Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 2
Alphonse Juin JUIN LÁTINN PARÍS, 27. jan. (NTB-Reuter) - Alphonse Juin marskálkur, sem leidtli her Frjálsra Frakka til sigr- urs á Ítalíu í heimsstyrjöldinni fiiðari, lézt af hj^rtaslagi í nótt, 78 ára að' aldri. Juin verður jarð- settur á kostnað ríkisins. De Gaulle forseti ‘heimsótti Val de Graeediersjúkrahúsið í París Framhald á 14. síðu. MOSKVU, 27. janúar (NTB). Mikil spenna ríkir nú í sam- búð Kína og Norður-Kóreu, hinna fyrrverandi bandamanna í deilunum við Rússa, vegna meintr ar byltingartilraunar í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Norður- Kóreustjórn lýsti því yfir í dag, að fréttir sem Kínverjar hefðu dreift um byltingartilraun og ólgu í Norður Kóreu, væri óþol- andi rógur er beint væri gegn Framhald á 15. síðu. OIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIimillllllllllllllMlllimilllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIilllimilHI (Aukaþing hjá SÞ | haldið í I - rætt við Hannes Kjartansson, ambassador Sæmdir orðum Konungur Svía Gustaf VI Adolf hefur sæmt ráðuneytisstjóra ut anríkisráðuneytisins Agnar Kl. Jónsson, ambassador, stórkrossi hinnar konunglegu sænsku norð stjörnuorðu og ráðuneytisstjóra viðskiptamálaráðuneytisins Þór hall Ásgeirsson stórriddarakrossi með stjörnu hinnar sömu orðu. Þeim voru afhent heiðursmerkin við móttöku í sænska sendiráð inu þann 26. þennan mánuð. Reykjavík. — E.G. Ambassador íslands hjá j l Sameinuðu Þjóðunum, Hannes i;| Kjartansson og kona hans, ;l hafa dválið í Reykjavík síðast i = liðna viku. Alþýðublaðið náði tali áf ambassadornum og innti hann frétta af þingi Sameinuðu þjóðanna: — Um állsherjarþingið, sem lauk skömmu fyrir jólin, má segja iþað í heild, sagði Hann- es Kjartansson, að það var i heild mjög jákvætt þing. Þar var ýmsum málum endanlega lokið, sem lengi hafa verið til umræðu, þótt mörg mál séu að sjálfsögðu óleyst og 'fyrir- sjáanlegt er að mörg verða af- ar erfið viðfangs. Sú ákvörðun hefur verið tekin að efna til sérstaks aukaþings í vor og mun það koma saman 21. apr- 11.. Á aukaþinginu verða að- eins tvö mál til umræðu, — fjármál samtakanna og ný- lendumálin — að því er varð- ar Suð-vestur-Afríku. iðleikunum, og búizt er við að fjárframlög komi bæði frá Frökkum og Rússum. — Það er erfitt eða ógerlegt að segja fyrir um hverjar verði lyktir hins málslns, sem verður til umræðu á aukaþing- inu. Um það mál fjallar nú 14 manna nefnd, sem U Thant framkvæmdastjóri samtakar.na skipaði. Formaður nefndarinn- ar er ambassador Finnlands hjó Sameinuðu þjóðunum, Mar Jacobsen. — Eins og kunnugt er hefur Suður-Afríka farið með alla stjórn mála í Suð-vestur-Afríku um langt skeið, en landið var áður nýlenda Þjóðverja, sem þeir svo misstu í fyrri heims- styrjöldinni. Mörg Afríkuríkin eru þeirrar skoðunar, að Sam- einuðu þjóðirnar eigi sem fyrst að taka stjórnina á Suð-vest- ur-Afríku í sínar hendur án þess að hafa þar um nokkurt samráð við stjórn Suður-Afríku. Við íslendingar höfum í þessu máli haft svipaða stefnu og hin Norðurlöndin. Við viljum að allt það, sem raunhæft got- ur talizt, verði gert til þess -að íbúar landsins fái sjálfstæði sem fyrst. Það verður áreiðan- lega mjög erfitt að finna lausn á þessu máli. Suður-Afríku- menn segjast nú tilbúnir til saminga, en eins og ég sagði áðan, vilja fulltrúar annarra Afríkuríkja hjó samtökunum helzt ekkert við þá tala. Bú- izt er við að nefndin, sem um málið fjallar, muni leggja á- kveðnar tillögur um lausn málsins fyrir aukaþingið í vor. Framhald á 15. síðu. 0 Hannes Kjartansson, ambassa- dor, og frú. TOKIO og PEKING, 27. jCLnúar (NTB Reuter) — Vélbyssum og sprengjuvör.pum hejur veriö beitt í blóðugum burdögum, sem' brotizt hafa . út milli stuðningsmanna og andstæðinga menningarbyltingar Maos í Norövestur Kína, nálægt landamæruin Sovétríkjanna. Rúm lega 100 manns haja beðið bana og stríðsvagnar eru hajðir tií taks, að því er japanslca fréttastofan Kyodo hefur eftir veggspjöldum í Peking. Hörðustu- bardagarnir. hafa átt sér stað í bænum Shiho-Tzu í Sinki . anghéraði, sem liggur að Sovét- ríkjunum. Deildir úr hernum hafa látið til skarar skríða gegn svo- , kölluðum gagnbyltingarsinnum, og I sterkar líkur eru á að andstæð- j ingar Maos hafi yfir skriðdrekum i að ráða. í bænum Urumchi í Sinkiang eru 12 stríðsvagnar hafð- ir til taks, en þar hafa einnig geisað víðtækir bardagar. Vega-, póst- og símasamband við bæina hefur rofnað. Veggspjöld rauðu varðliðanna gera iharða hríð að yfirmanni her- j stjórnarumdæmisins í Sinkiang, Wang En-mao, sem einnig er að- alritari flokksins á sjálfstjórnar- svæðinu Ujgur. Hann er sakaður um að hafa sveigt inn á braut kapítalisma. Sagt cr að öll her- fylkin í Sinkiang nema eitt styðji Wang. Samkvæmt veggspjöldunum bældu Maofjandmenn Maosinna niður með vopnavaldi. Kínverskt riddaralið hélt til Shi-no-tzu til að kanna ástandið, en komst ékki inn í bæinn. Maosinnar báðu að- alstöðvar hersins í héraðinu um Framhald á 15. síðu. Brunabótafélag íslands fékk / veglega gjöf frá hinu þekkta trygg ingafélagi Storebrand á 50 ára afmælinu. Er það mikil og verð- mæt klukka. Er hún smíðuð hjá klukkusmiðnum Vigne & I.autier í Bath í Svisslandi árið 1790. Gangverk klukkunnar er hið merkilegasta og þarf ekki að draga hana upp nema á átta /daga fresti og stöðvast gangverkið | ekki meðan klukkan er dregin 1 upp Þótti það tæknilegt krafta- | verk á sínum tíma. A my-ndinni er þessi forna og I myndarlega klukka í húsakynnum 1 Brunabótafélagsins og stendur I framkvæmdastjóx’inn, Ásgeir Ól- i afsson hjá henni. — Það er um fjórmálin að segja, að nú rnu vanta 30—40 milljónir dollara til þess að út- gjöld og framlög aðildar þjóða standist á, en það sem deilt er um, er eins og kunnugt er, framlögin til friðargæzlusveita SÞ, en bæði Sovétríkin og Frakkland hafa til þessa neit- að að leggja fram fé til þeirr- ar starfsemi. Nú eru hins veg- ar góðar horfur taldar á því að lausn finnist á fjárhagserf- 2 28. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.