Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 9
mönnum hennar í október. Mikil
spenna ríkir nú í landinu.
23. Malaysía,
Kommúnískir skæruliðar eru
enn á sveimi í grennd við landa-
mæri Thailands. í Kalimantan og
Sarawak er enn talsverð andstaða
gegn Malaysíusambandinu. Þessir
skæruliðar nutu áður fyrr stuðn-
ings stjórnarinnar í Indónesíu.
24. Indónesía.
Fregnir berast enn af ókyrrð og
jafnvel bardögum á mið- og vest-
ur-Jövu, þrátt fyrir, að búið er að
„útrýma” 300 þúsund kommún-
istum og fylgifiskum. Núverandi
stjórn heldur hlífiskildi yfir Sú-
karnó, m. a. til að koma í veg
fyrir að þessar skærur breiðist
frekar út en orðið er.
25. Filipseyjar.
HUK-hreyfingin, sem reynt var
að ganga milli bols og höfuðs á
fyrir tíu árum, er nú farin að
bæra á sér að nýju. Mótmælaað-
gerðir gegn Bandaríkjastjórn,
sem stúdentar liafa staðið fyrir
hafa valdið margháttuðum óeirð-
um.
26. Guetamala.
Horfur eru nú á að MR-13
hreyfingin, sem lýtur forystu Yon
Sosa, muni taka upp samstarf við
FAR, en það eru samtök kommún-
istískra skæruliða, sem njóta
stuðnings frá Castró á Kúbu. —
Bæði þessi samtök berjast gegn
hinni frjálslyndu stjórn dr. Mon-
tcnegrós.
27. Haíti.
Skæruliðar, sem hafast við uppi
í fjöllum, gera stjórn Duvaliers
lífið eins erfitt og þeir framast
geta. Um nýársleytið stoðvuðu
bandarisk yfirvöld innrásarmenn,
sem voru að leggja af stað frá
Frórída’ til Haíti.
28. San Domingo.
Þar náði Balaguer forsetakjöri,
en Bandaríkin studdu hann á móti
Juan Bosch. Bandarísku land-
gönguliðarnir yfirgáfu landið síð-
astliðið haust. Óró er samt enn
talsverð í landinu.
29. Colombia.
Þar hefur stjórnin um langt
skeið reynt að hafa hemil á ýms-
um kommistískum hópum, sem
beitt sér hafa fyrir margvísieg-
um óeirðum á undanförnum árum.
MOEC hreyfingin missti einn af
helztu leiðtogum sínum, á sl. ári,
þegar Camillo Porres féll með
vopn í hönd fyrir hermönnum
stjórnarinnar.
30. Perú.
Árið 1965 hófu ýmsir hópar
skæruhernað og tóku sér mjög
til fyrirmyndar fyrstu baráttu
Castros og fylgifiska hans. Þessir
aðilar hafa misst mikið af mönn-
um og ýmsir leiðtogar þeirra sitja
ýmist í fangelsum eða hafa fallið
í bardögum víðs vegar um landið.
31. Venezúela.
Kommúnistaflokkur Venezúela,
sem er hliðhollur Moskvu virðist
hafa iagt vopnaða andspyrnu á
hilluna í bili að minnsta kosti.
Skæruliðar, sem njóta aðstoðar
frá Castró hafa sig hins vegar
talsvert í frammi. Skemmdar-
verkastarfsemi jókst mjög í bæj-
um og borgum síðari hluta ársins.
32. Brasilía.
Fregnir berast stöðugt af stúd-
entaóeirðum og átökum við skæru
liða í suðausturhluta landsins. —
Fjölmargir kaþólskir prestar hafa
lýst sig í andstöðu við hina nýju
ríkisstjórn og búizt er við að óró
fari vaxandi í landinu á næstunni.
E b e r ,
(Þýtt og endursagt).
Útsala - Útsala
Útsalan er byrjuð
KÁPUR — DRAGTIR — KJÓLAR
PILS — PEYSUR — BLÚSSUR
MORGUN SLOPP AR — GREIÐSLU-
SLOPPAR — UNDIRF ATN AÐUR
og fleira.
EROS EROS
Hafnarstræti. Austurstræti.
HAFNARFJÖRÐUR - HAFNARFJÖRÐUR
2-3ja herbergja íbúð til leigu
Upplýsingar í síma 51843 í dag.
Múrarar * Mú
AðgöngumiGar að afmælisfagnaði Múrarafélags Reykjavíkur
verða afgroiddir í anddyri súlnasals Hótel Sögu í dag
kl. 13—16.
Borð tekin frá á sama tíma.
MÚRARAR! Fjölmennið og minnist hálfrar aldar afmælis
félags ykkar. SKEMMTINEFNDIN
Tilkynning um
atvinnuleysisskráningu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun
laga nr. 52. frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðninga
skrifstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum
v/Tryggvagötu, dágana 1. 2. og 3. febrúar þ.
á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig
samkvæmt lögunum, að gefa sig fram kl. 10-
12 f. h. og kl. 1-5 e.h., hina tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbún
ir að svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá
mánuði.
2. Um eignir og skuldir.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
28. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $