Dagur - 14.10.1997, Side 6
6- ÞRIDJUDAGUR 14.0KTÓBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstoöarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON
Skrifstofur: STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6100 OG 800 7080
Netfartg ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
Grænt númer: 800 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171
R-listinn áfram bandalag
flokka
í fyrsta lagi
Þeir sem standa að R-listanum í höfuðborginni hafa tekið
ákvörðun um hvernig standa skuli að skipan framboðslista fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Niðurstaðan er mála-
miðlun sem tryggir þeim stjórnmálaflokkum sem standa að R-
listanum úrslitaáhrif á skipan átta efstu sætanna. Efnt verður
til prófkjörs í vetur en allt íyrirkomulag þess miðar fyrst og
fremst að því að treysta völd flokkanna. Niðurstaðan undir-
strikar þannig óbreytt eðli R-listans; hann er enn flokkabanda-
lag en ekki sjálfstætt stjórnmálaafl.
í öðru lagi
Það var Ijóslega ekkert auðvelt verk fyrir flokkana að komast
að sameiginlegri niðurstöðu. Það reyndi verulega á þanþolið í
samstarfinu, eins og einn borgarfulltrúanna orðaði það í við-
tali við Dag. Sumir vildu ganga mun lengra í þá átt að gera R-
listann að sjálfstæðara stjórnmálaafli. Um þá stefnu náðist
ekki samkomulag, enda vandséð hvernig R-listinn getur öðlast
sjálfstætt pólitískt líf á meðan flokkarnir sem að honum
standa stefna í ólíkar áttir á landsvísu. Samstarfið í borgar-
stjórnarmeirihlutanum hefur satt að segja gengið ótrúlega vel
í Ijósi þess að Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn en hinir R-
listaflokkarnir í stjórnarandstöðu. Og forsenda þess að árang-
ur náist næsta vor er að ekkert hjól undir vagninum bili.
í þriöja lagi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, mun leggja sæti sitt
í borgarstjórninni að veði með því að fara í áttunda sæti list-
ans - baráttusætið. Það er skynsamleg ákvörðun sem einfaldar
það val sem kjósendur standa frammi fyrir næsta vor. Kosn-
ingabaráttan mun fyrst og fremst snúast um traust almenn-
ings á einstaklingum. Vilja kjósendur í Reykjavík að Ingibjörg
Sólrún verði áfram borgarstjóri eða að Arni Sigfússon taki við?
I flestra hugum verður það stóra spurningin á kjördag.
Elías Snæland Jónsson.
Þjóðskáld á
leikskóla
Það gladdi bókmenntáhneigt
hjarta Garra að skoða at-
vinnuauglýsingarnar í Mogg-
anum á sunnudaginn. I allri
þenslunni er greinilegt að
menn grípa til ýmissa ráða til
að ná athygli lesenda enda
samkeppni um vinnuaflið að
verða talsverð. Fullkominn og
alger sigur\'egari í þessari at-
hyglissamkeppni var „einka-
rekni Ieikskólinn" Orkin hans
Nóa, sem var að auglýsa eftir
„fóstru og kokki". I fyrsta Iagi
ber það vott um ótrúlegan
kjark og er talandi dæmi um
óhæði og yfirburði hins
„einkarekna" leikskóla að
auglýsa eftir „fóstru“. I hinum
opinbera geira leikskólastarfs-
ins er löngu búið að afleggja
þetta góða og gagnmerka orð
og alltaf notað orðskrípið
„leikskól a ke n n a ri “.
ViUfá
fóstru
En yfir-
b u r ð i r n i r
hjá Örkinni
hans Nóa
felast ekki
e i n v ö r ð -
ungu í |wí
að þora að
tala um
„fóstrur" á opinberum vett-
vangi. I einkaskólanum er
nefnilega haldið í hina þjóð-
legu hefð að láta fjúka í kviðl-
ingum. Og kveðskapurinn er
sko ekkert slor, heil auglýsing
í vísuformi! Garri skilur ekk-
ert í Mogganum að láta ekld
þessar vísur í Lesbókina inn-
an um aðrar ljóðaperlur
V____________________
hversdagsins í staðinn fyrir að
fela þetta innan um atvinnu-
auglýsingarnar. En til að eng-
inn rnissi af þessu nýja skáldi,
þessari nýju íslandsvon, vill
Garri endilega birta ljóðið í
heild sinni, báðar vísurnar.
Ljóðið
Ef þú ert að leita að starfi,
stígðu þá á stokk,
að leita lengur er óþarfi
þvt okkur vantar fóstru og kokk.
Og seinni vísan ej ekki
síðri, en þar tekst skáldið á við
persónulýsingu væntanlegra
starfskrafta:
Bjartsýni, kærleik og bros þitt,
betra væri að sjá,
en verra þætti okkur nú hitt
ef þú værir á sakaskrá.
Eftir að hafa lesið þessar
magnþrungnu hendingar inn-
blásnar af
skáldlegum
eldmóði og
taktfastri
h ry n j a n d i
vísar Garri
því hrein-
lega á bug
að íslenska
m e n n t a -
kerfið sé á
villigötum.
Úr því Ieik-
skólastigið getur státað af
skáldrisum eins og þeim á
einkarekna leikskólanum
Örkinni hans Nóa, þá er við-
búið að önnur skólastig geri
það líka. Spurningin er bara
hvort þessir menn fái að njóta
sín nægjanlega vel.
GARRl.
Örkin hans Nóa
Einkarekinn leikskóii
Ef þú ert að leita að starfi,
stígðu þá á stokk,
að leita lengur er óþarfi,
því okkur vantarfóstm og kokk.
Bjartsýni, kaerieik og bros þitt,
betra vaeri að sjá,
en verra þætti okkur nú hitt,
ef þú værir á sakaskrá.
Upplýsingar í síma 551 7020.
Bókakvóti og úthlutuu ritleyfa
JÓHANNES
SIGUR
JÓNSSON
skrífar
Það eru alltof margir rithöfundar
starfandi á íslandi. Það er ofveiði
á hugmyndamiðunum og hætta
er á útrýmingu nokkurra stílteg-
unda. Og eins og glöggt kemur
fram í jólabókaflóðinu þá er of-
framboð á bókum sem hefur í för
með sér útþynningu og dregur úr
möguleikum þeirra rithöfunda
sem virkilega hafa eitthvað fram
að færa og eiga mest erindi til
okkar. Of margir skussar og lúð-
ar eru að fást við ritstörf og það
bitnar á framleiðslu vandaðra
höfunda. Lélegar bækur draga
úr sölu á góðum bókum og.
skussinn ber hugsanlega jafnt úr
býtum og frábær rithöfundur.
Þetta ástand er óviðunandi og
ríkisvaldið verður þarna að grípa
í taumana með einhverjum
hætti.
Skussakvóti
Eina færa leiðin virðist sú að
koma á bókakvóta og úthluta rit-
leyfum til þeirra sem ganga með
rithöfundinn í maganum. Þeir
sem hafa skrifað bestu bækurnar
hingað til fá auðvitað Ieyfi til að
skrifa flestar bækurnar í framtíð-
inni. Þeir sem hafa framleitt Ié-
legustu afurðirnar á þessu sviði,
fá rýrari kvóta og mjög takamark-
að ritleyfi. Með
þessum hætti
verður unnt að
bola ritklaufum
úr þessari at-
vinnugrein og
þeir geta farið að
snúa sér að öðru
sem hentar þeim
betur. Og um
leið eykst svig-
rúm raunveru-
legra hæfileika-
manna á ritvellinum. Og allir
munu una glaðir við sitt, rithöf-
undar og lesendur þegar tak-
mörkuð er sóknin í hugmynda-
brunninn sem tæmist þá síðar en
ella.
Hugmyndaflugid sameign?
Þetta er sem sagt brilljant hug-
mynd sem lyfta mun menning-
unni á hærra plan, svo fremi að
ríkisvaldið fari ekki að hugsa
eitthvað fram í tímann, sem auð-
vitað er engin ástæða til að óttast
því engin fordæmi eru lyrir slíku.
En hvað t.d. ef einhverjir fara
að velta því fyrir sér í framtíðinni
að hugmynda-
flugið sem slíkt
sé sameign þjóð-
arinnar og eltki á
valdi ríkisstjórna
að úthluta af
eigin geðþótta?
Og hvað ef góðir
rithöfundar
missa hæfileik-
ann og fara að
skrifa lélegar
bækur ár eftir
ár? Munu þeir e.t.v. selja ritleyf-
ið og bókakvótann á 100 milljón-
ir til jafnvel enn iélegri rithöf-
unda? Eða láta verðmætin ganga
til barna sinna sem eru gróflega
illa læs og alls ekki skrifandi? Og
koma þannig í veg fyrir að fátæk-
ir uppvaxandi nóbelshöfundar,
sem eiga engar 100 milljónir,
komi höndum yfir ritleyfi, taki
penna í hönd og byrji að skrifa
meistaraverk?
Vitfirriugakvóti?
Er hugsanlegt að kvótakerfi á rit-
höfunda hafi það endanlega í för
með sér að bisnesmenn verði
allsráðandi á menningarsviðinu,
ákveði hvað skrifaö verði og
hvernig, en hæfileikamennírnir
eigi ekki minnstu möguleika á að
láta ljós sitt skína? Að hug-
myndaflugið, sameign þjóðar-
innar, verði séreign fárra rit-
greifa, gangi í erfðir til óverðugra
ritskussa og aíleiðingin verði
hörmulegar bækur og óánægðir
lesendur?
Að sjálfsögðu ekki! Það gerist
aldrei hér. Því þó margt misjafnt
megi segja um stjórnvöld á Is-
landi, þá eru ekki nógu margir
vitfirringar í þeim hópi til að
nokkur minnsta hætta sé á að
komið verði á slíku kerfi sem hér
hefur verið lýst.
Á að læhka áfengis-
kaupaaldur niður í 18
ár, einsog kugmyndir
eru uppi um?
Ólafur Ásgeirsson
aðstoðaryfirlögregluþjómi
áAkureyri.
Já, ég er
fylgjandi því.
Ef áfram á
að vera 18
ára aldurs-
takmark inn
á vínveit-
ingahús þá
finnst mér
að áfengis-
kaupaaldur-
inn eigi að íylgja því aldurstak-
marki. En þvf þarf að framfylgja
af fullri einurð.
Helga Hannesdóttir
bama- og unglingageðlæknir
hjá SÁÁ á Vogi.
Nei, ég er
ósammála
því. Ung-
lingar, yngri
en 18 ára,
hafa við-
k v æ m a r a
heila- og
taugakerfi
en fullorðnir
og þróa auð-
veldar með sér fíkn og áfengis-
vanda og geta orðið áfengissjúkl-
ingar á skemmri tíma en hálfu
ári. Fullorðna á þrítugsaldri tek-
ur 15 til 20 ár að þróa með sér
áfengissýki. Og því meiri hætta
er unglingum búin eftir því sem
aðgengið að áfengi er auðveld-
ara.
Valgerður Magnúsdóttir
félagsmáiastjóri á Akureyri.
Eg myndi
miklu frekar
vilja sjá
á f e n g i s -
kaupaaldur
óbreyttan og
að neysla
hæfist ekki
fyrr en eftir
tvítugt; þeg-
ar ungt fólk
er búið að taka út andlegan og
Iíkamlegan þroska. En það gæti
verið valkostur sent við þurfum
að velta fyrir okkur, þó ég sjálf sé
ekki of hrifin af honum heldur,
að mætast þarna á miðri leið, því
neysla hefst hjá mörgum löngu
fyrir átján ára aldur.
Ágústa Johnson
líkamsræktarþjálfari og þátttakaudi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokltsins í
Reykjavík.
Mín skoðun
er sú að ef
fólk má gifta
sig og stofna
heimili óháð
aldri og
takast á við
þá ábyrgð
sem því fylg-
ir þá hlýtur
fólki líka að
vera treystandi að kaupa sér vín-
flösku, þegar sjálfræðisaldur er
fenginn, það er átján ára.