Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulK trúi: Eiöur Guönason — Simar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur Aiþýöuhúsið við Hveriisgötu, P.eykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Brunabótafélagið 50 ára BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS hefur um þessar mundir starfað í hálfa öld. Hefur félagið gegut sögu íegu hlutverki, ekki 'aðeins í tryggingamálum, held- ur og sem þáttur í alhliða sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Sveinn Björnsson, sem síðar varð forseti ís- lands, kom félaginu á fót eftir að Alþingi hafði sett um það lög og varð fyrsti forstjóri þess. Hann segir svo um Brunabótafélagið í endurminningum sínum: „Sú sannfæring mín jókst með ári hverju, að það væri nauðsynlegt til þess að öðlast fullkomið sjálf- stæði íslands að ná sem fyrst í okkar eigin hendur slíkum málum, sem héldu í Iandinu arði og fé, sem áður hafði horfið til útlanda, aðallega Danmerkur.“ Brunabótafélagið flutti veigamikinn þátt trygginga inn í landið og varð einn af hornsteinum íslenzkrar tryggingarstarfsemi, sem síðan hefur blómgazt. Fé- lagið var og er ríkisfyrirtæki og heyrir undir ráð- herra. En það hefur um leið verið byggt upp með beztu einkennum samvinnutryggingafélaga, ekki sízt raeð því að endurgreiða arð til hinna tryggðu eftir viðskiptum. Á síðastliðnum tíu árum hafa þannig verið endurgreiddar 21,2 milljónir króna. Hefur þetta þó ekki veikt uppbyggingu félagsins sjálfs, því sjóðir þess nema nú 71,7 milljóna króna. Árið 1955 voru gerðar veigamiklar breytingar á skipulagi Brunabótafélagsins í þá átt að veita hinum tryggðu beinni aðild að stjórn þess. Var þá sett upp fulltrúaráð, sem bæjar- og sýslufélög kjósa, en meiri hluti allra trygginga félagsins hefur jafnan verið á vegum sveitarfélaganna. Fulltrúaráðið kýs félaginu framkvæmdastjóra. Er hér um að ræða óvenjulegt sambland af ríkisrekstri og samvinnurekstri. Brunabótafélagið tekur nú að sér flestar tryggingar nema líftryggingar, þó hefur meginþáttur starfsem innar frá upphafi verið, eins og nafnið bendir til, brunatryggingar. Á því sviði hefur félagið unnið gagn, með því að kosta Brunaeft- irlit ríkisins, reka verkstæði fyrir slökkvi- bíla og tæki og loks að lána mikið fé til vatns veituframkvæmda og annarra ráðstafana, er stefna að auknutn brunavörnum. Lánveitingar félagsins hafa raunar mjög beinzt til sveitarfélaga og verið mörg um þeirra ómetanleg hjálp á liðnum árum. Fimmtíu ára starf Brunabótafélags íslands hefur verið farsælt og þjóðin stendur í þakkarskuld við fé- lagið, fyrst fyrir þátt þess í að færa tryggingastarf- semi á íslenzkar hendur, og síðan fyrir starf í þágu hinna tryggðu, aðallega á sviði brunavarna. Tryggingastarfsemi er nú mikil í landinu og þjóðin greiðir mörg hundruð milljónir króna árlega fyrir tryggingar. Skiptir miklu máli, að þessi starfsemi sé hagstæð, kostnaður ekki of mikill, endurtryggingar sem beztar og að almenningur hafi tækifæri til að fylgjast með starfi félaganna. 4 28. janúar 1967 -- ALÞÝÐUBLA0IÐ Samvinnutryggingar kynna hálf-kaskotryggingarnar Samvinnutryggingar hófu bif- reiðatryggingar í janúar 1947 og eru jrvi um þessar mundir, liðin 20 ár síðan sú starfsemi fólagsins hófst. Á þessu tímabili hafa Sam- .vLnnutayggingar beitt sér fyrir margvíslegum nýjungum og br.eyt- ingum á bifreiðatryggingum, sem allar hafa verið gerðar með til- liti til hags hinna fjölmörgu við- skiptamanna. HÁLF-KASKO. Nú hafa Samvinnutryggingar þá ánægju að kynna nýja tegund bifreiðatryggingar, sem nefnd hefur verið hálf-kaskó, og er nýj- ung hér á landi. Trygging þessi er hentug fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Tryggingin bætir skemmdir, sem verða á ökutækinu sjálfu af völdum bruna, þjófnaðar, veltu og /eða hraps og auk þess rúðubrot af hvaða orsökum, sem þau verða. Iðgjöld fyrir þessa nýju trygg- ingu eru sérlega lág, og um veru- lega iðgjaldalækkun á bruna- tryggingu bifreiða er t. d. að ræða. Ársiðgjald nokkurra bifreiðagerða eru scm hér segir: Ársiðgjald frá kr. Einkabifreiðir 850.00 Fólksbifr. gegn borgun 1.200,00 Jeppabifreiðir 850.00 Vörubifreiðir, einka 850,00 Vörubifreiðir, atvinnu 1.000,00 Vörubifr., gegn borgun 1.050,00 Sendiferðabifreiðir 950,00 Keiðhjól m. hjálparvél 150,00 Dráttarvélar 450,00 Við undirbúning þessarar trygg- ingar hefur verið leitazt við að koma til móts við þá mörgu bif- reiðaeigendur, sem ekki telja sér hag í því að hafa bifreiðir sínar í fullri kasko tryggingu. i UPPHAFIÐ. í ársbyrjun 1947 voru hér mun færri tryggingafélög en nú, og höfðu þau flest starfað í áratugi i sátt og samlyndi og því lítið um samkeppni að ræða milli þeirra. Förráðamenn Samvinnu- trygginga voru í upphafi ákveðnir að gefa bifreiðaeigendum kost á ýmsum nýjungum í bifreiðatrygg- ingum, sem þá höfðu rutt sér braut erlendis, svo sem hinu svo- nefnda afsláttarkerfi (bónus), sem Samvinnutryggingar tóku strax upp og valdið hefur byltingu í þessari tryggingagrein hér á landi. Flest önnur tryggingafélög hafa síðan tekið upp þetta kerfi, sem eins og fléstum er kunnugt, byggist á því, að menn fá veru- legan afslátt af iðgjaldinu, ef þeir valda ekki tjóni, og er mönnum þannig mismunað eftir hæfni þeirra í akstri. Afsláttur þessi nemur nú stórum upphæðum, sem varkárir ökumenn og bifreiðaeig- endur hafa sparað á þennan hátt. Bónuskerfið h.efur nýlega verið tekið til endurskoðunar, og fá nú gætnir ökumenn ailt að 60% af- slátt af iðgjaldi ábyrgðartrygginga bifreiða sinna. HEIÐURSVIÐURKENNINGAR OG ÖF-TRYGGING. Ökumenn hafa verið heiðraðir fyrir góðan akstur og hafa 4655 hlotið viðurkenningu félagsins fyrir 5 ára öruggan akstur og 1648 viðurkenningu og verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur, en verð- launin eru fólgin í því, að -ellefta tryggingarárið , er iðgjaldsfrítt. Stofnaðir hafa verið klúbbarnir „Öruggur Akstur” víðs vegar um landið fyrir frumkvæði Samvinnu- Framhald á 15. síðu. krossgötum ★ STÆRRI OG STÆRRI BÍLAR. B. K. hefur sent okkur bréf um vegina og bílana, sem er á þessa leið: — Eins og blaðafrcgnir bera með sér, er álltaf verið að flytja hér inn stærri og þyngri flutningabíla. Þetta er að sjálfsögðu eðlileg þróun og engin ástæða er til að amast við henni. Hitt er svo aftur á móti stað- reynd, sem ekki verður á móti mælt, að þessir stóru bilar, sem oft eru hlaðnir langt fram yfir það, sem lög og rcglur leyfa eyðileggja vegina, bókstaflega skera þá í sundur, svo þeir oft verða nær ófærir fyxir aðra umferð. Þennan kostnað verða bifreiðaeigendur í landinu allir að borga. Hlutfallslega sleppa eigendur stóru bílanna vel við að greiða fyrir þær skemmdir, sem farartæki þeirra valda á þjóðvegakerfi landsins. Ég held að fullkomin ástæða sé til að fara að horfa betur og meira á vegamálin tn við höfum gert til þessa. Allar framkvæmdir okkar í vegamálum eru raunar kák eitt, ef Kefla- víkurvegurinn er undanskilinn. ★ MÁ EKKI DRAGAST LENGUR. Það má ekki dragast öllu lengur að hefja stórt átak í vegamálum, og það hefði að sjálfsögðu átt að vera búið að því fyrir löngu. Eins og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur marg- sinnis bent á hefur ríkissjóöur stórkostlegar tekjur af bifreiðum og bifreiðainnflutningi. Þær tekjur renna ekki nema að hluta til vegakerfisins. Þetta er auðvitað ranglæti, því á þennan hátt eru bif- rciðaeigendur látnir greiða meira til almennra þarfa ríkisins en þeim ber. Vonandi tekst FÍB, sem er að verða öflug stofnun að fá fram einhverja leið- réttingu á þessum málum innan tíðar. Einkum og sér í lagi ætti Félag ísl. bifreiðaeigenda þó að beita sér fyrir áróðri í þeim tilgangi að liafizt verði lianda um alvöruvega- framkvæmdir og hálfkákinu hætt, sem einkennt hefur þessi mál allt of lengi. — B. K. £5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.