Dagur - 14.10.1997, Page 1
Kínverski sendi-
herrann heim?
Kínverjar íhuga að
kalla sendiherraun
heim frá íslandi. Mun
harðari viðhrögð en
búist var við.
Á æðstu stöðum í stjórnkerfinu
er nú talið hugsanlegt að kínv-
erski sendiherrann á Islandi
verði kallaður heim vegna heim-
sóknar taívanskrar sendinefndar
hingað til lands. Dagur hefur
eftir áreiðanlegum heimildum að
til þessa geti komið. Blaðinu er
eldd kunnugt um hvort það héti
að sendiherrann yrði kallaður
heim „til skrafs og ráðagerða",
eða hvort um enn alvarlegri
aðgerð yrði að ræða.
„Eg get ekki svarað neinum
spurningum núna um samskipti
okkar við Kínverja vegna Taívan-
heimsóknarinnar," sagði Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra í
gærkvöld þegar Dagur bar þetta
undir hann. Ljóst er að málið er
á mjög viðkvæmu stigi og við-
brögð Kínverja harðari en búist
hafði verið við.
Ef til þessa kemur verði það
áfall fyrir samskipti ríkjanna.
Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra í Kína, yrði ekki sjálfkrafa
kallaður heim á móti, en starf-
semi sendiráðsins ytra nánast
lömuð. Heimildir blaðsins
herma að íslensk stjórnvöld hafi
vanmetið mjög viðbrögð Kínverja
við góðum móttökum sem vara-
forseti Taívans fékk hér. Um
helgina neituðu Spánverjar að
taka á móti sama varaforseta og
boðinn var velkominn hingað
með föruneyti fjölmiðlafólks og
embættismanna. — SJH/bþ
Bílasala
greiði
Stefgjöld
STEF og Samband flytjenda og
hljómplötuframleiðenda hafa
höfðað mál gegn bílasölunni
Suzuki-bílum hf. til greiðslu á
Stef-gjöldum. Um fordæmismál
er að ræða.
STEF hefur á síðustu árum
staðið í málastappi til að fá við-
urkennda skyldu fyrirtækja á
sviði verslunar og þjónustu til að
greiða Stef-gjöld, ef tónlist er
leikin opinberlega. Að sögn Jó-
hannesar Rúnars Jóhannssonar
lögfræðings eru Suzuki-bílar að-
eins eitt fyrirtæki af fjölmörgum
sem málið snýst um. „Stef hefur
áður unnið mál gegn nýlendu-
vöruverslun og nú síðast gegn
hárgreiðslustofu. Nú eru það
bílasölurnar og alltaf er sama
grundvallarreglan í forgrunni,
sem sé að þar sem tónlist er leik-
in í rými sem ætlað er almenn-
ingi er um opinbera spilun að
ræða og því ber að greiða Stef-
gjöld,“ segir Jóhannes. — FÞG
Þessi tröllaukna jardýta varö hífd úr dönsku skipiyfir á ísienskan hafnarbakka í Sundahöfn í gær. Hún vegur ein 70 tonn og er
önnur stærsta jaröýtan sem Caterpillar framleiðir. Alexander Úlafsson ehf. á jarðýtuna og hyggst nota hana við efnistöku í
námu i Vatnsskardi. Nú I október er hálf öld síðan Hekla tók við Caterpillar umboðinu, en sjaldan hafa verið fluttar inn eins
margar stórvirkar vinnuvéiar og undanfarna mánuð. - mynd: hilmar
íhugar
veiðigjald
ásíldina
„Þegar úthafsveiðinefndin var að
semja frumvarpið um út-
hafsveiðar úr stofnum sem eru
utan landhelgi eða ýmist utan og
innan hennar, setti formaður
nefndarinnar, Geir H. Haarde,
fram þá hugmynd að einn af
kostunum sem kæmi til álita við
úthlutun á nýjum stofnum væri
útboð á veiðiheimildunum. Ég
sagði honum á þeim tíma að ég
gæti á það fallist ef um það yrði
samstaða í nefndinni. Ég er al-
veg sömu skoðunar nú og þá að
við slíkar aðstæður geti þetta
verið ein leiðin við úthlutun á
nýjum heimildum," sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra þegar Dagur spurði hann
hvort hann væri hlynntur veiði-
Ieyfagjaldi við úthlutun afla-
heimilda í norsk-íslenska síldar-
stofninum.
Á flokksþingi Framsóknar-
flokksins í fyrrahaust viðraði
Halldór Ásgrímsson þá skoðun
sína að vegna sérstöðu norsk-ísl-
enska síldarstofnsins kæmi til
greina að ríkisvaldið leigði út
veiðiheimildir á kvótamarkaði. 1
ræðunni sagði Halldór m.a.: „I
þessu sambandi má nefna hluta
af þeim aflaheimildum sem
koma til úthlutunar út norsk-ísl-
enska síldarstofninum og ekki er
sérstök veiðireynsla íyrir, mjög
auloia rækju- og loðnuveiði og
e.t.v. hluta af aukningu bolfisk-
afla síðar meir. Hallór hefur
ítrekað þessi ummæli nú um
heljpna.
Utgerðarmenn virðast hins
vegar almennt mótfallnir hug-
myndum af þessu tagi en á bls. 3
í blaðinu í dag má finna saman-
tekt á þeirra sjónarmiðum.
- s.dór/bg
Hart í bak
á Akureyri
Blað 2
Einhæfni
hættuleg
bls. 8 9
Alfa Laval
VtirmaskiptQr
SINDRIk.
-sterkur í verki Ifl