Alþýðublaðið - 24.01.1967, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1967, Síða 4
Kitstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulK trúi: Eiður Guönason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Eeykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. NÝ TÆKNI NORSK BLÖÐ Rafa undanfarna daga skýrt frá upp götvun, sem þau telja, að muni hafa mikla þýðingu fyrir fiskiðnað. Hefur sérfræðingur einn í Fosnavág fundið nýja leið til að þíða frystan fisk á skömmum tíma, og er aðferð hans talin bæði ódýr og örugg. Að vísu hefur hún enn ekki verið reynd á öllum nytjafisk tim, en mikil bjartsýni einkennir frásagnir af .|sessu máli. Blaðið „Fiskaren“ gerði þessa uppgötvun að um ræðuefni í síðastliðinni viku. Bendir blaðið á, að fiessi nýja aðferð til að þíða fisk geti haft mikil á- lirif á rekstur frystihúsa, þar sem hægara ^verður heilfrysta fiskinn og þíða hann til vinnslu eftir viid. Tclur hlaðið, að frystihús geti með þessu móti tryggt sér jafnari og eðlilegri vinnslu og þannig hætt hag sinn til muna. í Noregi eru yfir 150 frysti liús. Islendingar hafa verið fljótir að átta sig á tækni- legum nýjungum í fiskveiðum og fiskvinnslu. Án ei'a mun ný tækni eiga eftir að hafa enn mikil á- hrif í þessum atvinnugreinum og er nauðsyn að fylgjast vel með. NÝ KÝNSLÓÐ ALÞÝÐUFLOKKURINN tók fyrir nokkrum árum upp í stefnuskrá sína baráttu fyrir 18 ára kosn- ingaaldri. Þegar kosið er á fjögurra ára fresti til Alþingis, mundi það þýða raunverulega, að fólk 'kysi í fyrsta sinn 18-22 ára, en ekki 21-24 ára eins og nú. Veigamikil rök mæla með þessari breytingu, og hefur hún verið tekin upp í löndum eins og Sov- étríkjunum og Bandaríkjunum, en er mikið rædd í mörgum öðrum löndum. Æskan þroskast nú fyrr en áður, menntun er meiri og almennari, heimili stofnuð fyrr og margs konar ábyrgð lögð á herðar 18-21 árs fólki. ;»i Þegar umræður hófust hér á landi um tillögu Al- þýðuflokksins, bárust tíðindi af skoðanakönnun í ein •um framhaldsskólanna, þar sem í ljós kom, að nem endur voru andvígir lækkun kosningaaldurs. Kom þetta mörgum á óvart og hefur án efa verið einhvers kónar samblástur e$a tízkufyrirbrigði, því fátt þykir unga fólkinu nú betri dægrastytting en að hijeyksla og vekja undrun samtíðarinnar. Nýlegar athuganir í skólum í Danmörku og Sví- þj'óð benda eindregið til þess, að áhugi á stjórnmálum sé mikill í framhaldsskólum og hefur pólitísk fræðsla vt rið aukin til að mæta óskum unga fólksins. Er þar tajlið, að skólafólk sé meðal þeirra þjóðfélagshópa, er niþsta málefnalega þekkingu hafa á stjórnmálum. Rík ástæða er til að ætla, að þessu sé eins farið hér á landi. 4 24. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 100 ára afmælisfagnaður félagsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 3 fehrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna, Iðnaðarbankanum, skrifstofu Meistarasambands iðnaðaramanna, Skip- holti 70, og Iðnskólanum, Skólavörðuhæð, á venjulegum skrifstofutíma. (Borð verða tekin frá í Hótel Sögu þ. 30. og 31. jan. kl. 17-19.) 100 ara saga í máli og myndum Sýning á 100 ára starfi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í máli og myndum verður opnuð almenningi í Iðnskólanum á Skólavörðuhæð — inngangur frá Vitastíg — kl. 18.00 laugardaginn 28. j'anúar. — Sýning- in verður síðan opin daglega kl. 15-22 til og með 5. febrúar. Félagsstjórnin. krossgötum ★ TRÖLLAKIRKJAN í SKÓLAVÖRÐUHOLTINU. Tröllakirkjan í Skólavörðuholtinu verður mikið yfirlætishús fullgerð. Minnir í raun- inni lítið á sálmaskáldið góða, sem á sínum tíma kvað þessar hógværu hendingar: „Sannlega hefi ég hrokaö mér / hærra en vera skyldi.” Hins vegar á hún það sameiginlegt með öðrum tröllakirkjum landsins að gnæfa hátt yfir umhverfið, þótt yfir- leitt hafi þær það fram yfir hana að fara þokka- lega í landslaginu. Ætlunin með þessum pistli var þó ekki sú, að lesa neinn reiðilestur yfir kirkju- bygginganni eða abbast upp á aðstandendur henn- ar, enda um tómt mál að tala; húsinu verður hvort eð er ekki haggað úr þessu. Og er þá ekki um ann- að að gera en sætta sig við orðinn hlut nauðugur, viljugur. En oft kemur mér í liug bænahúsið á Núpsstað, lítið og þekkilegt, þegar ég á leið þarna fram hjá, alger andstæða grjótkastalans mikla á Skólavörðuholtinu. ★ LEIFI IIEPPNA BYGGT ÚT. Eins og kunnugt er hefur verið gengið frá kirkjulóðinni og holtinu umhverfis. Búið er að malbika götur og komin grasflöt fram undan kirkjunni, allt snyrt og snurfusað, sem vera ber á slíkum stað. Og þakkarvert er það. En það sem ——— fll— kom mér til að stinga niður penna var þó ekki beinlínis kirkjan eða kirkjulóðin, heldur sá gamli, góði sæfari og landkönnuður, sem þar hefur lengi trónað og staðið í stafni, Leifur heppni. Ég sé nefnilega ekki betur en honum hafi hreinlega verið byggt út af staðnum. Kirkjan hefur lagt undir sig holtið og hann er orðinn þarna eins og hver önnur hornreka eða utanveltubesefi og alger- lega ofaukið. Ókunnugir mundu sjálfsagt ætla, að þarna væri einhver kirkjuleiðtogi eða trúarhetja á ferð. Og vel má vera, að Leifur hafi ekki verið verr kristinn en hver annar, sem kemur til með að sækja þessa kirkju, jafnvel betur kristinn en allur Hallgrímssöfnuður samanlagður, en sem hann stendur þarna í stafni skips síns,. snýr baki við kirkju og horfir til hafs, þá verður hann dálítið hjákátlegur og utangátta í allri andaktinni. Hann á ckki heima þarna lengur. Það sem ég vildi sagt hafa er sem sagt þetta: Reykvíkingar hafa eignazt sína trölla- kirkju, sem naumast verðiy frá þeim tekin, og tjáir ekki um að þrasa. Hins vegar legg ég til, að við sjáum aumur á þeirri sjóvelktu frægðarhetju, Leifi heppna, sem á allt gott skilið, og finnum hon- um stað í liugnanlegra og eðlilegra umhverfi, þar sem vel gæti farið um hann í ellinni. Ef til vill kynni að vera rúm fyrir hann á Dvalarheimiii aldr- aðrá sjómanna eða þá að senda hann á Sjómanna- skólann, sem varla væri þó viðeigandi. — Steinn. mwwm

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.