Alþýðublaðið - 24.01.1967, Síða 9

Alþýðublaðið - 24.01.1967, Síða 9
Fyrsta alþjóðaráðstefnan um iðnaðarvandamál Vanþróuðu löndin í Asíu, sem hafa nálega þriðjung allra jarðar búa — þegar Kína er ekki meðtal ið — framleiða tæp 2% af iðnaðar vörum' heimsins. Þrátt fýrir gífurlegar hráefna- o>g orkulindir í Rómönsku Amer íku framleiðir hún einungis 1% af alúmíni heimsins. í arabalöndunum starfa aðeins 3 til 11 % af vinnuaflinu í verk- smiðjum, en samsvarandi tala í iðnaðarlöndunum er 30 — 40%. í Afríku eykst eftirspurnin eft ir byggingarefni svo ört, að fram leiðsla á gleri verður að aukast um 400% fram til 1970 og járn- og stálframleiðslan sennilega um allt 600%. Þetta eru nokkrar staðreyndir sem liggja til grundvallar því, að í ár á að efna til alheimsráðstefnu um iðnþróun, hinnar fyrstu sinnar tegundar. Alþjóðaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um iðnþróun verð ur haldin í Aþenu í desember, og er búizt við um 800 þátttakendum. Aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna munú hvert um sig senda á vettváwg opinberar nefndir, en auk þess munu fulltrúar einka framtaksins í ákveðnum löndum sitja ráðstefnuna. Hún mun m.a. semja yfirlit yfir eftirtalin efni: Ríkjandi ástand í iðnaðinum, einkanlega í vanþróuðu lönd- um. Hag og ástand undirstöðuiðn- greina. Iðnaðaráætlanir vanþróuðu landanna. Alþjóðiegar hliðar iðnvæðingar innar. Undirstöðuiðngreinar. Að því er tekur til undirstöðu iðngreina munu sérstakir hópar taka til umræðu hinar ýmsu grein ar, svo sem j'árn og stál, vélar, á burð, tré, matvæli og metravöru. í hverri grein verður fjallað um magn hráefna og fa'glærðs vinnu afls, vandamál í samblindi við val á tækni, sérstök atriði sem hafa áhrif á afköstin, sölu, svæðis bundið samstarf og samruna og útflutningsmöguleika. Undir fyrirsögninni „iðnaðará ætlanir vanþróuðu landanna" verð ur kannað sambandið milli iðnað ar og annarra atvinnugreina. Þátt takendur munu m.a. ræða rann- sóknir á sviði iðnaðar, horfurnar á að flytja tæknikunnáttu milli landa, skatta- fjármála- og launa pólitík, útflutning og innflutning viðskiptajöfnuð og félagslegar hlið ar iðnvæðingarinnar. Þess er vænzt að umræðurnar muni leiða til þess að komizt verði niður á færustu leiðir í viðleitni við að flýta fyrir iðnþróun vanþró uðu landanna og gera bilið milli ríkra landa og fátækra mjórra. Þátttakendur fá í hendur heilmik ið magn af upplýsingum, sem safn að hefur verið og raðað niður af hinni nýstofnuðu Iðnþróunarstofn un Sameinuðu þjóðanna (UNIDO), ýmsum sérstofnunum og öðrum milliríkjasamtökum, hinum svæðis bundnu efnahagsnefndum, ráðu- nautum og þáttökulöndum. Undirbúningsfundir.- Veigamikill grundvöllur um- ræðnanna verða einnig skýrslur frá undirbúningsráðstefnum sem haldnar varu 1965 og 1966. Lönd Asíu, Afríku og Rómönsku Amer- íku komu saman í Manilla, Kairo og Santiago að frumkvæði efna hagsnefndanna fyrir þessi þrjú svæði. Arabalöndin áttu með sér fund í Kuwait, sem skipulagður var af stjórninni þar. Nokkrum hluta þeirra ályktana,, sem gerðar voru á þessum fundum hefur þegar verið hrundið í fram kvæmd. Þannig er t.d. Asíuráð stefnan um iðnvæðingu orðin föst stofnun undir handarjaðri Efna- hagnsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Asíu ÍECAFE) og á að koma saman til fundar þriðja hvert ár. Ennfremur hefur verið sett á stofn þróunarr'áð fyrir Asíu sem á að samræma þær þróunaráætlanir sem Asíuríkin standa að í sam- einingu. Á Kaíró-fundinum var rætt um að koma á fót stofnun til að örva iðnaðarframkvæmdir, og jafnframt voru samþykkt markmið allmargra afrískra iðngreina. Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Róm- önsku Ameríku (ECIA) fékk það verkefni á Santiagó-fundinum að taka upp óformlegar viðræður við aðildarríkin til undirbúnings ráð- stefnunni í -Aþenu. Arabalöndin ræddu fyrir sína parta væntan lega arabíska miðstöð fyrir iðn þróun. Hinar almennu tillögur frá þess um undirbúningsfundum má draga saman í sex liði. Óflugra framtak á sviði iðnað ar af hálfu allra vanþróaðra landa. Aukin samvinna nágrannalanda um iðnaðarframkvæmdir. Skjót fjárfesting og þjálfun vinnuafls. Aukin verzlun með verksmiðju vörur. Markviss flutningur tækni og tæknikunnáttu frá iðnaðarlöndun um. Aukið alþjóðlegt skipulag til að flýta þróun iðnaðarins. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóð anna og sérstofnana þeirra — sem voru samtals 131 um áramótin 19 66 — 67 — hafa rétt til þátttöku í ráðstefnunni í Aþenu í desember. Bókari Fyrirtæki í næsta nágrenni Reykjavíkur óskar að ráða mann til bókhaldsstarfa. — Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist blaðinu merkt „1979“. Læknastofur Apóteki að Klapparstíg 27. Viðtalsbeiðnum Guðmundur Jóhannesson, læknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingrarhjálp. HÚSBYGGJENDUR Kaupið miðstöðvarofna þar sem úrvalið er mest og bezt. Hjá okkur getið þér valið um 4 tegundir: HELLUOFNINN 30 ára reynsla hérlendis. EIRALOFNINN úr áli og eir, sérstaklega hentugur fyrir hitaveitur. PANELOFNINN Nýjasta gerð, mjög hagstæð hitagjöf JA-OFNINN Norsk framleiðsla - fáanlegur með fyrirfram innstilltum krana. Stuttur afgreiðslufrestur — Leitið tilboða. ^"/fOFNASMIÐJAN EINHOLTI 10 - SiMI 21220 Röskur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa reiðhjól. Alþýðublaðið, afgreiðslan. Sími 14900. 24. janúar 1967 - ALÞÝÐDBLAOIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.