Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 13
Skisggar þess liðna DEBORAH KERR HAVLEY MILLS JOHN MILLS. IChalk. ISLENZKUR. TEX T.I ' Hrífandi, efnismikil og afar vel leikin ný ensk-amerísk litmynd; byggð á víðfrægu leikriti eftir Enid Bagnold. Sýnd kl. 9. Leðurblakan Blaðaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson, Sýnd kl. 7. RIDDAEAB ARTHtJRS KONUNGS Spennandi amerísk litmynd. Sýnd kl. 5. Dr.Mabuse’s B0DSFJU.BE LEX BARKER KARIN DOR WERKER PETERS KRIMINALGYSER1 / TOPKLASSE I FYLDTMEO “ DJÆVELSK 5 UHVGGE. g F.F.B. z Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuð börnum innan ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Áuglýsið é Álþýðublaðinu SHEILA MURRAY KLAUSIURSINS Henni fannst gaman að syngja og hitinn o.g sólin voru dásam- leg og hennar fyrra líf lík- tist draumi, sem hana liafði dreymt eitt sinn ,— fyrir löngu. Sólríkan morgun sat hún inni á herbergi sínu og opnaði ann- að af tveim bréfum sem hún hélt á. Annað var frá Eve Hnrst... hitt frá Duncan. Hún las fyrst bréfið frá Ðunc- an, en það hljóðaði svona: Elsku Gilly mín, lífið er enda laust. og þýðingarlaust þegar ég ekki sé þig eða heyri rödd þína. Það g:laddi mig að heyra að Signor Rosso finnst þér fara mikið fram en ég verð að játa að ég hefði heldur vilj- að heyra þig syngja eða það sem betra er heyra þigr segja: — Sæll Duncan. En starfið bindur mig: hér, ég: kemst ekki til þín. En ég kem eftir mánuð. ef þú kemur ekki áður til mín! Gilly las allt bréfið og hún fann að hjartsláttur hennar örf- aðist við hverja línu. Ðuncan var ekki með hástemmdar lýs- ingar en það var ekki heldur hægt að misskilja heiðarleika hans og ást. Hann elskaði hana og vildi eignast hana fyrir konu, ef hún elskaði hann. Það hafði í upphafi verið hegning að verða að yfirgefa Dunean og sú hegning hafði ver ið þung en hún hafði vanist henni og nú heið. hún róleg meðan barn Russells óx og stækkaði inni í henni. Nú var liðið að fæðingunni en ró hennar og alvara ytirgáfu hana ekki. Bréf Eve komst belnt að efninu eins og Eve var vön. — Ég held að ég þori ekki að bíða, lengur, Gilly. Ég hef þegar sagt signor Rosso, að ég vilji fá þig hinga'ð. Hann segir áreiðanlega ekki neitt, — og þó hann viti ekki allan sann- leikann, veit hann nóg til þess að geta sér hins til. Ég veit að hann þegir. — Ég vil, að þú hafir það eins gott og unnt er á ferða- laginu hingað og ég vonast til, að þú gætir þín mjög vel, Gilly. Ég hef séð um allt hér og sendi þér farseðla og pen- inga hér með. Ég tek á móti þér, þegar þú kemur til Dignon. Noltkrum dögum síðar fór Gilly yfir frönsku landamærin og meðfram ströndinni til litla þorpsins Dignon, þar sem Eve beið hennar hátt í fjöllum uppi í hvítu húsi umkringdu af blómum. — Ég er foúin að sjá um allt, sagði Eve við Gilly, sem lá á legubekk og hvíldi sig. — Nú áttu bara að hvíla þig — og vera glöð. Hún brosti ástúðlega til ungu stúlkunnar. — Það er gott að sjá þig aftur vina mín. — Ég er lika mjög fegin yfir að vera hér. Gilly heyrði hafið í fjarlægð gjálpa við steinana qg nú lokaði hún augunum og sá fyrir sér klaustrið í Skot- landi og ölduhljóðið í fjarska. Svo opnaði hún augun aftur. Þú ert afar góð við mig, Eve. Ég get aldrei þakkað þér nóg- samlega það, sem þú hefur fyrir mig gert. Sársaukadrættir fóru um andlit hinnar konunnar meðan hún gekk til dyra. — Þú þárft að hvíla þig vel eftir ferðina, Gilly, sagði hún blíðlega. — Hringdu bara, ef þig vanhagar um eitthvað. Ég lét Perionne lækni vita, að þú væntir þín þá og þegar — og hjúkrunarkonurnar eru líka til reiðu. Þær eru úr klaustrinu. Veiztu annars að hérna í Dign- on er klaustur frá sömu reglu og þú ólst upp hjá? Gilly roðnaði. — Nei, ég vissi það ekki, sagði hún þreytulega. Þegar Eve var farin, varð allt kyrrt og rólegt — og Gilly reis á fætur og gekk út að glugganum. Kvöldklukkurnar hringdu og Gilly titraði. — Komdu að biðja, fannst henni þær segja. Komdu . . . ! — og Gilly, sem fannst hún í draumi, gekk að úyrunum — og út. Það var auðvelt að finna gráu steinkirkjuna, sem klukkna- hringingin kom frá. Hér, eins og í Skotlandi, voru langar raðir af krjúpandi systr- um og djúpir hijómar orgels- ins. Henni fannst hún barn á nýjan leik, þar sem hún kraup við logandi kertaljósin og hlustaði á rólegan sönginn. í draumaástandinu, sem Gilly var í, var sársaukinn, sem gagn- tók líkama hennar blandaður, blandaður gleði og hún reyndi að rísa á fætur meðan augu hennar viku ekki frá flöktandi ljósi kertanna á altarinu. Dyrnar opnuðust — og Eve Hurst kom til hennar. Gilly sá hana ekki. Hún varð að ljúka við lagið! Hún varð að ná síðustu háu tónunum, sem signor Rosso hafði kennt henni. Hún varð að láta sem hún finndi ekki til yfirgnæfandi sársaukans í líkamanum og myrkrinu, sem vildi umvefja hana. .. En þvi tókst það! Duncan! Hún hugsaði um Duncan, þegar hún féll til jarð- ar, en um leið greip Eve hana og tvær systurnar komu þegar. — Þetta er litla systir mín, sem ég talaði um, hvíslaði hún. Ég vissi ekki að hún hefði far- ið bingað. Hún var nýkomin úr löngu ferðalagi og átti að hvíla sig. .. — Við verðum að sækja lækni, sagði önnur nunnan — og láta bera hana heim til yðar, frú. Hún er mikið veik. — — Eve vissi, að það var satt, og hún átti mjög erfitt meðan Gil- ly var borin heim til hússins og beðið var eftir lækninum. Eftir því sem stundirnar liðu varð Eve fölari og þöglari. Hún gat keypt alla mögulega aðstoð og hjálp handa Gilly, en pen- ingar geta ekki allt. Barn Gilly myndi fæðast of snemma. Læknirinn reyndi að útskýra fyrir Eve livað væri að. Hún skildi að fæðingin yrði mjög erfið. Taugaáfall Gilly Jiafði flýtt fyrir fæðingunni og bæði móðir og barn í lífshættu. Eve gat aðeins beðið. Það dagaði meðan hún beið og sólin reis í austri meðan að klukkurnar hringdu til messu í kirkjunni, sem Gilly hafði sung- ið : „Bið þú fyrir oss sem syndum erum hlaðnir” Svo heyrði Eve hljóð, sem hún hafði aldrei heyrt fyrr, — grát hjá nýfæddu barni! Hún vissi ekki, hve langur tími leið unz svartklædd nunna með hvíta svuntu og jafn hvítt andlit af þreytu kom brosandi til hennar. — Litla barnið er fætt, sagði hún á frönsku. Fallegasti drengur! — Drengur? Eve vætti þurr- ar varirnar. — En litla systir mín? Systirin leit alvarlega á hana. — Ég vona að hún lifi það af, svaraði hún vingjarnlega og jafn lágt og fyrr. — Vesalingur- inn litli, fæðingin var mjög erf- ið, en hún var svo dugleg og hugrökk. Þér megið bráðlega fara inn til hennar og barnsins. Svo kvaddi hún og fór, en Eve Hurst bærði ekki á sér. Drengur. Þau Russel höfðu eignazt son! SEXTÁNDI KAFLI. — Ég þarf að fara í buðir, sagði Eve Hurst og leit inn til Gilly, sem var að láta niður í töskur sínar. — Vantar þig eitt- hvað? Gilly leit á Eve. Bros lék um varir hennar og Ijós húð hennar var fagurlega brún. Hún var grennri en nokkru sinni fyrr og ný blíða og dýpt í augu hennar komin. — Nei, þakka þér fyrir, Eve, sagði hún. — Ég er að verða búin að pakka niður. Vesalings signor Rosso, bætti hún svo viS. Hann var alltaf svo kurteis og lét sem liann vissi ekki að ég ætti von á bambino......Hún hló við, en Eve Hurst þurfti ekki að líta á hana, til þess að sjá hversu breytt hún var og finna, að tárin brunnu að baki augnaloka hennar. V.esalings Gilly, hugsaði hún án þess að segja nokkuð og lét varlega aftur dyrnar að her- bergi liennar. Gilly hallaði sér um stund yfir töskuna og hlustaði á fóta- tak Eve fjarlægjast. Svo hélt hún áfram a@ pakka niður. Hún heyrði í fjarlægð Luci- enne, sem var þúsundþjalasmið ur hjá Eve tala við madame Ar mande, sem var eldabuskan með an Yvonne sem var barnastúlkan hló hátt. Enginn var í þeim hluta húss ins, sem hún var í nema hún Synir Brandts Framhald af 1. siðu. vakið hefur reiði gamalla her- manna. Mesta reiði vekur atriði þar sem Lars, 15 ára, leikur sér að járnkrossi, klæddur sundbux- um Gamlir hermenn telja þetta óvirðingu við járnkrossinn. Innanríkisráðuneytið hefur hót- að að draga til baka styrk er það hefur veitt til töku myndarinnar, sem byggð er á skáldsögu eftir Gúnter Grass, vin Brandts utan- ríkisráðherra, sem tók virkan þátt í kosningabaráttu jafnaðarmanna 1965. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélarnar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 28. janúar 1967' - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.