Alþýðublaðið - 14.01.1967, Qupperneq 14
NÝ
BIFREIÐATRY
Frá og með 16. þessa mánaðar bjóða undirrituð tryggingarfélög víðskiptamönnum
sínum nýja bifreiðatryggingu,
TAKMARKADA
KÓTRYGGINGU
Með tryggingu þessari er bifreiðin tryggð fyrir bruna, þjófnaði og brotum á fram- og afturrúðu.
Tryggingin nær einnig til nauðsynlegs kostnaðar af flutningi bifreiðarinnar á næsta viðgerðar-
stað, ef hún verður óökufær vegna bilana eða skemmda.
Frá og með sama tíma stórlækka brunatryggingaiðgjöld allra algengra bifreið frá því sem verið
hefur í fyrri iðgjaldaskrám.
Almennar tryggingar hf
Trygging hf.
Vátryggingafélagið hf.
Sjóvátryggingafélag fslands
Tryggingafélagið Heimir hf.
Verzlanatryggingar hf
Hugheilar þakkir allra þeirra sem sýndu mér vinarhug á 70 (
ára afmæli mínu þ. 19. des. sl. með heimsóknum', gjöfum og |
heillaóskum.
Gleðilegt nýtt ár, þökk fyrir hið liðna
Þóra J. Hjartar, Akíanesi.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför
Jóhanns Kristjánssonar,
húsasmíöameistara, Auðarstræti 17.
Kristrún Guðmundsdóttir,
Haukur Jóhannsson,
Helga Jóhannsdóttir,
Erla Jóhannsdóttir.
Helga Bjarnadóttir.
tengdabörn og;
barnabörn.
Líftryggingafél.
Framhald af 2. síðu.
blaðið, verið ráðinn sölustjóri fé-
lagsins.
Alþjóða Líftryggingafélagið hf.
mun eiga samstarf við The Inter-
national Iúfe Insurance Co. SA
í Luxembourg varðandi endur-
tryggingar.
íslenzkur tryggingafræðingur,
scm dvalið hefur í Svíþjóð um
langt skeið, bæði við nám og störf,
lét þá skoðun nýlega í ljós í
Morgunblaðinu, að íslendingar
væru a.m.k. 20 árum á eftir öðr-
um þjóðum varðandi líftrygging-
ar, og taldi hann, að ísland væri
algjörlega vanþróað land í þess-
um efnum. Reynsla þeirra, sem
hér hafa starfað að líftrygginga-
sölu, bendir og mjög til hins sama,
því flestir þeir, sem við er rætt
um þessi mál, eru annað hvort ó-
tryggðir, ellegar hafa allsendis ó-
nógar líftryggingar. Um þetta á-
stand er almenningi einnig kunn-
ugt, ef vel er að gáð, því það er
sorglega oft, sem efna verður til
fjársafnana til hjálpar fjölskyJd;
um, sem skyndilega og óvænt
hafa misst fyrirvinnu sína. Von-
ast Alþjóða Líftryggingafélagið
til þess að geta lagt hönd á plóg-
inn við að bæta úr þessu ástandi,
I og stuðlað þannig að auknu f jár-
j hagslegu öryggi íslenzkra fjöl-
jskyldna. Jafnframt vonast félagið
' til, að með tilkomu þess aukizt
j enn hin frjálsa samkeppni á sviði
i líftrygginga hérlendis, til hags-
bóta fyrir allan almenning.
Stjórn Alþjóða Líftrygginga-
félagsins h.f. skipa: Dr. Gunnar
G. Schram, lögfræðingur, Sigur-
geir Sigurjónsson, aðalræðismað-
ur, og Konráð Axelsson, sem jafn-
framt er formaður, í varastjórn
eru: Arent Claessen Jr., stórkaup-
maður og frú Sigríður Skúladóttir.
Éþróttir
Framliald af bls. 11
heitinn hafði verið sæmdur gull-
merki Samtaka íþróttafrétta-
manna, því eipa sem veitt hefur
verið til þessa. Risu viðstaddir
úr sætum sinum í virðingarskyni
við hinn látna.
Sjcnvarp
Framhald af 3. síðu.
sendin'gar á Konungasögum
Shakespeares, sem svo eru
nefndar, en það er framhalds-
f^utningur á leikritum hahs
um ensku konungana, búnum
fyrir sjónvarp af brezka útvarp
inu, BBC. Er þetta taiið eitt
bezta leiklistarefni, sem gert
hefur verið fyrir sjónvarp, og
hefur verið sýnt um víða ver
öld.
Af léttara taginu mun Dýr
lingurinn fá samkeppni frá anrt
arri brezkri ævintýramynd,
sem nqfnist á frummálinu
,,Danger Man.“ Steinaldarmenn
irnir fá einnig samkeppni frá
I-Iurkleberry Hound, sem sýnd
ur hefur verið um allan heim.
ÞJá munu og koma margar
fræðslumyndir sem -hingað til.
Sjónvarpið notast enn við
bráðabirgðatæki, sem lánuð
voru frá Norðurlöndum í upp
hafi. Hins vegar eru ný tæki
í sjónvarpssali og til útsend-
inga væntanleg með vorinu.
Þegar þau verða komin í gagn
ið, mun öryggi í útsendingu
aukast og viðhald minnka, en
almenningur hefur raunar undr
azt hve vel starfsliði sjónvarps
ins hefur tekizt tæknileg út-
sending.
Áformin um fjölgun sjón-
varpsdaga byggjast að sjálf-
sö'gðu á því, að ekki risi óvið
ráðanlegir erfiðleikar varðandi
tækjaútbúnað eða mannahald.
2,4 14. janúar 1967* - ALÞÝÐUBLAÐIÐ