hún hefur stað-
ið fyrir bæði innanlands og utan, austan
tjalds og vestan. Hún kom hér til lands á
þing barna- og unglingabókahöfunda og var
ekki að sökum að spyrja, að áhugi hennar á
íslenzkum barnabókum var þegar fyrii
hendi. En hún hafði þá sögu að segja að
mjög væri erfitt að fá eintök af sænskum
bókum þýddum á íslensku og til væri í
dæminu að þýddar væru bækur án leyfis
sænskra höfunda.
Þegar undirrituð dvaldist við stofnunina
í apríl á síðastliðnu ári, var verið að vinna
við handbókaskrá, sem fjölrita átti og er nú
komin út. Ætlunin er síðan í framtíðinni
að í Svenska Bamboksinstitutet verði skrá
yfir allar barnabækui, sem út hafa komið á
sænsku. Jafnvel þær bækur, sem stofnunin
á ekki verða þar á skrá og getið um hvar
þær er að finna.
I stuttu máli er markmið stofnunarinnar
að auðvelda hvers kyns rannsóknir og nám
á sviði bamabókaútgáfu og lestrarefnis fyrir
börn. Vissulega væri mikil þörf á að ein-
hver stofnun hér á landi tæki að sér þá þjón-
ustu, sem þessi stolnun hefur á boðstólum,
en eins og sakir standa er hvergi hægt að fá
greiðan aðgang að íslenskum barnabókum
til þess að öðlast yfirsýn yfir lestrarefni ís-
lenskra barna. Við erum mjög langt á eftir
öðrum menningarþjóðum í rannsóknum á
bamabókum og í hugum margra íslendinga
teljast barnabækur ekki til bókmennta.
Heimsókn í stofnun sem Sænsku barna-
bókastofnunina gerir okkur best ljóst hversu
þörfin fyrir framkvæmdir hér á landi er
brýn.
23