Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 6
,\V\V >s * : tlptp sN s'í >rt ''v' IP > '■ '■• > ( \ s4-' V 'ít»'v' m a ' v; ®S@fetet :s* .... •*. • w •->. ' . • • . Á mánudaginn hófust fyrstu sýnirugar á vor- og sumartízkunni ihj á tízkuhúsum Parísar. Meðal þeirra, sem sýndu á mánudag voru Jacques Esterel og Louis Féraud 500—600 sýningarstúlkur frá mörg um löndum iheims hafa undan fárinn mánuð þyrpzt til Parísar. Og nú um síðustu helgi komu þang að blaðamenn og Ijósmyndarar til að fylgjast með því sem gerist. Eftir fyrstu sýningum hjá Fer aud, Esterel, Emanuelle Khan og fleirum kom í ljós, að pilsin stytt ust enn, og er nú um 20—25cm. ofan við hné. Hjá Louls Ferud komu fram sérkennilegir frakkar með einskonar tjaldsniði (sjá teikn aða mynd). Frakkarnir eru mjög stuttir og við þ'á eru notuð há stígvél. Það vakti athygli, að margar af isýninganstúlkunum .hjá Feraudf Laroche og Heim voru dökkar á hörund og hár og sagt er, að ljós ihærðu norrænu stúlkurnar séu ekki lengur vinsælustu sýningar stúLkurnar. Hjá Esterel var sýndur brúðar kjóllinn_ ,sem sést hér á einni myndinni. Eins og sjá má er hann all óvenjulegur og það sérstak lega, að stúlkan er í þröngum, síð um hlúndubuxum. Brúðarkórónan er úr hvítu silki og minnir á trjá spæni. Esterel segir að fastir viðskipta vinir sínir séu um 500, það er að segja þær konur, sem hafa ráð á að ganga í fötum frá hans tízku húsi og þær, sem hætta á það. Nokkrum milijónum viðskiptavina selur hann svo fjöldaframleiðslu föt. Það vakti furðu á sýningu Fer auds að sýningarstúlkumar höfðu nú látið Iokka hár sitt og minnti það helzt á, að hárið væri ógreitt og rúllurnar hefðu verið nýteknar úr hárinu. Einkennandi hjá Feraud voru föt með röndum, bæði kjólar, og sokkar. i, Hjá Molyneux sj'áum við allt annað. Þar er meira fyrir kon urnar, ekki fyrir þær yngstu. Kjól arnir eru stuttir, en ekki um of, og eru mjög klæðilegir. Þarna eru sígildar dragtir í bláum og hvítum litum. Einnig léttar sumardragtip úr lérefti, mynstraðir silkikjólar með einlitum frökkum. Þar eru líka kjólar með abstrakt mynstr um í bláum og gulum litum. Hjá Arlett ReaL eru fötin næst- um eins og barnaföt. Stutt pils me® leggingum sýnast hlægileg á sýn ingarstúlkum, sem eru orðnar 17 ára. Framhald á 10. síðu. KONAN OG HBMÍlÍ" 0 28. janúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.