Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 15
Magnús Jónsson, fjármálaráðherra
stingur fyrstu skóflustungu toll-
stöðvarinnar. (Mynd: Bjarnl.)
Toilmlðstöð
Framhaio af l. siðu.
verður vörugeymsla og farþega-
afgreiðsla. Á annarri hæð verður
opið bílastæði sunnan umferðar-
brúarinnar og á þriðju og fjórðu
!hæð verða skrifstofur meðfram
Tryggvagötu og Pósthússtræti.
Undir suðvesturliorni hússins
verður kjallari.
Tollstjóraskrifstofan og toll-
gæzlan í Reykjavík fó skrifstofu-
Ihæðirnar til afnota. Geymslurým-
ið á fyrstu hæð verður notað bæði
til geymslu á vörum og rannsókn-
ar á þeim. Á bílastæðinu yfir
fyrstu hæð verður svæði fyrir um
105 bíla.
Fyrsta hæð hússins verður 3V80
fermetrar að flatarmáli en skrif-
stofuhæðirnar hvor um sig 1615
fermetrar.
Tollheimtan og tollgæzlan hafa
iengi búið við ófullnægjandi húsa
kost. Til þess að reyna að ráða
bót á þessu var með lögum frá
1956 ákveðið að stofna sérstakan
sjóð til bygginga tollstöðva og
skyldi renna í hann 1% af þáver-
andi verð- og vörumagnstolli. Eft-
ir giidistöku tollskrárlaganna frá
1963 rennur V2V0 af tolli í sjóð-
inn. í sjóð þennan hafa safnazt
alls um 55 milljónir króna.
Ákveðið var á árinu 1963 að
byggja skyldi tollstöð í Reykjavík
fyrir fé sjóðsins. Var sérstök nefnd
iskipuð af fjárm'álaráðherra til að
undirbúa og sjá um byggingu húss-
ins. í nefndinni eiga sæti Torfi
Hjartarson tollstjóri, formaður,
Sigtryggur Klemenzson bankastj.,
Hörður Bjarnason húsameistari
ríkisins, Páll Sæmundsson stór-
kaupmaður og Ragnar Jónsson
skrifstofustjóri. Nefndin ttiefur að
undanförnu unnið að undirbún-
SMIJRT RRAUÐ
SNITTUR
BKAUDSTOFAN
Vesturgötu 35.
Sími 16012.
Qpið frá kl. 9-23.30
ingi byggingarinnar og er nú svo
langt komið að byggingarfram-
kvæmdir eru að Ihefjast.
Tollstöðvarhúsið er teiknað hjá
Teiknistofunni sf. Ármúla. Alm.
byggingarfélagið hf. 'hefur séð um
verkfræðilega útreikninga vegna
byggingarinnar, og verið falið að
byggja kjallara og undirstöður í
umsjónarvinnu. Að öðru leyti
verður bygging hússins boðin út.
Bardagar
Framhald af 2. síðu.
aðstoð, en hinn pólitíski yfir-
maður þeirra þoi-ði ekki að taka
á sig ábyrgð og sendi skeyti til!
Lin Piao landvarnaráðherra þar
! som hann bað um nánári fyrir-
mæli.
★ NEÐANJARÐARHREYiFING
í bænum Urumehi reyndu bylt-
ingarsinnar að skipuleggja lið
sitt, en sagt er að forystumenn-
irnir hefðu gerzt sekir um ögr-
andi framferði. Önnur veggspjöld
segja, að ástandið hafi sífellt versn
að og að bardagarnir hafi verið
harðastir í Shi-ho-tzu, þar sem
beitt var vólbyssum, rifflum,
sprengjuvörpum og liandsprengj-
um. Hér er ekki um að ræða til-
raun til að berja niður fjölda-
hreyfingu heldur uppreisn gagn-
byltingarmanna. Ástandið verður
sennilega þannig að allar hersveit
ir héraðsins blandast í átökin,
segja spjöldin.
Sagt er, að 400 menn úr stór-
skotaliðsdeild, sem send var til
Urumchi, hafi myndað neðanjarð-
: arhreyfingu, tekið stjórnina í að-
aðstöðvum hersins í sínar hendur
og gerzt sekir um undarlegt at-
hæfi. Aðalstöðvar uppreisnar-
manna og samgöngumiðstöðvar
séu í umsátri og alvarleg vopnaá-
tök í aðsigi.
Sinkianghérað hefur áður vald-
ið Pekingstjórninni erfiðleikum. í
fyrra sögðu þjóðernissinnar á
Formósu að 20.000 manna herlið
andkommúnista í Sinkiang og Tí-
bet hefðu gengið í bandalag með
þeim. Kínverjar hafa oft sakað
Rússa um undirróðursstarfsemi
meðal þjóðarbrota í Sinkiang. Ár-
ið 1965 lögðust svokallaðir end-
urskoðunarsinnar og þjóðernissinn
ar gegn þeirri ákvörðun Peking-
stjórnar að láta kýrilskt letur leysa
af hólmi hið árabíska letur, sem
alltaf hefur verið notað í hérað-
inu.
Blaðið „Star“ í Hongkong herni
ir að skömmtun hafi verið komið
| á í Kaúton, sem sé á valdi vit-
skerts múgs og rauðra varðliða.
Á veggspjaldi rauðra varðliða í
Kanton segir, að Mao Tse-tung
verði ráðinn af dögum fyrir ný-
árshátíð Kínverja snemma í næsta
mánuði. Á öðru spjaldi er ráðizt
á konu Mao Tse-tungs, Chiang
Ching. Ástandið er svo slæmt í
Kanton, að margir eru flúnir úr
borginni.
Bylting i N.-Kóreu
Framhald af 2. síðu.
flokki, stjórn," þjóð og' her Norður
Kóreu.
Fréttin um byltingartilraun
kemur flatt upp á stjórnmálasér-
fræðinga í Moskvu, sem telja þó
ekki ósennilegt áð Kínverjar hafi
komið þessum orðrómi á kreik til
að vanvirða norður-kóreska komm
únistaflokkinn. Vitað er, að síð
an menningarbyltingin hófst í
Kína hafa Norður-Kóreumenn
horfið æ meira í átt til hlutleysis
í deilum Kínverja og Rússa.
Aukaþing
Framhald af 2. síðu.
— Eru ekki aukaþing af
þessu tagi fremur óvenjuleg?
— Vissulega, allsherjarþing-
ið hefur aðeins sex sinnum
verið kvatt til aukafunda frá
því, að samtökin komust á lagg
irnar.
— Hvað er að frétta af til-
lögum U Thants til að koma á
friði í Víétnam?
— Ég held að þar miði Jitið
-í áttina, og lítið sem ekkert
er um það vitað, hvort U
Thant hefur haft samband við
Hanoi. Hins Vegar virðist sem
Bandaríkjamenn séu tilbúnir
til að ræða við norðanmenn
um friðarsamningu hvar sem
er og hvenær sem er. Tillögur
U Thants eru öllum kunnar,
en þær hafa enn sem komið
er að minnsta kosti ekki áork-
að miklu, sem sýnilegt er.
— Var ekki íslenzka nefndin
á síðasta allsherjarþingi aðili
að óvenjulega mörgum tillög-
um og málum?
— Jú, það er óhætt að segja
það. Við tókum mjög virkan
þátt í starfi allsherjarþingsins
og vorum meðflutningsmenn
að mörgum tillögum. í sendi-
nefndinni voru ágætismenn
héðan að heiman eins og æv-
inlega. En það háir okkur ó-
neitanlega talsvert hversu fáir
við erum, og þess vegna getur
starfið ekki orðið eins mikið
og ef til vill væri æskilegt.
Það má geta þess, að meðan á
allsherjarþinginu stendur, er-
um við yfirleitt með fimm eða
sex menn, en grannar okkar á
Norðurlöndum eru þá með,
30-50 manna hópa hver um sig. i
Á þessu er óneitanlega tals-
verður munur. Miðað við'
flesta aðra og miðað við það
hversu fáir við erum, fylgj-
umst við, að ég held, mjög vel'
með á þinginu. Vissulega væri
æskilegt að við værum fleirí
og gætum því unnið betur.
— Hafa nokkrar alvarlegar
umræður farið fram um að
takmarka ef til vill eitthvað
atkvæðisrétt smáþjóða?
— Það hefur rétt aðeins ver-
ið á þetta minnzt. Ég held, að
þar sé þó ekki mikil alvara að
baki, og ég er sannfærður um
að slíkt er alls ekki á döfinni
og mundi held ég aldrei verða
samþykkt.
Hannes Kjartansson ambassa-
dor og kona hans halda aftur
til New York um miðja næstu
viku.
BIFREIÐAEIGENDUR
HAGTRYGGING HEFUR FORUSTUNA, MEÐ
LÆGSTU IÐGJÖLD FYRIR GÖÐA ÖKUMENN
TJON ALLT AÐ KR. 2.500
VALDA EKKI IDGJALDAHÆKKUN
Á ÁBYRGBARTRYG GlN G U
HAGTRYGGING var sem kunnugt er, stoínuð fyrir
tilhlutan bifréiðaeigenda um land allt, vegna óeðli-
legra hœkkana á bifreiðatryggingariðgjöldum, vorið
1965. HAGTRYGGING hafði þá forustu um lcekkun
bifreiðatryggingariðgjalda, með breyttu iðgjaldakerfí,
sem önnur tryggingafélög hafa síðan að nokkru leyti
tekið upp.
Lœgstu ársiðgjöld ábyrgðartrygginga bifreiða frá 1. maí 1967,
4 m. bifr. t.d. Skoda, Volkswagen......
5 m. bifr. t.d. Opel, Taunus, Jeppar ....
6. m. bifr. t.d. Rambler, Ford, Chevrolet
Vörubifreið (sendif.) til einkaafnota..
Vörubifreið til atvinnureksturs .......
I. áh.sv. 2. áh.sv. 3. áh.sv.
1.900,— 1.100,— 800,—
2.100,— 1.100,— 1.000,—
2.600,— 1.600,— 1.300,—
2.200,— 1.500,— 1.000,—
5.300,— 3.200,— 2.100,—
FARÞEGA- OG ÖKUMANNSTRYGGING
Tekin með ábyrgcSartryggingu bifreiðar. —•
Tryggir gegn örorku og dauða fyrir allt að
300.000 krónur. Ársiðgjald aðeins 250 krónur.
ALÞJÓÐLEG BIFREIÐATRYGGING
— GREEN CARDS-
fyrir þá viðskiptavini, sem
fara með bifreiðir sinar til
útlanda.
HAGTRYGGING býður viðskiptavinum sínum einnig KASKÓTRYGGINGAR með mismunandi eigin-
ábyrgð, á mjög hagstœðum kjörum. Höfum einnig haft frá byrjun HALF-KASKÓ tryggingar gegn
hvers konar rúðubrotum, bruna- og þjófnaðartjóni á bifreiðum.
Skriístofan er opin í hádeginu til þjónustu fyrir þá, sem ekki geta komið
á öðrum tíma. — Reynið viðskiptin. — Góð bilastœði.
HAGTRYCSSING HF
AÐALSKRIFSTOFA - TEMPLARAHÖLLINNI
EIRÍKSGÖTU 5 - SÍMI 3 85 80 5 LÍNUR
28. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15