Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. janúar 1967 48. árg. 22. tbl. - VERÐ 7 KR. Samningur um frið í geimnum MOSKVU, 27. jan. (NTB-Reuter) — Samningnrinn um friðsamlega liagnýtingu himingeimsins var undirritaðui- í Moskvu í dag að viðstöddum Kosygin forsætisráff- herra, sem lék á als oddi og veif- affi kampavínsglasi. Kosygin fór lniklum viffurkenningarorffum um samninginn og kvaff hann fyrsta Skrefiff í áttina aff lausn stærri vandamála heimsins. Athöfnin fór fram í villu utan- ríkisráðuneytisins, Spiridonovka. Synir Brandts vekja hneyksli BONN, 27. janúar (NTB-Reuter) i— Talsmaður vestur-þýzka innan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að umdeild atriði yrðu klippt úr kvik myndinni ,,Köttur og mús“, sem m.a. hefur leltt til harðra árása á Willy Brandt utanríkisráðherra. Tveir ungir synir Brandts, Lars og Peter, leika í myndinni, sem Framhald á 13. síðu. Samningurinn var undirritaður af Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Rússa, Llewellyn Thompson, hinum nýja sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu, og Geoffrey Har- rison, sendiiverra Breta. Tveimur tímum eftir að „iiinir þrír stóru“ höfðu undirritað samn inginn kom röðin að fulltrúum annarra ríkja. Hinir fyrstu sem rituðu nöfn sín undir samninginn voru fulltrúar hinna sjö kommún- istalanda í Austur-Evrópu. Á fyrstu tveimur klukkutímunum var samningurinn einnig undirrit- aður af fulltrúum Svíþjóðar, Dan- merkur, Finnlands, íslands og V- Þýzkalands. Samningurinn kveður á um hvernig haga skuli könn.un og hag nýtingu geimsins, bannar beitingu kjarnox-kuvopna og annarra fjölda eyðingaa-vopna í himingeimnum og ábyrgist að tunglið verði ekki notað í hernaðarlegum tilgangi. Búizt er við að yfir 100 lönd gerist aðilar að þessum samningi eins og tilraunabannssamningnum frá 1963. Lönd utan Sf> geta und- irritað samninginn. Líkan af nýju tollstöðinni og næsta nágrenni hennar. Bygging nýrrar toll- stöðvar hafin í Rvík Bygging tollstöðvai-húss í Rvík hófst í gær og tók Magnús Jóns- son fjármálaráðherra fyrstu skóflu stunguna og Torfi Hjartarson 'flutti stutt ávarp. Húsið verður byggt á lóð sem tollstjóraembætt- ið hefur tekið á leigu hjá Reykja- víkurhöfn á bakkanum norðan Þrír geimfarar farast CAPE KENNEDY, 28. jan. (NTB- Keuter) — ÞRÍR AMERÍSKIR geim- farar, er átti að senda með geimfarinu Apollo 21. fe- brúar næstkomandi, fór- ust í eldsvoða á skotpalli á Kennedyhöfða seint í gærkveldi. Geimfararnir hétu: Virgil Grisson, Ed- vvard White og Roger Schaffee. Óhappið átti sér stað á æfingu, sem var lið- ur í undirbúningi undir geimferðina 21. febrúar. Schaffee, sem var 31 árs gamall, hafði ekki farið neina geimferð, en Grissom, sem var 39 ára, var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór tvær geimferðir. Edward White, sem er 35 ára, var fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem dvald- ist utan geimfars. Talið er líklegt að um spreng- ingu hafi verið að ræða, en or- sakir eldsvoðans voru að öðru leyti ókunnar í gærkveldi. Mörg hundruð manns voru í námunda við skotpallinn, er slysið verð, en þá mun ekki hafa sakað. 11 FUNDUR í ALÞÝÐUFLOKKS- FÉLAGINU Á MÁNUDAG ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur félagsfund næstkomandí mánudagskvöld kl. 8.30 í Iðnó. Umræðuefni: 1) Stöðvunarstefnan. Frummælandi Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra. 2) Sjávarútvegsmál. Frummælandi Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra. — Auk þess verffur kosin uppstillingarnefnd vegna væntanlegs stjórnarkjörs. Tryggvagötu milli Pósthússtrætis og Nausta, en þar var áður vöm- geymsla Eimskipafélagsins og Sameinaða. Þarna verður aðalað- setur tollstarfseminnar í Reykja- vík. Stærð lóðarinnar sem tollstjóra- embættið tók á leigu er 4846 fer- metrar og verður nyrzti hluti hennar undir umferðarbrú þeirri sem liggja á yfir hafnarsvæðiff samkvæmt skipulagi. Byggingin verður þrjár hæðir. Á fyrstu hæð Framhald á 15. síðu. Shinwell gerir uppreisn LONDON, 27. jamíar (NTB-Reut er ) — Nokkuð uppnám hefur orð- ið í Vcrkamannaflokknum vegna uppreisnar, sem hinn skapmikli formaður þingflokksins. Emanuel Shinwell, sem er 82 ára gamall, hefur 'gert gegn tilraunum stjórn- arinnar til að fá aðilá að Efna- hagsbandalaginu. Shinwell missti algerlega stjórn á sér á flokksfundi, þar sem Brown utanríkisráðherra skýrði frá því að hann rnundi halda ræðu til stuðnings brezkri aðild að EBE á almennum fundi. Shinwell mót- mælti þessu harðlega. og krafð- Framhald á bls 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.