Dagur - 14.10.1997, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 14.0KTÓBER 1997 - 13
ÍÞRÓTTIR
L
Morg met í
Grindavík
Sextán liða úrslitin í
Eggjabikamum fóru
uokkum vegiun eftir
bókiuni. Þriggjadóm-
arakerfið heppnaðist
vel. Leiknir varð sér
til skammar.
Það kemur engum á óvart að úr-
valsdeildarliðin fóru létt með
andstæðinga sína úr fyrstu deild-
inni í Eggjabikarkeppninni.
Keflavík lagði Stjörnuna úr
Garðabæ, KR vann Snæfell,
Njarðvík rúllaði yfir Breiðablik
og Grindavík sigraði Leikni með
fáheyrðum yfirburðum.
Það er skemmst frá því að
segja að Leiknir varð sér til stór-
skammar í Eggjabikarkeppninni.
Liðið, sem hefur ágætum leik-
mönnum á að skipa, lagði niður
skottið þegar það átti að mæta
Grindvíkingum. Aðeins hluti
leikmanna liðsins mætti til leiks,
sjö á sinn eigin heimaleik í Aust-
urbergi og aðeins fimm þeirra
sáu ástæðu til að fara í útileikinn
í Grindavík.
Heiðarlegra hefði verið, af
Leiknismönnum, að gefa eftir
sæti sitt í keppninni. Þá hefðu
altént lið með metnað, eins og
t.d. Selfoss eða Hamar, getað
nýtt sér kærkomið tækifæri til að
berjast við þá bestu. Slík tæki-
færi fá liðin í fyrstu deildinni
ekki á hverjum degi.
Grindvíkingar brugðu á það
ráð að breyta körfuboltaleiknum
í sirkus til frekari skemmtunar
þeim áhorfendum sem Iögðu Ieið
sína í íþróttahúsið í Grindavík.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari
heimamanna, bannaði mönnum
sínum að skora tveggja stiga
körfur nema með því að troða.
Grindvíkingar skoruðu því 39
þriggjastiga körfur í leiknum,
sem er Islandsmet, þar af 21 í
fyrri háifleik sem er líka met hér
á landi. Þá má geta þess að
Darrel Wilson, Bandaríkjamað-
urinn í liði Grindvíkinga, tók
bæði vítaskot sín aftur fyrir sig
og skoraði úr þeim.
Annars urðu úrslit leikja þessi:
Leiknir - Grindavík 34 - 109
Grindavík - Leiknir
Stjarnan - Keflavík
Keflavík -Stjarnan
Breiðablik - UMFN
UMFN - Breiðablik
Valur - Haukar
Haukar - Valur
Þór Ak. - ÍA
ÍA - Þór
KFÍ-ÍR
ÍR -KFÍ
Tindast. - Skallagr.
Skallagr. - Tindast.
Snæfell - KR
KR - Snæfell
120- 37
87-104
122- 66
66 - 94
90 - 46
66 - 97
89 - 74
70- 83
87 - 66
100 - 103
67 - 79
90 - 81
78 - 79
48 - 75
75 - 68
- GÞÖ
Hjalti bestnr
íslandsmótið í einstakl-
ingskeppni í boccia var haldið á
Selfossi um helgina og voru þátt-
takendur um 220 talsins frá
fimmtán félögum, víða að af
landinu. Islandsmót í boccia eru
deildarskipt og keppa fötlunar-
flokkar saman, allir við alla.
Keppt var í sex deildum, auk
þess sem keppt var í rennuflokk
og U-flokk. Efstu menn urðu
þessir:
1. deild:
1. Hjalti Eiðsson, ÍFR
2. Sigurrós Karlsdóttir, ÍFR
3. Einar Sveinsson, Kveldúlfi
2. deild:
1. Haukur Gunnarsson, ÍFR
2. Þorsteinn Sölvason, ÍFR
3. Nanna Haraldsdóttir, EIK
3. deild:
1. Sumarrós Sigurðard., AKUR
2. Guðmundur Einarsson,
Kveldúlfi
3. Guðlaugur Hannesson, ÖSP
4. deild:
1. Harpa Sif Þráinsd., ÞJÓTI
2. Bjarni Þór Einarsson, ÍFR
3. Ásgeir Sigurðsson, ÞJÓTI
5. deild:
1. Telma Axelsdóttir, EIK
2. Sverrir Haraldsson, ÞJÓTI
3. Héðinn Ólafsson, IVAR
6. deild:
1. Sigrún Benediktsdóttir, NES
2. Einar Pálsson, ÍFR
3. Helga Kristjánsdóttir, NES
Rennuflokkur:
1. ívar Örn Guðmundsson, ÍFR
2. Sveinbjörn Gestsson, ÍFR
3. Björgvin Björgvinsson, ÍFR
U-flokkur:
1. Oddný Stefánsd., AKRl
2. Þorgerður Kristjánsd., AKRI
3. Rökkvi Sigurlaugsson,
GRÓSKU
HEILRÆÐI
ÞEGAR HJÓLAÐ ER
MEÐ BARN
ER MIKILVÆGT
AÐ STÓLLINNSÉ
KIRFILEGA FESTUR
Á STERKUM
BÖGGLABERA.
SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
KA-menn tryggöu sér sæti í meistarakeppni Evrópu meö sigri á Granitas Kaunas frá Litháen. Hér má sjá Halldór Sigfússon
brjótast í gegnum vörn Litháanna og skora. - mynd: brink
Draimialiðin eru
Virum, Barcelona
og Drammen
KA-menn urðu fyrsta íslenska
liðið til að tryggja sér sæti í
Meistarakeppni Evrópu í hand-
knattleik á sunnudaginn, þegar
Iiðið ruddi mótherjum sínum,
Granitas Kaunas frá Litháen, úr
keppninni. Dregið verður í riðla í
Meistarakeppninni, sem nú er
haldin í annað sinn, um hádegis-
bilið í dag og þá kemur í ljós
hvaða lið skipa riðlana fjóra í
keppninni.
„Draumaliðin mín eru
Barcelona, Virum og Drammen.
Eg tel að við eigum möguleika
gegn Virum og Drammen og það
væri vissulega gaman að mæta
Barcelona, eða jafnvel þýska lið-
inu Lemgo,“ sagði Atli Hilmars-
son, þjálfari KA-manna, sem
eins og margir fleiri bíður
spenntur eftir útkomunni úr
drættinum.
„Á hinn bóginn væri hægt að
lenda í mjög erfiðum og kostnað-
arsömum riðli, ef við lentum á
móti liðunum frá Króatíu, Slóv-
eníu, Júgóslavíu, eða jafnvel
ísrael,“ sagði Atli. Hann sagðist
ekki vilja gefa mikið fyrir mögu-
leika KA í keppninni; „Við eigum
örugglega eftir að fá einhverja
skelli, því við erum með ungt lið,
en þetta verður án efa lærdóms-
ríkt. Það verður gaman fyrir
strákana að fá að spila gegn þeim
bestu.“
Fyrstu Ieikir Meistarakeppn-
innar fara fram 8. og 15. nóvem-
ber, en síðustu fjórir leikir riðl-
anna fara fram í janúar. Þess má
geta að KA-menn þurfa væntan-
lega að leika sex leiki á sautján
dögum í nóvember.
Meistarakeppnm
1. styrkleikaflokkur:
Barcelona (Spáni)
TBV Lemgo (Þýskalandi)
Badel Zagreb (Króatíu)
Proseva Ademar Leon (Spáni)
2. styrkleikaflokkur:
Pflad Winterthur (Sviss)
Virum Sorgenfri (Danmörku)
Fotex Veszprém (Ungverjalandi)
Piovarna Lasko (Slóveníu)
3. styrkleikaflokkur:
KA (íslandi)
Drammen (Noregi)
ABC Braga (Portúgal)
Red Star (Júgóslavíu)
Hapoel Rishon (ísrael)
Jafa Promet Resen (Makedóníu)
Cabot Zubri (Tékklandi)
Generali Prieste (Ítalíu)
Greid leið KA og Aftur
eldingar á Evrópiuiiótimuin
íslensku liðin KA og Afturelding
tryggðu sér áframhaldandi þátt-
tökurétt á Evrópumótunum í
handknattleik. KA sigraði Gran-
itas Kaunas frá Litháen 28:19 f
síðari leiknum á Akureyri og
sigraði því mótherja sína með
fimm marka mun, 51:46. Aftur-
elding tapaði fyrir austurríska
liðinu Stockerau í síðari leik lið-
anna í Borgakeppninni ytra,
31:35. Afturelding átti sjö mörk
til góða frá fyrri leiknum.
Leikur KA-manna við Granit-
as Kaunas var í járnum framan
af, en góður lokakafli skilaði
þeim gulldæddu fimm marka
forskoti í leikhléi, 13:8. Gestirn-
ir náðu að minnka þann mun
niður í eitt mark, 15:14, í síðari
hálfleiknum, en lokakaflinn var
KA-manna.
„Menn tóku sig saman í and-
litinu og fóru að berjast í vörn-
inni og það skilaði okkur sigrin-
um,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari KA. „Ungu strákarnir
sýndu mikinn „karakter" en það
hjálpaði okkur líka að tveir bestu
leikmenn þeirra duttu út úr spil-
inu vegna útilokunar og
meiðsla," sagði Atli.
Mörk KA: Halldór Sigfússon
7/1, Jóhann G. Jóhannsson 5,
Karim Yala 6/2, Leó Örn Þor-
leifsson 3, Björgvin Björgvinsson
2, Heimir Árnason 2, Sverrir
Björnsson 1.
Jason með átta mörk
Jason Ólafsson skoraði átta af
mörkum Aftureldingar gegn
Stockerau í markaleik liðanna í
Austurríki. Heimamenn höfðu
tjögurra marka forskot í leikhléi,
18:14, en lokatölur urðu 35:31
Stockerau í hag og mörkin því
rúmlega eitt á mínútu.
Jason Ólafsson var atkvæða-
mestur hjá Aftureldingu, en
hann skoraði átta mörk. Skúli
Gunnsteinsson gerði sex mörk
og Sigurður Sveinsson fimm.
Dregið verður í 16-liða úrslit
keppninnar í dag.